Lífið

Spila fyrir unglinga

á drullumalli Fjöldi unglinga mætti á tónleikaröðina Drullumall sem hóf göngu sína í skúr við Austurbæjarskóla.fréttablaðið/valli
á drullumalli Fjöldi unglinga mætti á tónleikaröðina Drullumall sem hóf göngu sína í skúr við Austurbæjarskóla.fréttablaðið/valli
Tónleikaröðin Drullumall hóf göngu sína á miðvikudagskvöld í skúr við Austurbæjarskóla. Verkefnið er ætlað fyrir unglinga í 8. til 10. bekk og eru það félagsmiðstöðvar Kamps í miðborg Reykjavíkur og Hlíðum sem hrintu því af stað í von um að efla grasrótina í íslensku tónlistarlífi.

Hljómsveitirnar Gang Related og Ofvitarnir spiluðu á fyrsta kvöldinu en engin grunnskólasveit er hluti af verkefninu. „Kveikjan að verkefninu var að það vantar alveg þær hljómsveitir. Ég var búin að senda póst um alla Reykjavík og fékk engin svör frá unglingaböndum sem vildu spila og mér finnst það áhyggjuefni,“ segir Andrea Marel, verkefnastjóri félagsmiðstöðvarinnar 105 í Háteigsskóla. „Við viljum breyta því og kveikja hjá þeim áhuga til að stofna hljómsveitir og spila.“

Allar hljómsveitir sem taka þátt í tónleikaröðinni gefa vinnu sína. Auk Gang Related og Ofvitanna hafa hljómsveitirnar Benn Hemm Hemm, Prinspóló og Reykjavík boðað komu sína. Tónleikarnir verða haldnir síðasta miðvikudag hvers mánaðar í félagsmiðstöðvum Kamps. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.