Forsetahjónin skemmta sér með norræna aðlinum 14. október 2011 08:00 Glæsilegur gala-kvöldverður Ólafur Ragnar og Dorrit verða viðstödd glæsilegan galakvöldverð hjá American-Scandinavian Foundation. Dýrustu borðin kosta í kringum sex milljónir íslenskra króna en meðal nafntogaðra Íslendinga sem hafa verið viðloðandi stjórn samtakanna eru Helgi Tómasson og Björgólfur Guðmundsson. Veislustjóri kvöldsins verður hins vegar hin norska Liv Ullmann. Forseti Íslands og frú Dorrit Moussaieff taka þátt í glæsilegum galakvöldverði, þar sem allur norræni aðallinn verður viðstaddur, á Hilton-hótelinu í New York á vegum ASF eða American-Scandinavian Foundation næstkomandi föstudag, 21. október. Dýrustu borðin í veislunni kosta fimmtíu þúsund dollara eða tæpar sex milljónir íslenskra. „Það er aðeins gefið í vegna hundrað ára afmælis samtakanna,“ segir Hlynur Guðjónsson, ræðismaður Íslands í New York, en hann sat í undirbúningsnefnd kvöldverðarins. „Þetta er mikill viðburður,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari. Aðalstjörnur kvöldsins verða meðlimir konungsfjölskyldnanna og forsetaembætta Norðurlandanna. Fulltrúar Svíþjóðar verða Karl Gústaf og eiginkona hans, Silvía, en gustað hefur um þau hjón heima fyrir vegna uppljóstrana um svallferðir konungsins og tengsl hans við sænska undirheima. Haraldur Noregskonungur heiðrar samkomuna með nærveru sinni ásamt Sonju drottningu en Friðrik krónprins og eiginkona hans, Mary Donaldson, mæta fyrir hönd Danmerkur. Loks verða forsetar Finnlands og Íslands, Tarja Halonen og Ólafur Ragnar, meðal gesta ásamt mökum sínum. Að sögn Hlyns hafa þegar yfir þúsund manns boðað komu sína en þessi kvöldverður er árlegur og er aðalfjármögnun samtakanna. Hann er sérstaklega veglegur að þessu sinni vegna afmælisins. Fjölmargir nafntogaðir Íslendingar hafa verið viðloðandi stjórn samtakanna en meðal þeirra eru Ólafur Jóhann Ólafsson, aðstoðarforstjóri hjá Time Warner, Helgi Tómasson, listrænn stjórnandi hjá San Fransisco-ballettinum, Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi, Björgólfur Guðmundsson, Þórunn Wathne og Friðrik Sophusson. Hlynur sagðist fastlega gera ráð fyrir því að meirihlutinn af því fólki sem tengdist stjórn samtakanna myndi mæta ef það ætti á annað borð heimangengt. Mikil dagskrá er í kringum kvöldverðinn, meðal annars opnun sýningarinnar Luminous Modernism: Scandinavian Art Comes to America hinn 20. október í Scandinavian House. Á heimasíðu samtakanna, amscan.org, má finna dagskrá kvöldverðarins en þar kemur meðal annars fram að veislustjóri verði norska leikkonan Liv Ullmann. Jafnframt er gestum gerð grein fyrir því að allar myndatökur eru bannaðar og að stiginn verði dans um leið og borðhaldi lýkur. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Forseti Íslands og frú Dorrit Moussaieff taka þátt í glæsilegum galakvöldverði, þar sem allur norræni aðallinn verður viðstaddur, á Hilton-hótelinu í New York á vegum ASF eða American-Scandinavian Foundation næstkomandi föstudag, 21. október. Dýrustu borðin í veislunni kosta fimmtíu þúsund dollara eða tæpar sex milljónir íslenskra. „Það er aðeins gefið í vegna hundrað ára afmælis samtakanna,“ segir Hlynur Guðjónsson, ræðismaður Íslands í New York, en hann sat í undirbúningsnefnd kvöldverðarins. „Þetta er mikill viðburður,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari. Aðalstjörnur kvöldsins verða meðlimir konungsfjölskyldnanna og forsetaembætta Norðurlandanna. Fulltrúar Svíþjóðar verða Karl Gústaf og eiginkona hans, Silvía, en gustað hefur um þau hjón heima fyrir vegna uppljóstrana um svallferðir konungsins og tengsl hans við sænska undirheima. Haraldur Noregskonungur heiðrar samkomuna með nærveru sinni ásamt Sonju drottningu en Friðrik krónprins og eiginkona hans, Mary Donaldson, mæta fyrir hönd Danmerkur. Loks verða forsetar Finnlands og Íslands, Tarja Halonen og Ólafur Ragnar, meðal gesta ásamt mökum sínum. Að sögn Hlyns hafa þegar yfir þúsund manns boðað komu sína en þessi kvöldverður er árlegur og er aðalfjármögnun samtakanna. Hann er sérstaklega veglegur að þessu sinni vegna afmælisins. Fjölmargir nafntogaðir Íslendingar hafa verið viðloðandi stjórn samtakanna en meðal þeirra eru Ólafur Jóhann Ólafsson, aðstoðarforstjóri hjá Time Warner, Helgi Tómasson, listrænn stjórnandi hjá San Fransisco-ballettinum, Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi, Björgólfur Guðmundsson, Þórunn Wathne og Friðrik Sophusson. Hlynur sagðist fastlega gera ráð fyrir því að meirihlutinn af því fólki sem tengdist stjórn samtakanna myndi mæta ef það ætti á annað borð heimangengt. Mikil dagskrá er í kringum kvöldverðinn, meðal annars opnun sýningarinnar Luminous Modernism: Scandinavian Art Comes to America hinn 20. október í Scandinavian House. Á heimasíðu samtakanna, amscan.org, má finna dagskrá kvöldverðarins en þar kemur meðal annars fram að veislustjóri verði norska leikkonan Liv Ullmann. Jafnframt er gestum gerð grein fyrir því að allar myndatökur eru bannaðar og að stiginn verði dans um leið og borðhaldi lýkur. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira