Lífið

Liv Tyler naut lífsins í Þríhnúkagíg

Álfadrottning á Íslandi Liv Tyler kom hingað til lands í tengslum við friðarsúlu Yoko Ono í Viðey ásamt kærasta sínum. Þau eru nú farin af landi brott samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.
Álfadrottning á Íslandi Liv Tyler kom hingað til lands í tengslum við friðarsúlu Yoko Ono í Viðey ásamt kærasta sínum. Þau eru nú farin af landi brott samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.
Bandaríska leikkonan Liv Tyler brá undir sig betri fætinum seinnipart mánudags og fór ásamt kærastanum sínum, ljósmyndaranum Theo Wenner, og tveimur öðrum vinum sínum að skoða hinn magnaða Þríhnúkagíg í Bláfjöllum.

Tyler flaug þangað í þyrlu frá Þyrluþjónustunni samkvæmt heimildum Fréttablaðsins og skoðaði þetta mikla náttúruundur en ferðalagið niður á botn gígsins tekur í kringum tólf mínútur með lyftu.

Þrátt fyrir mikla frægð hefur Tyler og hennar föruneyti haft hægt um sig en það var statt hér vegna friðarsúlu Yoko Ono. Vísir.is greindi þó frá því að hún hefði verið stödd á skemmtistaðnum B5 þar sem einnig voru Sean Parker, stofnandi Napster og einn aðaleigandi Facebook, Sean Lennon og móðir hans, Yoko Ono.

Þá var sagt frá því á vef DV að Tyler hefði verið hin alþýðlegasta þegar hún hitti tvo aðdáendur á veitinga- og skemmtistaðnum Prikinu. Liv Tyler og föruneyti eru nú farin af landi brott. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.