Lífið

Þrjú hundruð biðu eftir miðum

erfið bið Um þrjú hundruð manns voru í biðröðinni við verslun Smekkleysu. María Einarsdóttir, til hægri að ofan, var fremst.fréttablaði/gva
erfið bið Um þrjú hundruð manns voru í biðröðinni við verslun Smekkleysu. María Einarsdóttir, til hægri að ofan, var fremst.fréttablaði/gva
stemning Ágætis stemning var í biðröðinni löngu.
Að minnsta kosti þrjú hundruð manns voru í biðröð við verslun Smekkleysu á Laugavegi í fyrrinótt og í gærmorgun. Þar vonuðust þeir til að fá miða á Biophilia-tónleika Bjarkar sem voru haldnir í Hörpu í gærkvöldi. Aðeins tvö hundruð miðar voru í boði fyrir fólk sem þegar hafði keypt sér miða á Airwaves-hátíðina og því var mikilvægt að mæta tímanlega á staðinn.

Alhörðustu Bjarkaraðdáendurnir settust niður við verslunina klukkan þrjú um nóttina og biðu þolinmóðir í kraftgöllum og svefnpokum þangað til dyrnar voru opnaðar um morguninn. Tveir öryggisverðir voru á staðnum til að allt færi vel fram.

„Þetta gekk ofsalega vel fyrir sig, það voru engin vandræði,“ segir Kristján Kristjánsson hjá Smekkleysu, eða Kiddi rokk, en miðarnir ruku út á fimmtán mínútum.

Svipaður háttur verður hafður á fyrir síðari tónleika Bjarkar á sunnudag og fyrir tónleika Sinéad O"Connor annað kvöld.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.