Lífið

Stefnumót sett í uppnám

Innihaldið mikilvægt Sigríður Sigurjónsdóttir biður ræningja um að koma innihaldi tölvunnar hennar til skila því það sé henni ákaflega mikilvægt.
Innihaldið mikilvægt Sigríður Sigurjónsdóttir biður ræningja um að koma innihaldi tölvunnar hennar til skila því það sé henni ákaflega mikilvægt.
„Þetta er tölva með ónýtu batteríi og lélegum skjá en það sem er á henni er mér hrikalega mikilvægt,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor við Listaháskóla Íslands, en Mac Pro-fartölvu hennar var stolið úr bíl við Smáragötu á laugardagsmorgun.

Sigríður segist kannski ekki sjá mikið eftir tölvunni sjálfri en á henni var að finna allar upplýsingar um nýja bók og heimasíðu sem var í undirbúningi í tengslum við verkefnið Stefnumót bænda og hönnuða. Það verkefni tefst nú sökum þjófnaðarins.

„Við byrjuðum á þessu verkefni fyrir fjórum árum þegar við tefldum saman ungum vöruhönnuðum og bændum og reyndum að finna nýja sýn á íslenskar afurðir og hvernig mætti tefla þeim fram á nýstárlegan hátt,“ útskýrir Sigríður og því ljóst að missirinn er mikill. „Þetta kennir manni auðvitað að maður á að vera duglegri að taka „back-up“ af öllum skjölum.“

Verkefnið hefur vakið mikla athygli en meðal þess sem hefur komið út úr því eru rabarbarakaramella og skyrkonfekt. Sigríður segir að meðal næstu verkefna verði samstarf hópsins við Þórbergssafnið á Hala í Suðursveit en þá geta gestir safnsins kynnst skáldinu í gegnum eftirlætismatinn hans.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×