Einvígi krónprinsins og kóngsins í jólabókaflóðinu 11. október 2011 08:00 Óttar M. Norðfjörð og Arnaldur Indriðason gefa báðir út bækur fyrir jól um heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskís. „Þetta er alveg fáránlegt. Ég eiginlega trúði þessu ekki fyrst," segir rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð. Hann og metsöluhöfundurinn Arnaldur Indriðason gefa út hvor sína sakamálasöguna eftir þrjár vikur þar sem sögusviðið er heimsmeistaraeinvígið í skák á milli Bobby Fischer og Boris Spasskí í Laugardalshöll 1972. Óttar, sem hefur verið kallaður krónprins íslenskra glæpasagna, frétti af bók Arnaldar þegar vinur hans benti honum á viðtal við „konung íslensku spennusögunnar" í Morgunblaðinu fyrir skömmu. „Hefði hann gefið út sína bók fyrir einu ári hefði ég hætt við mína bók," segir Óttar, sem hafði gengið lengi með hugmyndina að sinni bók í kollinum. Bók Arnaldar nefnist Einvígið á meðan bók Óttars heitir Lygarinn: Sönn saga. Þar með er ekki öll sagan sögð því Einvígið var eitt af nöfnunum sem komu til greina á bók Óttars. „Ég var með lista yfir tíu til fimmtán titla og Einvígið var á þeim lista. Ég vil ekki vera leiðinlegur við Arnald en mér fannst það vera of augljós titill á skákbók. En þetta er flottur titill." Fleiri líkindi eru með bókunum, því lögreglumenn eru aðalpersónurnar í þeim báðum. Hjá Arnaldi er það lærifaðir Erlends en hjá Óttari eru persónurnar tvær, lögreglumaður sem tengist einvíginu árið 1972 og dóttir hans sem í nútímanum rannsakar mál sem tengist sama einvígi. Óttar telur að fjarlægðin sem er komin á þetta mikla skákeinvígi hafi haft eitthvað að gera með að hann og Arnaldur ákváðu að skrifa um það sama. Einnig sú staðreynd að Fischer bjó hér á landi síðustu ár sín. Fischer var einnig alltaf „nálægur" í lífi Óttars því faðir hans, Sverrir Norðfjörð, sem lést fyrir þremur árum, afrekaði það að sigra Fischer í fjöltefli árið 1962. Mynd af þeirra einvígi hékk lengi uppi á vegg á heimili Óttars. „Bókin er virðingarvottur við pabba minn og þennan skák- Fischer-heim." En hvað finnst honum um samkeppnina við Arnald? „Að vera með bók sem er með sama efni og þessi sölumaskína okkar er svolítið klikkað. Þetta verða örugglega áhugaverðustu bókajól sem ég hef tekið þátt í," segir Óttar, sem veit ekki til þess að svona lagað hafi gerst áður í íslenskri bókmenntasögu, hvað þá á sama tíma. „Það er spurning hvort við Arnaldur tökum ekki skák? Ég skora á hann." freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fleiri fréttir Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Sjá meira
„Þetta er alveg fáránlegt. Ég eiginlega trúði þessu ekki fyrst," segir rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð. Hann og metsöluhöfundurinn Arnaldur Indriðason gefa út hvor sína sakamálasöguna eftir þrjár vikur þar sem sögusviðið er heimsmeistaraeinvígið í skák á milli Bobby Fischer og Boris Spasskí í Laugardalshöll 1972. Óttar, sem hefur verið kallaður krónprins íslenskra glæpasagna, frétti af bók Arnaldar þegar vinur hans benti honum á viðtal við „konung íslensku spennusögunnar" í Morgunblaðinu fyrir skömmu. „Hefði hann gefið út sína bók fyrir einu ári hefði ég hætt við mína bók," segir Óttar, sem hafði gengið lengi með hugmyndina að sinni bók í kollinum. Bók Arnaldar nefnist Einvígið á meðan bók Óttars heitir Lygarinn: Sönn saga. Þar með er ekki öll sagan sögð því Einvígið var eitt af nöfnunum sem komu til greina á bók Óttars. „Ég var með lista yfir tíu til fimmtán titla og Einvígið var á þeim lista. Ég vil ekki vera leiðinlegur við Arnald en mér fannst það vera of augljós titill á skákbók. En þetta er flottur titill." Fleiri líkindi eru með bókunum, því lögreglumenn eru aðalpersónurnar í þeim báðum. Hjá Arnaldi er það lærifaðir Erlends en hjá Óttari eru persónurnar tvær, lögreglumaður sem tengist einvíginu árið 1972 og dóttir hans sem í nútímanum rannsakar mál sem tengist sama einvígi. Óttar telur að fjarlægðin sem er komin á þetta mikla skákeinvígi hafi haft eitthvað að gera með að hann og Arnaldur ákváðu að skrifa um það sama. Einnig sú staðreynd að Fischer bjó hér á landi síðustu ár sín. Fischer var einnig alltaf „nálægur" í lífi Óttars því faðir hans, Sverrir Norðfjörð, sem lést fyrir þremur árum, afrekaði það að sigra Fischer í fjöltefli árið 1962. Mynd af þeirra einvígi hékk lengi uppi á vegg á heimili Óttars. „Bókin er virðingarvottur við pabba minn og þennan skák- Fischer-heim." En hvað finnst honum um samkeppnina við Arnald? „Að vera með bók sem er með sama efni og þessi sölumaskína okkar er svolítið klikkað. Þetta verða örugglega áhugaverðustu bókajól sem ég hef tekið þátt í," segir Óttar, sem veit ekki til þess að svona lagað hafi gerst áður í íslenskri bókmenntasögu, hvað þá á sama tíma. „Það er spurning hvort við Arnaldur tökum ekki skák? Ég skora á hann." freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fleiri fréttir Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Sjá meira