Sló í gegn hjá írönskum leigubílstjóra 13. október 2011 13:00 Ein heimsálfa eftir Blái hnötturinn kemur út í Brasilíu og Norður-Ameríku á næstunni og er þá Eyjaálfa eina heimsálfan sem bókin á eftir. Forlagið gekk í gær frá samningum við brasilískt forlag um útgáfu á barnabókinni Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. Bókin er því væntanleg í öllum byggðum heimsálfum nema einni, Eyjaálfu, því útgáfa hennar hefur þegar verið skipulögð í Norður-Ameríku á næsta ári. Bókamessan í Frankfurt var sett á þriðjudagskvöld að viðstöddu margmenni og þótt rithöfundur og forleggjarar séu á hverju strái sitja þeir fæstir að sumbli á börunum við að ræða nýjustu strauma og stefnur. Margir af hinum íslensku rithöfundum eru á flakki um allt Þýskalandi, að lesa upp úr bókum sínum og nýta sér þá miklu umfjöllun sem íslenskar bækur fá þessa vikurnar. Andri Snær er engin undantekning á því; hann verður í Þýskalandi í tíu daga að lesa upp úr verkum sínum. „Þetta er svona síðbúið bakpokaferðalag,“ segir Andri í samtali við Fréttablaðið. Hann var þá reyndar staddur í Frankfurt en var á leiðinni til Mainz. „Það eru margir í mínum sporum og ég held að Hallgrímur [Helgason] sé jafnvel verri en ég, hann ætlar að vera í þriggja vikna upplestraferð,“ segir Andri sem er ákaflega hrifinn af íslenska skálanum á bókamessunni, finnst hann vera hálfgerð vin í öllu þessu brjálæði. Þjóðverjar virðast fylgjast vel með bókamessunni, allavega var íranskur leigubílstjóri með allt á hreinu þegar Andri fékk far hjá honum í Köln. „Hann spurði hvaðan ég væri og þegar ég hafði kynnt mig sagðist hann einmitt hafa verið að lesa grein um bókamessuna. Og endaði á því að gefa mér helmingsafslátt af farinu,“ útskýrir Andri sem launaði honum að íslenskum sið, gaf honum áritað eintak af þýsku þýðingunni á Draumalandinu. - fgg Lífið Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Forlagið gekk í gær frá samningum við brasilískt forlag um útgáfu á barnabókinni Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. Bókin er því væntanleg í öllum byggðum heimsálfum nema einni, Eyjaálfu, því útgáfa hennar hefur þegar verið skipulögð í Norður-Ameríku á næsta ári. Bókamessan í Frankfurt var sett á þriðjudagskvöld að viðstöddu margmenni og þótt rithöfundur og forleggjarar séu á hverju strái sitja þeir fæstir að sumbli á börunum við að ræða nýjustu strauma og stefnur. Margir af hinum íslensku rithöfundum eru á flakki um allt Þýskalandi, að lesa upp úr bókum sínum og nýta sér þá miklu umfjöllun sem íslenskar bækur fá þessa vikurnar. Andri Snær er engin undantekning á því; hann verður í Þýskalandi í tíu daga að lesa upp úr verkum sínum. „Þetta er svona síðbúið bakpokaferðalag,“ segir Andri í samtali við Fréttablaðið. Hann var þá reyndar staddur í Frankfurt en var á leiðinni til Mainz. „Það eru margir í mínum sporum og ég held að Hallgrímur [Helgason] sé jafnvel verri en ég, hann ætlar að vera í þriggja vikna upplestraferð,“ segir Andri sem er ákaflega hrifinn af íslenska skálanum á bókamessunni, finnst hann vera hálfgerð vin í öllu þessu brjálæði. Þjóðverjar virðast fylgjast vel með bókamessunni, allavega var íranskur leigubílstjóri með allt á hreinu þegar Andri fékk far hjá honum í Köln. „Hann spurði hvaðan ég væri og þegar ég hafði kynnt mig sagðist hann einmitt hafa verið að lesa grein um bókamessuna. Og endaði á því að gefa mér helmingsafslátt af farinu,“ útskýrir Andri sem launaði honum að íslenskum sið, gaf honum áritað eintak af þýsku þýðingunni á Draumalandinu. - fgg
Lífið Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira