Hollenskur furðufugl til landsins 29. september 2011 17:00 Ógeðfelld Kvikmyndin The Human Centipede 2 var bönnuð í Bretlandi og þar með fékk leikstjórinn Tom Six sínar fimmtán mínútur af frægð. „Ég hvet engan til að sjá þessa mynd, í fullri alvöru. Hostel-myndirnar eru bara léttvæg upphitun við hliðina á þessari,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Græna ljósinu. Hryllingsmyndin The Human Centipede 2 verður frumsýnd hér á landi 11. nóvember. Hinn 10. nóvember gefst áhorfendum hins vegar kostur á að hitta hollenskan leikstjóra myndarinnar, Tom Six, og systur hans, Illonu Six, og spyrja þau spjörunum úr. Þau systkini eiga að vera afar viðkunnanleg þótt kvikmyndagerð þeirra orki að margra mati tvímælis. „Við erum búnir að kaupa farseðilinn og panta gistingu,“ segir Ísleifur, sem bætir því við að myndin verði að öllum líkindum bönnuð innan tvítugs og sérstakur vörður verði við kvikmyndasalinn til passa upp á að enginn undir aldri komist inn. „Hún verður sýnd í mjög takmarkaðan tíma.“ Myndin fékk sínar fimmtán mínútur af frægð þegar breska kvikmyndaeftirlitið ákvað að banna hana fyrir skemmstu. Eftirlitið taldi að myndin gerði enga tilraun til að sýna fórnarlömbin á annan hátt en hluta sem aðalpersónan misnotar miskunnarlaust og aflimar sér til skemmtunar. Þær meiðingar eiga síðan að vera hugsaðar sem einhvers konar skemmtiefni fyrir áhorfendur. Að mati eftirlitsins sé því hætta á að kvikmyndin geti valdið raunverulegum skaða. Ákvörðunin vakti mikla athygli en breska blaðið Guardian telur þó að eftirlitið hafi sparað mörgum ómakið og nokkur pund; The Human Centipede 2 sé nefnilega óttalegt rusl þrátt fyrir allt umtalið.- fgg Lífið Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
„Ég hvet engan til að sjá þessa mynd, í fullri alvöru. Hostel-myndirnar eru bara léttvæg upphitun við hliðina á þessari,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Græna ljósinu. Hryllingsmyndin The Human Centipede 2 verður frumsýnd hér á landi 11. nóvember. Hinn 10. nóvember gefst áhorfendum hins vegar kostur á að hitta hollenskan leikstjóra myndarinnar, Tom Six, og systur hans, Illonu Six, og spyrja þau spjörunum úr. Þau systkini eiga að vera afar viðkunnanleg þótt kvikmyndagerð þeirra orki að margra mati tvímælis. „Við erum búnir að kaupa farseðilinn og panta gistingu,“ segir Ísleifur, sem bætir því við að myndin verði að öllum líkindum bönnuð innan tvítugs og sérstakur vörður verði við kvikmyndasalinn til passa upp á að enginn undir aldri komist inn. „Hún verður sýnd í mjög takmarkaðan tíma.“ Myndin fékk sínar fimmtán mínútur af frægð þegar breska kvikmyndaeftirlitið ákvað að banna hana fyrir skemmstu. Eftirlitið taldi að myndin gerði enga tilraun til að sýna fórnarlömbin á annan hátt en hluta sem aðalpersónan misnotar miskunnarlaust og aflimar sér til skemmtunar. Þær meiðingar eiga síðan að vera hugsaðar sem einhvers konar skemmtiefni fyrir áhorfendur. Að mati eftirlitsins sé því hætta á að kvikmyndin geti valdið raunverulegum skaða. Ákvörðunin vakti mikla athygli en breska blaðið Guardian telur þó að eftirlitið hafi sparað mörgum ómakið og nokkur pund; The Human Centipede 2 sé nefnilega óttalegt rusl þrátt fyrir allt umtalið.- fgg
Lífið Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira