

RÚV og Ríkisútvarp
Nú er rétt að útskýra fyrir þeim sem velta þessu fyrir sér að þessi hógværa breyting er gerð að vandlega yfirveguðu ráði. Um langt skeið hafði ríkt talsverð ósamkvæmni og ruglingur í því hvernig fjallað var um Ríkisútvarpið og miðla þess, hljóðvarpið (sem hefur tvær rásir), sjónvarpið og vefinn bæði í RÚV og öðrum miðlum. Mikill ruglingur var á notkun hugtakanna „útvarp“, „hljóðvarp“ og „sjónvarp“ og fólk vísaði t.d. gjarna til „gufunnar“ eða jafnvel „gömlu gufunnar“ hvort sem rætt var um efni í hljóðvarpi eða sjónvarpi. Vissulega á kært barn mörg nöfn – en þetta þótti óheppilegt. Að auki var þó nokkur vandræðagangur á notkun þeirra myndrænu kennimerkja sem tákna þessa ólíku miðla en slíkt þykir ekki gott í nútíma fyrirtæki – þótt gamalt sé og gróið.
Til þess að komast að því hvernig þjóðin, eigendur RÚV, notuðu þessi hugtök voru gerðar þrjár Capacent/Gallup kannanir í september og október 2010. Þar kom í ljós að yfirgnæfandi meirihluti svarenda notaði samheitið „RÚV“ fyrir bæði sjónvarp og útvarp. Þegar spurt var t.d. „Á hvaða sjónvarpsstöð er Kastljósið?” svaraði tæplega 90% „RÚV“ – og þegar spurt var um kennimerki sjónvarpsins tengdu langflestir það við RÚV í heild en fáir við sjónvarpið sérstaklega. Þessar niðurstöður voru ræddar í þaula á fundum bæði stjórnar og starfsmanna og niðurstaðan var sú að nota í næstu framtíð hugtakið RÚV fyrir alla miðla Ríkisútvarpsins og laga framsetninguna þannig að almennri málnotkun þjóðarinnar. Stjórn RÚV fól útvarpsstjóra að fylgja þessari ákvörðun eftir.
Það er því ekki við útvarpsstjóra einan að sakast heldur þjóðina sjálfa samkvæmt niðurstöðu Gallupkönnunarinnar, mikinn meirihluta starfsmannanna og einróma niðurstöðu stjórnarinnar. Auk þessa má benda á að allir ríkisfjölmiðlar í Evrópu nota skammstafanir af þessu tagi og aðgreina síðan ólíka miðla sína, t.d. með tölum líka, eins og þeir þekkja sem fylgjast með erlendum sjónvarps- og hljóðvarpsrásum.
Í pistli Eiðs Guðnasonar var m.a. bent á að ekkert finnst þegar leitað er eftir orðinu Ríkisútvarp á ja.is. Þessi ábending er vel þegin, og sú handvömm verður leiðrétt nú þegar. Pistill hans er einnig gott tilefni til að minna á það frábæra starf sem sinnt er í RÚV þrátt fyrir ýmsar hremmingar á síðustu árum. Þar er sannarlega leitast við að sinna þeirri skyldu ríkisútvarps að mennta, fræða og skemmta og þarf varla annað en að vísa til íslenska kvikmyndasumarsins þar sem landsmenn hafa átt þess kost að sjá heima í stofu 34 íslenskar kvikmyndir, eða glæsilegt afrek útvarpsleikhússins undir stjórn Viðars Eggertssonar sem hlotið hefur fjölda tilnefninga og viðurkenninga á alþjóðlegum vettvangi. Um þessar mundir eru líka að hefja göngu sína margir nýir þættir bæði í útvarpi og sjónvarpi sem vonandi falla sem flestum í geð auk þess sem sígilt íslenskt efni á borð við Útsvar og Landann í sjónvarpi, Víðsjá, morgunútvarp, sunnudagsleikrit og útvarpssögur í hljóðvarpi verða áfram á dagskrá.
Það er að sjálfsögðu sárt að einhverjir, þar á meðal Eiður, séu leiðir yfir því að hugtakið Ríkisútvarp hafi vikið fyrir skammstöfuninni „RÚV“ í almennri framsetningu af hálfu félagsins. Vonandi eiga þessi fyrrverandi starfsmaður og aðrir eftir að sætta sig við þá breytingu þegar fram líða stundir og njóta vel þeirrar vönduðu dagskrár sem allir miðlar RÚV bjóða upp á. Það er líka einlæg von mín að hann og aðrir átti sig á því að það er stjórn RÚV sem ræður úrslitum þegar á hólminn er komið en ekki útvarpsstjórinn einn þótt hann sé allra góðra gjalda verður.
Skoðun

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar

Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð
Ólafur Sigurðsson skrifar

Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga
Marta Wieczorek skrifar

Raunveruleg úrræði óskast takk!
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

(Ó)merkilegir íbúar
Örn Smárason skrifar

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar