Er uppgjöf í störfum Jafnréttisráðs? 30. september 2011 06:00 Eitt af megin verkefnum Jafnréttisráðs er að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og samþætta atvinnu- og fjölskyldulíf. Allt frá 1992 hefur ráðið staðið að því að veita árlega sérstaka viðurkenningu fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum, félagasamtökum eða einstaklingum sem lagt hafa sitt af mörkum til að jafna stöðu kynjanna. En nú hefur Jafnréttisráð brugðið á það ráð að afhenda viðurkenninguna aðeins annað hvert ár. Ráðið samþykkti að þetta nýja fyrirkomulag á fundi sínum 7. sept. sl. En hver er ástæðan? Getur það verið mat núverandi ráðherra jafnréttismála að staða jafnréttis sé með þeim hætti að það teljist þarflaust að afhenda viðurkenninguna árlega? Er ekki lengur þörf á hvatningu og góðum fyrirmyndum? Því þá ekki að afnema með öllu þessa viðurkenningu? Ef ráðsmenn upplifa lítinn áhuga er það lítill metnaður að detta ekkert annað í hug en að leggja niður þessa góðu hefð sem hefur fest sig í sessi. Það hefði frekar átt að gefa í og leggja meira upp úr því að kynna störf ráðsins og hugmyndafræðina að baki viðurkenningunni. Í fyrra var ég við afhendingu viðurkenningarinnar en þá sagði formaður Jafnréttisráðs, Þórhildur Þorleifsdóttir, eitthvað í þá veruna að afhendingin væri þungamiðjan í starfi ráðsins og eitt af mikilvægustu störfum þess. Ég tek heilshugar undir það mat hennar að jafnréttisviðurkenning er jákvæð áminning út í samfélagið en hefði mátt fá meiri umfjöllun í fjölmiðlum. En að ákveða nú að breyta áratuga langri hefð finnst mér verulega rangt. Ætlar Jafnréttisráð í framhaldi af nýjum verklagsreglum að draga saman seglin í starfi sínu ef þungamiðjan er ekki lengur til staðar nema annað hvert ár? Ég hefði viljað sjá ráðherra, formann ráðsins og aðra í ráðinu nýta stöðu sína til þess að kynna mikilvægi þess að efla jafnrétti kynjanna á öllum sviðum, vekja almenning til vitundar um stöðu jafnréttismál og þá ábyrgð sem hvert og eitt okkar hefur þegar kemur að því að standa vörð um lögboðið jafnrétti kynjanna. Nú þegar þjóðfélagið er að vinna sig út úr efnahagshruni sem snertir öll svið samfélagsins þarf enn betur að vera á varðbergi og vekja athygli á því sem vel er gert. Jafnréttisviðurkenningin á að gefa gott tækifæri til umræðu um jafnréttismál en á síðustu misserum hefur að mínu mati lítið farið fyrir jafnréttisumræðu, ef undan er skilin sú athygli sem herferð VR hefur fengið. Finnst núverandi stjórnvöldum, sem telja sig sérstaka talsmenn jafnréttis, að hér sé allt í himnalagi í jafnréttismálum? Nægir þeim að sjá alþjóðlega samanburðarmælingu sem sýnir að Ísland standi vel þegar horft er til stakra mælanlegra þátta sem snúa aðallega að stjórnkerfinu? Mér finnst því miður störf Jafnréttisráðs hulin almenningi enda litlar sem engar upplýsingar um störf þess á heimasíðunni jafnretti.is. Það er því raunar í anda daufrar jafnréttisumræðu dagsins í dag að taka nú upp þann sið að afhenda viðurkenninguna aðeins annað hvert ár – en það er uppgjöf að mínu mati. Ég hefði frekar viljað sjá ráðið bretta upp ermar, ná eyrum landsmanna og alls ekki gefa eftir og hopa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Eitt af megin verkefnum Jafnréttisráðs er að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og samþætta atvinnu- og fjölskyldulíf. Allt frá 1992 hefur ráðið staðið að því að veita árlega sérstaka viðurkenningu fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum, félagasamtökum eða einstaklingum sem lagt hafa sitt af mörkum til að jafna stöðu kynjanna. En nú hefur Jafnréttisráð brugðið á það ráð að afhenda viðurkenninguna aðeins annað hvert ár. Ráðið samþykkti að þetta nýja fyrirkomulag á fundi sínum 7. sept. sl. En hver er ástæðan? Getur það verið mat núverandi ráðherra jafnréttismála að staða jafnréttis sé með þeim hætti að það teljist þarflaust að afhenda viðurkenninguna árlega? Er ekki lengur þörf á hvatningu og góðum fyrirmyndum? Því þá ekki að afnema með öllu þessa viðurkenningu? Ef ráðsmenn upplifa lítinn áhuga er það lítill metnaður að detta ekkert annað í hug en að leggja niður þessa góðu hefð sem hefur fest sig í sessi. Það hefði frekar átt að gefa í og leggja meira upp úr því að kynna störf ráðsins og hugmyndafræðina að baki viðurkenningunni. Í fyrra var ég við afhendingu viðurkenningarinnar en þá sagði formaður Jafnréttisráðs, Þórhildur Þorleifsdóttir, eitthvað í þá veruna að afhendingin væri þungamiðjan í starfi ráðsins og eitt af mikilvægustu störfum þess. Ég tek heilshugar undir það mat hennar að jafnréttisviðurkenning er jákvæð áminning út í samfélagið en hefði mátt fá meiri umfjöllun í fjölmiðlum. En að ákveða nú að breyta áratuga langri hefð finnst mér verulega rangt. Ætlar Jafnréttisráð í framhaldi af nýjum verklagsreglum að draga saman seglin í starfi sínu ef þungamiðjan er ekki lengur til staðar nema annað hvert ár? Ég hefði viljað sjá ráðherra, formann ráðsins og aðra í ráðinu nýta stöðu sína til þess að kynna mikilvægi þess að efla jafnrétti kynjanna á öllum sviðum, vekja almenning til vitundar um stöðu jafnréttismál og þá ábyrgð sem hvert og eitt okkar hefur þegar kemur að því að standa vörð um lögboðið jafnrétti kynjanna. Nú þegar þjóðfélagið er að vinna sig út úr efnahagshruni sem snertir öll svið samfélagsins þarf enn betur að vera á varðbergi og vekja athygli á því sem vel er gert. Jafnréttisviðurkenningin á að gefa gott tækifæri til umræðu um jafnréttismál en á síðustu misserum hefur að mínu mati lítið farið fyrir jafnréttisumræðu, ef undan er skilin sú athygli sem herferð VR hefur fengið. Finnst núverandi stjórnvöldum, sem telja sig sérstaka talsmenn jafnréttis, að hér sé allt í himnalagi í jafnréttismálum? Nægir þeim að sjá alþjóðlega samanburðarmælingu sem sýnir að Ísland standi vel þegar horft er til stakra mælanlegra þátta sem snúa aðallega að stjórnkerfinu? Mér finnst því miður störf Jafnréttisráðs hulin almenningi enda litlar sem engar upplýsingar um störf þess á heimasíðunni jafnretti.is. Það er því raunar í anda daufrar jafnréttisumræðu dagsins í dag að taka nú upp þann sið að afhenda viðurkenninguna aðeins annað hvert ár – en það er uppgjöf að mínu mati. Ég hefði frekar viljað sjá ráðið bretta upp ermar, ná eyrum landsmanna og alls ekki gefa eftir og hopa.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun