Ungt fólk og áhrif þess Sindri Snær Einarsson skrifar 11. október 2011 06:00 Ungt fólk á aldrinum 15-29 ára er um 20% þjóðarinnar. Þrátt fyrir það eru áhrif hópsins lítil og engin áhersla lögð á málefni hans sem heildar í þjóðfélaginu. En hvað blasir við þessum hóp? Í fyrsta sinn frá tímum fyrir seinni heimsstyrjöld er sú staða komin upp að sú kynslóð sem ala á land mun búa við erfiðari efnahag og lakari tækifæri en kynslóðin á undan okkur. Vandamálin sem fylgja eru mörg og það á ekki að vera á höndum fárra að leysa. Því er mikilvægt að við stígum skref í átt að virkri lýðræðislegri þátttöku ungs fólks. Ungt fólk á að hafa jöfn tækifæri til þess að hafa áhrif á og móta framtíð sína jafnt og aðrir hagsmunahópar. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf að auka þátttöku og hlut ungs fólks í ákvarðanatökum og umræðu um mikilvæg málefni. Þegar umræðan á sér stað um að hlúa þurfi að lýðræðinu er ungt fólk oft skilið útundan þrátt fyrir að það hafi sýnt sig að ungt fólk hefur mikinn áhuga á að nýta þau réttindi sem fyrir eru og hafa áhrif á samfélag sitt. Mikill kraftur hefur ávallt einkennt ungliðahreyfingar hvort sem það er innan stjórnmálaflokka eða vébanda æskulýðsfélaga. En nú síðustu ár hefur áhuginn minnkað og „sófa-kynslóðin“ er tekin við! Það má rekja til þess að nóg hefur verið um vinnu og lítið um hagsmunaárekstra í góðærinu. Stjórnvöld og stærstu hagsmunafélög landsins gerðu lítið sem ekkert til að hvetja ungt fólk til lýðræðislegrar þátttöku nema í velvöldum og skreyttum orðum. Það má glöggt sjá að algert stefnuleysi og upplýsingaskortur er þegar kemur að aldurshópnum 18 til 29 ára. Rannsóknir á högum ungs fólks sem Evrópusambandið vann fyrir gerð hvítbókar í málefnum ungs fólks (árið 2001) sýna að sá heimur sem blasir við ungu fólki í dag er flóknari en áður og þar af leiðandi er fólk t.d. seinna til að ljúka námi, hefja starfsferil og stofna til fjölskyldu. Þessari breyttu samfélagsgerð verða stjórnvöld að geta mætt og því er lykilatriði að efla allt hagsmunastarf ungs fólks og gefa ungu fólki tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Sem dæmi má nefna að helstu hagsmunaaðilar verkalýðsins og atvinnulífs gætu tekið ASÍ sér til fyrirmyndar og stofnað ungmennaráð innan sinna vébanda og gefið þeim vægi í stefnumótun. Sveitarfélög, stofnanir, ráðuneyti og hverjir svo sem vinna á einhvern hátt að því að hafa áhrif á það samfélag sem við búum í gætu gert hið sama án mikillar fyrirhafnar. Annað gott dæmi um jákvætt verkefni í að virkja ungt fólk til þátttöku er t.d. að umhverfisráðherra hefur óskað eftir þátttöku ungmennaráðs sveitarfélaganna í umhverfisþingi þar sem rædd verða umhverfismál og grunnur að lögum um náttúruvernd ræddur. Kemur það til vegna þess hve sérstakan blæ þátttaka ungmennanna setti á þingið fyrir tveimur árum, þar skapaðist mikilvægt samtal milli kynslóða. Það er klárt mál að taka verður á málefnum ungs fólks með heildarstefnu og framtíðarsýn rétt eins og nágrannalönd okkar hafa verið að gera. Það er brot á réttindum ungs fólks að vera útilokað frá umræðum um framtíð og lög landsins. Einnig ættum við að spyrja okkur hvers vegna ungt fólk ætti að hafa traust til þess samfélags sem gefur því ekki kost á að taka þátt. Traust og þátttaka er lykilþáttur í lýðræðinu. Munum svo að unga fólkið er það sem mun alltaf koma til með að erfa landið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ungt fólk á aldrinum 15-29 ára er um 20% þjóðarinnar. Þrátt fyrir það eru áhrif hópsins lítil og engin áhersla lögð á málefni hans sem heildar í þjóðfélaginu. En hvað blasir við þessum hóp? Í fyrsta sinn frá tímum fyrir seinni heimsstyrjöld er sú staða komin upp að sú kynslóð sem ala á land mun búa við erfiðari efnahag og lakari tækifæri en kynslóðin á undan okkur. Vandamálin sem fylgja eru mörg og það á ekki að vera á höndum fárra að leysa. Því er mikilvægt að við stígum skref í átt að virkri lýðræðislegri þátttöku ungs fólks. Ungt fólk á að hafa jöfn tækifæri til þess að hafa áhrif á og móta framtíð sína jafnt og aðrir hagsmunahópar. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf að auka þátttöku og hlut ungs fólks í ákvarðanatökum og umræðu um mikilvæg málefni. Þegar umræðan á sér stað um að hlúa þurfi að lýðræðinu er ungt fólk oft skilið útundan þrátt fyrir að það hafi sýnt sig að ungt fólk hefur mikinn áhuga á að nýta þau réttindi sem fyrir eru og hafa áhrif á samfélag sitt. Mikill kraftur hefur ávallt einkennt ungliðahreyfingar hvort sem það er innan stjórnmálaflokka eða vébanda æskulýðsfélaga. En nú síðustu ár hefur áhuginn minnkað og „sófa-kynslóðin“ er tekin við! Það má rekja til þess að nóg hefur verið um vinnu og lítið um hagsmunaárekstra í góðærinu. Stjórnvöld og stærstu hagsmunafélög landsins gerðu lítið sem ekkert til að hvetja ungt fólk til lýðræðislegrar þátttöku nema í velvöldum og skreyttum orðum. Það má glöggt sjá að algert stefnuleysi og upplýsingaskortur er þegar kemur að aldurshópnum 18 til 29 ára. Rannsóknir á högum ungs fólks sem Evrópusambandið vann fyrir gerð hvítbókar í málefnum ungs fólks (árið 2001) sýna að sá heimur sem blasir við ungu fólki í dag er flóknari en áður og þar af leiðandi er fólk t.d. seinna til að ljúka námi, hefja starfsferil og stofna til fjölskyldu. Þessari breyttu samfélagsgerð verða stjórnvöld að geta mætt og því er lykilatriði að efla allt hagsmunastarf ungs fólks og gefa ungu fólki tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Sem dæmi má nefna að helstu hagsmunaaðilar verkalýðsins og atvinnulífs gætu tekið ASÍ sér til fyrirmyndar og stofnað ungmennaráð innan sinna vébanda og gefið þeim vægi í stefnumótun. Sveitarfélög, stofnanir, ráðuneyti og hverjir svo sem vinna á einhvern hátt að því að hafa áhrif á það samfélag sem við búum í gætu gert hið sama án mikillar fyrirhafnar. Annað gott dæmi um jákvætt verkefni í að virkja ungt fólk til þátttöku er t.d. að umhverfisráðherra hefur óskað eftir þátttöku ungmennaráðs sveitarfélaganna í umhverfisþingi þar sem rædd verða umhverfismál og grunnur að lögum um náttúruvernd ræddur. Kemur það til vegna þess hve sérstakan blæ þátttaka ungmennanna setti á þingið fyrir tveimur árum, þar skapaðist mikilvægt samtal milli kynslóða. Það er klárt mál að taka verður á málefnum ungs fólks með heildarstefnu og framtíðarsýn rétt eins og nágrannalönd okkar hafa verið að gera. Það er brot á réttindum ungs fólks að vera útilokað frá umræðum um framtíð og lög landsins. Einnig ættum við að spyrja okkur hvers vegna ungt fólk ætti að hafa traust til þess samfélags sem gefur því ekki kost á að taka þátt. Traust og þátttaka er lykilþáttur í lýðræðinu. Munum svo að unga fólkið er það sem mun alltaf koma til með að erfa landið.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun