Svakalegt vesen að vera með palestínskt eftirnafn 28. september 2011 08:00 „Þetta kom mér rosalega á óvart, ég var búinn að gleyma þessari keppni," segir Alexander Jarl Abu-Samrah, eða Alli abstrakt, sem er kominn í úrslit norrænu rappkeppninnar Rap It Up. Úrslitakeppnin fer fram í Stokkhólmi 14. október og tekur einn keppandi frá hverju Norðurlandaríkjanna þátt. Alli mætir til leiks fyrir Íslands hönd með lagið Í mínu hverfi. „Ég syng um hvað er að gerast í mínu hverfi og hvað fólki finnst í mínu hverfi um alls kyns hluti. Ég er úr Vesturbænum og þetta er eiginlega um Vesturbæinn. En annars er þetta mest um Reykjavík, þannig séð," segir Alli, sem er nýorðinn tvítugur. Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Palestínumaður en hefur alltaf búið hér á landi. Faðir hans, sem er palestínskur, skildi við móður Alla þegar Alli var ungur að aldri og hefur hann lítið sem ekkert búið á Íslandi. Alli hefur einu sinni komið til Palestínu. Þá var hann fimm ára og fór þangað með mömmu sinni og pabba, afa sínum og ömmu og frændsystkinum. „Það var rosalega gaman en þetta er mjög frábrugðinn heimur þarna," segir rapparinn um upplifun sína. „Það var svakalegt vesen að vera með palestínskt eftirnafn og fara í gegnum Ísrael til að komast þarna inn. Ég er líka alltaf stoppaður í Bandaríkjunum út af þessu eftirnafni." Aðspurður segist Alli hafa orðið fyrir mjög miklum fordómum þegar hann var í grunnskóla hér heima en eftir að honum lauk hafi fordómarnir hætt. Þessa dagana er hann að vinna að sinni fyrstu rappplötu og mun eitt lagið fjalla um Palestínu og ástandið þar. „Ég er að reyna að plata Erp [Eyvindarson] með mér í það en hann er alltaf svo upptekinn." Alli hóf feril sinn sem upptökustjóri undir nafninu Abstrakt Idea. Sem slíkur gaf hann út ósungnu plötuna Sincere Sunset sem komst í 33. sæti á iTunes-listanum í Japan. Hann er tiltölulega nýbyrjaður að rappa og lítur mikið upp til rapparanna í Forgotten Lores. Fyrir efsta sætið í norrænu keppninni fást 1.000 evrur, eða um 160 þúsund krónur, auk upptökutíma hjá þekktum upptökustjórum í Svíþjóð sem kalla sig Salazar-bræður. Tónlistinni verður dreift á iTunes og Spotify. Einn Íslendingur er í dómnefndinni, Þorsteinn Lár Ragnarsson úr XXX Rottweiler. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira
„Þetta kom mér rosalega á óvart, ég var búinn að gleyma þessari keppni," segir Alexander Jarl Abu-Samrah, eða Alli abstrakt, sem er kominn í úrslit norrænu rappkeppninnar Rap It Up. Úrslitakeppnin fer fram í Stokkhólmi 14. október og tekur einn keppandi frá hverju Norðurlandaríkjanna þátt. Alli mætir til leiks fyrir Íslands hönd með lagið Í mínu hverfi. „Ég syng um hvað er að gerast í mínu hverfi og hvað fólki finnst í mínu hverfi um alls kyns hluti. Ég er úr Vesturbænum og þetta er eiginlega um Vesturbæinn. En annars er þetta mest um Reykjavík, þannig séð," segir Alli, sem er nýorðinn tvítugur. Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Palestínumaður en hefur alltaf búið hér á landi. Faðir hans, sem er palestínskur, skildi við móður Alla þegar Alli var ungur að aldri og hefur hann lítið sem ekkert búið á Íslandi. Alli hefur einu sinni komið til Palestínu. Þá var hann fimm ára og fór þangað með mömmu sinni og pabba, afa sínum og ömmu og frændsystkinum. „Það var rosalega gaman en þetta er mjög frábrugðinn heimur þarna," segir rapparinn um upplifun sína. „Það var svakalegt vesen að vera með palestínskt eftirnafn og fara í gegnum Ísrael til að komast þarna inn. Ég er líka alltaf stoppaður í Bandaríkjunum út af þessu eftirnafni." Aðspurður segist Alli hafa orðið fyrir mjög miklum fordómum þegar hann var í grunnskóla hér heima en eftir að honum lauk hafi fordómarnir hætt. Þessa dagana er hann að vinna að sinni fyrstu rappplötu og mun eitt lagið fjalla um Palestínu og ástandið þar. „Ég er að reyna að plata Erp [Eyvindarson] með mér í það en hann er alltaf svo upptekinn." Alli hóf feril sinn sem upptökustjóri undir nafninu Abstrakt Idea. Sem slíkur gaf hann út ósungnu plötuna Sincere Sunset sem komst í 33. sæti á iTunes-listanum í Japan. Hann er tiltölulega nýbyrjaður að rappa og lítur mikið upp til rapparanna í Forgotten Lores. Fyrir efsta sætið í norrænu keppninni fást 1.000 evrur, eða um 160 þúsund krónur, auk upptökutíma hjá þekktum upptökustjórum í Svíþjóð sem kalla sig Salazar-bræður. Tónlistinni verður dreift á iTunes og Spotify. Einn Íslendingur er í dómnefndinni, Þorsteinn Lár Ragnarsson úr XXX Rottweiler. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira