Boða breytingar á evrusvæði 10. október 2011 03:00 Sarkozy og Merkel segja að nánar verði gert grein fyrir samkomulagi um endurfjármögnun bankakerfis evrusvæðisins í lok mánaðarins.nordicphotos/afp Angela Merkel og Nicolas Sarkozy, leiðtogar Þýskalands og Frakklands, munu mæla fyrir „mikilvægum breytingum“ á stjórnun evrusvæðisins. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi Merkel og Sarkozy eftir fund þeirra um skuldavanda evruríkjanna í Berlín í gær. Leiðtogarnir sögðust einnig hafa náð samkomulagi um endurfjármögnun bankakerfis evrusvæðisins, sem fæli í sér alþjóðlega lausn, en jafnframt að samkomulagið yrði ekki kynnt nánar fyrr en í lok október. Hingað til hafa Frakkar viljað nota neyðarsjóð evruríkjanna til að endurfjármagna franska banka. Þjóðverjar hafa hins vegar einungis viljað nota sjóðinn í algjörri neyð, en talið er að hundrað til tvö hundruð milljarða evra þurfi til að endurfjármagna evrópska banka. Aukin samþætting evru-svæðisins er mikilvæg að sögn Sarkozy. Merkel segir eitt helsta markmiðið að koma á nánara og meira skuldbindandi samstarfi meðal ríkja á evru-svæðinu svo hægt sé að komast hjá umframeyðslu. Nauðsynlegt sé að lausn finnist á þeim vandamálum sem steðja að Evrópu fyrir fund helstu leiðtoga Evrópu í Brussel síðar í mánuðinum. Einnig er talið að leiðtogarnir hafi rætt skuldavanda Grikklands og málefni fransk-belgíska bankans Dexia á fundi sínum. Fyrr um daginn höfðu stjórnvöld í Belgíu, Frakklandi og Lúxemborg tilkynnt að samkomulag hefði náðst um að skipta bankanum upp, en hann er fyrsta fórnarlamb skuldakreppunnar á evrusvæðinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra ríkjanna kom fram að samkomulagið yrði lagt fyrir stjórn Dexia til samþykktar, en stjórn bankans átti að funda seint í gær. kjartan@frettabladid.is Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Angela Merkel og Nicolas Sarkozy, leiðtogar Þýskalands og Frakklands, munu mæla fyrir „mikilvægum breytingum“ á stjórnun evrusvæðisins. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi Merkel og Sarkozy eftir fund þeirra um skuldavanda evruríkjanna í Berlín í gær. Leiðtogarnir sögðust einnig hafa náð samkomulagi um endurfjármögnun bankakerfis evrusvæðisins, sem fæli í sér alþjóðlega lausn, en jafnframt að samkomulagið yrði ekki kynnt nánar fyrr en í lok október. Hingað til hafa Frakkar viljað nota neyðarsjóð evruríkjanna til að endurfjármagna franska banka. Þjóðverjar hafa hins vegar einungis viljað nota sjóðinn í algjörri neyð, en talið er að hundrað til tvö hundruð milljarða evra þurfi til að endurfjármagna evrópska banka. Aukin samþætting evru-svæðisins er mikilvæg að sögn Sarkozy. Merkel segir eitt helsta markmiðið að koma á nánara og meira skuldbindandi samstarfi meðal ríkja á evru-svæðinu svo hægt sé að komast hjá umframeyðslu. Nauðsynlegt sé að lausn finnist á þeim vandamálum sem steðja að Evrópu fyrir fund helstu leiðtoga Evrópu í Brussel síðar í mánuðinum. Einnig er talið að leiðtogarnir hafi rætt skuldavanda Grikklands og málefni fransk-belgíska bankans Dexia á fundi sínum. Fyrr um daginn höfðu stjórnvöld í Belgíu, Frakklandi og Lúxemborg tilkynnt að samkomulag hefði náðst um að skipta bankanum upp, en hann er fyrsta fórnarlamb skuldakreppunnar á evrusvæðinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra ríkjanna kom fram að samkomulagið yrði lagt fyrir stjórn Dexia til samþykktar, en stjórn bankans átti að funda seint í gær. kjartan@frettabladid.is
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira