Noregur og Ísland vinna saman á norðurslóðum 29. september 2011 06:00 Ísland og Noregur eru sannar vinaþjóðir, norðurskautsríki með sameiginlega sögu og menningu. Löng hefð er fyrir samstarfi ríkjanna tveggja, á vettvangi norrænnar og evrópskrar samvinnu og meðal Atlantshafsríkja. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta þegar kemur að þróun mála á norðurslóðum – okkar heimaslóð. Það verður meginefnið á fundi okkar á Akureyri í dag. Áhugi heimsins á norðurslóðum hefur stóraukist á síðustu árum. Í lok kalda stríðsins dró mjög úr hernaðarlegu mikilvægi svæðisins fyrir stórveldin og norðurslóðum var ýtt til hliðar í heimsumræðunni. Síðustu ár hafa orðið róttækar breytingar á því og ástæðurnar eru margar og ólíkar. Loftslagsbreytingar eru ein þeirra. Á norðurslóðum eru þær augljósar og afleiðingarnar gætu orðið miklar. Þess vegna er þekking á norðurheimskautinu lykill að því að skilja þessar breytingar. Á sama tíma skapa loftslagsbreytingarnar ný tækifæri: svo sem bætt aðgengi að auðlindum og nýjar siglingaleiðir. Sterkara NorðurskautsráðSamstarfið á norðurslóðum fer fram innan fjölda stofnana sem saman mynda öflugt net: Norðurskautsráðsins, þar sem norðurskautsríkin átta vinna saman, Barentsráðsins, Eystrasaltsráðsins, innan norðlægu víddar Evrópusambandsins sem Noregur, Ísland og Rússland taka þátt í, og í norrænni samvinnu. Starf Norðurskautsráðsins hefur eflst mikið á síðustu árum. Noregur og Ísland hafa unnið sameiginlega að því þróa og styrkja ráðið enn frekar sem aðalvettvang fyrir samstarf á norðurslóðum. Á ráðherrafundinum í Nuuk í maí voru teknar stefnumarkandi ákvarðanir sem munu styrkja ráðið: við undirrituðum lagalega bindandi samkomulag um leit og björgun í norðurhöfum, sammæltumst um að vinna að samkomulagi um viðbrögð við olíuvá. Þetta skiptir sköpum um að auka öryggi þeirra sem fara um norðurslóðir, mæta þeirri umhverfisvá sem aukin efnahagsumsvif kunna að hafa í för með sér. Þá náðist samkomulag um stofnun fastaskrifstofu Norðurskautráðsins í Tromsö. Um árabil stóð það Norðurskautsráðinu fyrir þrifum hversu fáir þekktu til starfsins. Nú má segja að þessu sé öfugt farið og að ráðið þurfi nú að mæta stórauknum áhuga utan frá s.s. frá Kína, Japan, S-Kóreu, Ítalíu og Evrópusambandinu. Það sem gerist á norðurslóðum vekur áhuga víða. Þessi utanaðkomandi áhugi á norðurheimskautssvæðinu er eðlilegur og jákvæður. Allnokkur lönd utan norðurslóða hafa óskað eftir áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. Nokkur aðildarríkjanna hafa haft ákveðnar efasemdir um slíkt en nú hafa þau náð samkomulagi um viðmiðunarreglur fyrir nýja umsækjendur, sem er ánægjulegt. Við teljum að aukinn áhugi á ráðinu sé af hinu góða og til marks um aukið vægi þess. Mörg viðfangefni á norðurslóðum eiga sér rætur eða krefjast lausna sem ná út fyrir mörk svæðisins. Við viljum að Norðurskautsráðið verði áfram leiðandi vettvangur umræðu um norðurslóðir en mengun á svæðinu á sér oft rætur í öðrum heimshlutum og þess vegna verðum við að vinna með fleiri ríkjum til að leysa vandann. Prófessorsstaða á AkureyriGott samstarf er á milli Noregs og Íslands um fjölmörg mál er snerta sameiginlega hagsmuni okkar á norðurslóðum. Tengslin liggja víða og á margvíslegum sviðum – á milli fagstofnana og innan fræðasamfélagsins. Í framhaldi af þeim mikilvægu ákvörðunum sem teknar voru í Nuuk höfum við einnig rætt möguleikana á því að styrkja samstarf landanna tveggja. Við viljum efla rannsóknir á sviði norðurslóðafræða enn frekar. Í dag munum við undirrita samkomulag til þriggja ára sem stuðlar að því að íslenskir og norskir vísindamenn og nemendur geti í enn meiri mæli deilt þekkingu á sameiginlegum hugðarefnum sem skipta máli fyrir framtíðarþróun á norðurslóðum. Einn þáttur samkomulagsins felur í sér að komið verður á fót sameiginlegri gistiprófessorsstöðu í norðurslóðafræðum við Háskólann á Akureyri, sem nefnd verður eftir Friðþjófi Nansen – einum mesta heimskautakönnuði Norðmanna, fræðimanni og mannvini en í ár eru 150 ár liðin frá fæðingu hans. Með því að standa saman að því að auka skilning á þeim breytingum sem nú eiga sér stað og afleiðingum erum við betur í stakk búin til að mæta áskorunum og nýjum tækifærum á okkar heimaslóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Ísland og Noregur eru sannar vinaþjóðir, norðurskautsríki með sameiginlega sögu og menningu. Löng hefð er fyrir samstarfi ríkjanna tveggja, á vettvangi norrænnar og evrópskrar samvinnu og meðal Atlantshafsríkja. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta þegar kemur að þróun mála á norðurslóðum – okkar heimaslóð. Það verður meginefnið á fundi okkar á Akureyri í dag. Áhugi heimsins á norðurslóðum hefur stóraukist á síðustu árum. Í lok kalda stríðsins dró mjög úr hernaðarlegu mikilvægi svæðisins fyrir stórveldin og norðurslóðum var ýtt til hliðar í heimsumræðunni. Síðustu ár hafa orðið róttækar breytingar á því og ástæðurnar eru margar og ólíkar. Loftslagsbreytingar eru ein þeirra. Á norðurslóðum eru þær augljósar og afleiðingarnar gætu orðið miklar. Þess vegna er þekking á norðurheimskautinu lykill að því að skilja þessar breytingar. Á sama tíma skapa loftslagsbreytingarnar ný tækifæri: svo sem bætt aðgengi að auðlindum og nýjar siglingaleiðir. Sterkara NorðurskautsráðSamstarfið á norðurslóðum fer fram innan fjölda stofnana sem saman mynda öflugt net: Norðurskautsráðsins, þar sem norðurskautsríkin átta vinna saman, Barentsráðsins, Eystrasaltsráðsins, innan norðlægu víddar Evrópusambandsins sem Noregur, Ísland og Rússland taka þátt í, og í norrænni samvinnu. Starf Norðurskautsráðsins hefur eflst mikið á síðustu árum. Noregur og Ísland hafa unnið sameiginlega að því þróa og styrkja ráðið enn frekar sem aðalvettvang fyrir samstarf á norðurslóðum. Á ráðherrafundinum í Nuuk í maí voru teknar stefnumarkandi ákvarðanir sem munu styrkja ráðið: við undirrituðum lagalega bindandi samkomulag um leit og björgun í norðurhöfum, sammæltumst um að vinna að samkomulagi um viðbrögð við olíuvá. Þetta skiptir sköpum um að auka öryggi þeirra sem fara um norðurslóðir, mæta þeirri umhverfisvá sem aukin efnahagsumsvif kunna að hafa í för með sér. Þá náðist samkomulag um stofnun fastaskrifstofu Norðurskautráðsins í Tromsö. Um árabil stóð það Norðurskautsráðinu fyrir þrifum hversu fáir þekktu til starfsins. Nú má segja að þessu sé öfugt farið og að ráðið þurfi nú að mæta stórauknum áhuga utan frá s.s. frá Kína, Japan, S-Kóreu, Ítalíu og Evrópusambandinu. Það sem gerist á norðurslóðum vekur áhuga víða. Þessi utanaðkomandi áhugi á norðurheimskautssvæðinu er eðlilegur og jákvæður. Allnokkur lönd utan norðurslóða hafa óskað eftir áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. Nokkur aðildarríkjanna hafa haft ákveðnar efasemdir um slíkt en nú hafa þau náð samkomulagi um viðmiðunarreglur fyrir nýja umsækjendur, sem er ánægjulegt. Við teljum að aukinn áhugi á ráðinu sé af hinu góða og til marks um aukið vægi þess. Mörg viðfangefni á norðurslóðum eiga sér rætur eða krefjast lausna sem ná út fyrir mörk svæðisins. Við viljum að Norðurskautsráðið verði áfram leiðandi vettvangur umræðu um norðurslóðir en mengun á svæðinu á sér oft rætur í öðrum heimshlutum og þess vegna verðum við að vinna með fleiri ríkjum til að leysa vandann. Prófessorsstaða á AkureyriGott samstarf er á milli Noregs og Íslands um fjölmörg mál er snerta sameiginlega hagsmuni okkar á norðurslóðum. Tengslin liggja víða og á margvíslegum sviðum – á milli fagstofnana og innan fræðasamfélagsins. Í framhaldi af þeim mikilvægu ákvörðunum sem teknar voru í Nuuk höfum við einnig rætt möguleikana á því að styrkja samstarf landanna tveggja. Við viljum efla rannsóknir á sviði norðurslóðafræða enn frekar. Í dag munum við undirrita samkomulag til þriggja ára sem stuðlar að því að íslenskir og norskir vísindamenn og nemendur geti í enn meiri mæli deilt þekkingu á sameiginlegum hugðarefnum sem skipta máli fyrir framtíðarþróun á norðurslóðum. Einn þáttur samkomulagsins felur í sér að komið verður á fót sameiginlegri gistiprófessorsstöðu í norðurslóðafræðum við Háskólann á Akureyri, sem nefnd verður eftir Friðþjófi Nansen – einum mesta heimskautakönnuði Norðmanna, fræðimanni og mannvini en í ár eru 150 ár liðin frá fæðingu hans. Með því að standa saman að því að auka skilning á þeim breytingum sem nú eiga sér stað og afleiðingum erum við betur í stakk búin til að mæta áskorunum og nýjum tækifærum á okkar heimaslóð.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun