Lífið

Sumarið í Reykjavík kemur út á bók

Teiknaði sumariðRán Flygenring teiknaði sumarið í miðborg Reykjavíkur. Bók með myndunum er nú væntanleg.
Fréttablaðið/valli
Teiknaði sumariðRán Flygenring teiknaði sumarið í miðborg Reykjavíkur. Bók með myndunum er nú væntanleg. Fréttablaðið/valli
Mynd frá hirðteiknara Reykjavíkur. Rán Flygenring
„Þetta var alveg ógeðslega gaman. Æðislegt,“ segir Rán Flygenring, hirðteiknari Reykjavíkurborgar síðasta sumar.

Rán vakti talsverða athygli í miðborg Reykjavíkur í sumar, þar sem hún teiknaði það sem fyrir augu bar og birti á bloggi sínu. Rán hélt á dögunum sýningu á myndunum og þann sjötta október kemur út bók með völdum myndum. Rán starfaði á vegum Hins hússins og Félag íslenskra teiknara gefur bókina út.

„Þetta voru svona 180 myndir – teikningar og skissur. Þær fóru eiginlega allar á sýninguna. En í bókina valdi ég bestu myndirnar og skrifa aðeins um þær,“ segir Rán.

Rán bendir á að það sé ennþá hægt að skoða myndirnar á blogginu: hirdteiknari.tumblr.com og að þess vegna hafi hana langað til að skrifa texta við myndirnar í bókinni og segja söguna á bak við hverja mynd.

Myndirnar eru af öllu mögulegu, frá konu að renna á bananahýði til feðga að gefa öndunum brauð. Þær eiga þó flestar sameiginlegt að sögusviðið er miðborg Reykjavíkur. Rán segir fólk hafa tekið því misjafnlega þegar það tók eftir að hún var að teikna það.

„Sumu fólki fannst mjög skemmtilegt að finna og sjá að ég var að teikna það en sumir settu á sig varalit og fóru að laga sig til. Eins og ég væri að taka af þeim ljósmynd,“ segir Rán í léttum dúr. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×