Dagbækur Tryggva studdu ákvörðunina 8. október 2011 04:15 Auk Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og Ragnhildar Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra sátu blaðamannafundinn Valgerður María Sigurðardóttir (lengst t.v.) sem starfar með hinum nýja starfshópi, Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og lögreglumaður, sem er formaður hópsins, Haraldur Steinþórsson lögfræðingur og dr. Jón Friðrik Sigurðsson yfirsálfræðingur á Landspítala, sem báðir eiga sæti í starfshópnum.Frettabladid/Stefán Þau sjónarmið hafa ítrekað komið fram að margt hafi farið svo alvarlega úrskeiðis við rannsókn svonefnds Guðmundar- og Geirfinnsmáls að það varði almannahag að rannsókn fari fram á sjálfri rannsókninni. Þetta sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á blaðamannafundi í gær, þar sem hann kynnti þá ákvörðun sína að skipa starfshóp til að fara yfir þetta umfangsmikla sakamál sem lifað hefur með þjóðinni í á fjórða tug ára. Ráðherra greindi frá því að í vikunni hefði hann fengið í hendur 1.190 undirskriftir þar sem krafist væri rannsóknar og endurupptöku málsins. „Til marks um það hve umdeilt málið er má benda á að aðeins frá því að ég tilkynnti áform mín [um að koma hreyfingu á málið] í byrjun þessarar viku hefur komið fram fjöldi ólíkra tillagna um hvernig standa mætti að málum,“ sagði ráðherra. Hann benti enn fremur á að endurupptaka málsins fyrir dómstólum hafi verið reynd án árangurs árið 1997. „Með tilkomu dagbóka eins sakborninga í málinu hefur nú komið ný sýn á málið og réttarsálfræðingur í fremstu röð á heimsvísu, Gísli Guðjónsson, hefur lýst því yfir að efni þeirra sé þannig að tilefni sé til að rannsaka málið á ný. Þau orð renna enn frekari stoðum undir þá ákvörðun mína að láta málið ekki kyrrt liggja,“ sagði Ögmundur enn fremur og vísaði þar til fréttaskýringaþáttar Helgu Arnardóttur, fréttamanns á Stöð 2, sem nýverið kom með þessar nýju umræddu upplýsingar í málinu fram í dagsljósið. Ráðherra sagði enn fremur að þó að ný samþykkt lög um rannsóknarnefndir Alþingis væru mikilvæg réttarbót teldi hann að gjalda bæri varhug við að færa rannsókn sakamáls, sem þegar hefði verið dæmt í Hæstarétti Íslands, inn á vettvang Alþingis án þess að málið væri sérstaklega reifað og undirbúið þannig að að öll rök lægju fyrir slíkri málsmeðferð. Starfshópurinn skal skila áfangaskýrslu fyrir lok apríl á næsta ári. Ráðherra sagði að í þeirri skýrslu myndi koma fram hvort og þá til hvaða ráðstafana þurfi að grípa varðandi framhald málsins.jss@frettabladid.is Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Þau sjónarmið hafa ítrekað komið fram að margt hafi farið svo alvarlega úrskeiðis við rannsókn svonefnds Guðmundar- og Geirfinnsmáls að það varði almannahag að rannsókn fari fram á sjálfri rannsókninni. Þetta sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á blaðamannafundi í gær, þar sem hann kynnti þá ákvörðun sína að skipa starfshóp til að fara yfir þetta umfangsmikla sakamál sem lifað hefur með þjóðinni í á fjórða tug ára. Ráðherra greindi frá því að í vikunni hefði hann fengið í hendur 1.190 undirskriftir þar sem krafist væri rannsóknar og endurupptöku málsins. „Til marks um það hve umdeilt málið er má benda á að aðeins frá því að ég tilkynnti áform mín [um að koma hreyfingu á málið] í byrjun þessarar viku hefur komið fram fjöldi ólíkra tillagna um hvernig standa mætti að málum,“ sagði ráðherra. Hann benti enn fremur á að endurupptaka málsins fyrir dómstólum hafi verið reynd án árangurs árið 1997. „Með tilkomu dagbóka eins sakborninga í málinu hefur nú komið ný sýn á málið og réttarsálfræðingur í fremstu röð á heimsvísu, Gísli Guðjónsson, hefur lýst því yfir að efni þeirra sé þannig að tilefni sé til að rannsaka málið á ný. Þau orð renna enn frekari stoðum undir þá ákvörðun mína að láta málið ekki kyrrt liggja,“ sagði Ögmundur enn fremur og vísaði þar til fréttaskýringaþáttar Helgu Arnardóttur, fréttamanns á Stöð 2, sem nýverið kom með þessar nýju umræddu upplýsingar í málinu fram í dagsljósið. Ráðherra sagði enn fremur að þó að ný samþykkt lög um rannsóknarnefndir Alþingis væru mikilvæg réttarbót teldi hann að gjalda bæri varhug við að færa rannsókn sakamáls, sem þegar hefði verið dæmt í Hæstarétti Íslands, inn á vettvang Alþingis án þess að málið væri sérstaklega reifað og undirbúið þannig að að öll rök lægju fyrir slíkri málsmeðferð. Starfshópurinn skal skila áfangaskýrslu fyrir lok apríl á næsta ári. Ráðherra sagði að í þeirri skýrslu myndi koma fram hvort og þá til hvaða ráðstafana þurfi að grípa varðandi framhald málsins.jss@frettabladid.is
Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira