„Skynsami“ Guðni 29. september 2011 06:00 Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Íslands, skrifaði grein í Fréttablaðið þann 17. september sl. Þar talar Guðni um Evrópusambandið og vill ýmist telja lesendum trú um að fyrirbærið sé fyrirtæki, stjórnmálaflokkur eða ríki. Þar kemur hann einnig fram sem talsmaður félagsskapar sem kennir sig við hugtakið skynsemi. Í ljósi þess velti ég því fyrir mér hvar skynsemi í jafn ruglingslegum og kolröngum tilfinningaskrifum ráðherrans fyrrverandi liggi. Ég ber fulla virðingu fyrir skoðun Guðna en verð að setja spurningamerki við rangar upplýsingar hans sem eru beinlínis afvegaleiðandi fyrir fólk sem les blaðið. Það er sorglegt að fyrrverandi ráðherra skuli koma sér fyrir í skotgröf, kasta reyksprengjum sínum og hvetja almenning á Íslandi til að mynda sér tvípóla stríðsskoðun á aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu. Það er löngu afþakkað af almenningi að ræða málin eins og Guðni gerir með löngu úreltum grýlusögum jafn mikið og það er óþarfi að ræða um sambandið sem eitthvert himnaríki. Nýjustu skoðanakannanir sýna að 2/3 hlutar þjóðarinnar vilja ljúka aðildarviðræðum. Í ljósi þess er umræða á plani Guðna Ágústssonar afþökkuð með öllu. Guðni kallar eftir því í greininni að fá að vita samningsmarkmið Íslands en talar í sömu grein um það að hann vilji ekki fá að greiða atkvæði um aðildarsamning. Hvaða áhugi er það hjá Guðna að fá að vita samningsmarkmið um samning sem hann vill ekki sjá né taka afstöðu til? Til upplýsingar fyrir Guðna þá verða samningsmarkmið Íslands öllum kunn þegar samningur liggur fyrir. Jafnvel skynsamur fyrrverandi ráðherra ætti að sjá að í diplómatískum samningaviðræðum yrði það talin miður góð samningatækni að opinbera samningsmarkmið sín áður en gengið er að samningaborði. Ég spyr því Guðna. Hvaða skynsemi (skynsemi.is) er það að vilja loka á þann rétt þjóðarinnar að fá að taka afstöðu til aðildarsamnings að ESB? Er skynsemin fólgin í gömlum forsjárhyggjudraumum gamalla ráðherra? Er það skilgreind skynsemi að draga aðildarviðræður til baka þegar búið er að eyða miklu púðri og mikilli vinnu á undanförnum misserum (bæði af hendi Íslands og ESB) í að vinna sig að samningi fyrir þjóðina til að taka afstöðu um? Fyrir gagnrýnu víðsýnu fólki er aðeins skynsemi fólgin í því að klára lýðræðislega samþykkta aðildarumsókn til enda og koma þannig fram við aðrar þjóðir líkt og við viljum láta koma fram við okkur. Við stöndum vel á Íslandi í dag. Komið hefur verið upp hlutlausum upplýsingagáttum um aðildarumsóknina sem vert er að hvetja fólk til að kynna sér með opnum hug. Þegar samningaviðræður hefjast um mikilvæga kafla er mikilvægt að sýna þroska í umræðunni og halda öfgaskoðunum fyrir utan hana. Það eina sem mér finnst að allir ættu að sameinast um er að virða það svigrúm sem hver og einn kjósandi í landinu verður að fá til að mynda sína sjálfstæðu og upplýstu skoðun á þessu mikilvæga framtíðarmáli. Málefnið er ekki einfalt. Í því samhengi er nauðsynlegt að útiloka hamhleypur á borð við Guðna og leggjast fremur undir fávísisfeld að fyrirmynd John Rawls þar sem eftir stendur ákvörðun sem byggist á því sem best er fyrir mannlegt íslenskt samfélag en ekki „tilbúnum“ hagsmunum sem standa manni misnærri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Íslands, skrifaði grein í Fréttablaðið þann 17. september sl. Þar talar Guðni um Evrópusambandið og vill ýmist telja lesendum trú um að fyrirbærið sé fyrirtæki, stjórnmálaflokkur eða ríki. Þar kemur hann einnig fram sem talsmaður félagsskapar sem kennir sig við hugtakið skynsemi. Í ljósi þess velti ég því fyrir mér hvar skynsemi í jafn ruglingslegum og kolröngum tilfinningaskrifum ráðherrans fyrrverandi liggi. Ég ber fulla virðingu fyrir skoðun Guðna en verð að setja spurningamerki við rangar upplýsingar hans sem eru beinlínis afvegaleiðandi fyrir fólk sem les blaðið. Það er sorglegt að fyrrverandi ráðherra skuli koma sér fyrir í skotgröf, kasta reyksprengjum sínum og hvetja almenning á Íslandi til að mynda sér tvípóla stríðsskoðun á aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu. Það er löngu afþakkað af almenningi að ræða málin eins og Guðni gerir með löngu úreltum grýlusögum jafn mikið og það er óþarfi að ræða um sambandið sem eitthvert himnaríki. Nýjustu skoðanakannanir sýna að 2/3 hlutar þjóðarinnar vilja ljúka aðildarviðræðum. Í ljósi þess er umræða á plani Guðna Ágústssonar afþökkuð með öllu. Guðni kallar eftir því í greininni að fá að vita samningsmarkmið Íslands en talar í sömu grein um það að hann vilji ekki fá að greiða atkvæði um aðildarsamning. Hvaða áhugi er það hjá Guðna að fá að vita samningsmarkmið um samning sem hann vill ekki sjá né taka afstöðu til? Til upplýsingar fyrir Guðna þá verða samningsmarkmið Íslands öllum kunn þegar samningur liggur fyrir. Jafnvel skynsamur fyrrverandi ráðherra ætti að sjá að í diplómatískum samningaviðræðum yrði það talin miður góð samningatækni að opinbera samningsmarkmið sín áður en gengið er að samningaborði. Ég spyr því Guðna. Hvaða skynsemi (skynsemi.is) er það að vilja loka á þann rétt þjóðarinnar að fá að taka afstöðu til aðildarsamnings að ESB? Er skynsemin fólgin í gömlum forsjárhyggjudraumum gamalla ráðherra? Er það skilgreind skynsemi að draga aðildarviðræður til baka þegar búið er að eyða miklu púðri og mikilli vinnu á undanförnum misserum (bæði af hendi Íslands og ESB) í að vinna sig að samningi fyrir þjóðina til að taka afstöðu um? Fyrir gagnrýnu víðsýnu fólki er aðeins skynsemi fólgin í því að klára lýðræðislega samþykkta aðildarumsókn til enda og koma þannig fram við aðrar þjóðir líkt og við viljum láta koma fram við okkur. Við stöndum vel á Íslandi í dag. Komið hefur verið upp hlutlausum upplýsingagáttum um aðildarumsóknina sem vert er að hvetja fólk til að kynna sér með opnum hug. Þegar samningaviðræður hefjast um mikilvæga kafla er mikilvægt að sýna þroska í umræðunni og halda öfgaskoðunum fyrir utan hana. Það eina sem mér finnst að allir ættu að sameinast um er að virða það svigrúm sem hver og einn kjósandi í landinu verður að fá til að mynda sína sjálfstæðu og upplýstu skoðun á þessu mikilvæga framtíðarmáli. Málefnið er ekki einfalt. Í því samhengi er nauðsynlegt að útiloka hamhleypur á borð við Guðna og leggjast fremur undir fávísisfeld að fyrirmynd John Rawls þar sem eftir stendur ákvörðun sem byggist á því sem best er fyrir mannlegt íslenskt samfélag en ekki „tilbúnum“ hagsmunum sem standa manni misnærri.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun