Frægasti guðfræðinemi landsins loks útskrifaður 25. október 2011 12:00 20 ára bið lokið Davíð Þór Jónsson gekk inn í Háskóla Íslands og hugðist læra íslensku. Hann rakst hins vegar á bækling um guðfræðinámið og tuttugu árum seinna er hann formlega orðinn guðfræðingur eða cand.theol.Fréttablaðið/stefán „Það var engin athöfn, ég hef haft góðan tíma til að venjast þessu,“ segir Davíð Þór Jónsson sem varð í gær formlega guðfræðingur eða cand.theol. Davíð, sem hóf nám við guðfræðideildina fyrir tveimur áratugum, bjóst einna helst við að baka skúffuköku og hella upp á kaffi fyrir nánustu fjölskylduna þegar tími til slíks gæfist. Að gefnu tilefni er hins vegar rétt að taka fram að Davíð hefur ekki verið við nám í guðfræðideildinni allan þennan tíma heldur sinnti hann öðrum störfum en guðfræðibókunum í rúm þrettán ár. Davíð var meðal annars ritstjóri hins erótíska tímarits Bleikt og blátt, stjórnaði útvarps- og sjónvarpsþáttum, var bæði spyrill og dómari í Gettu betur og annar hluti tvíeykisins Radíus-bræður. Davíð nýtti sumarið til að skrifa meistararitgerðina sem heitir því lítilláta nafni Satan og híbýli hans í boðskap Jesú frá Nasaret. Cand.theol-titillinn hefur því legið lengi í loftinu. „Þetta var svona „anti-climax því núna er maður bara kominn út á vinnumarkaðinn að leita sér að vinnu.“ Davíð hefur fullan hug á því að fara í prestskapinn en er ekkert ýkja bjartsýnn á að það losni brauð á næstu tveimur til þremur árum. „En ef það losnar eitthvað sem ég hef áhuga á að þjóna þá auðvitað sækir maður um.“ Tilviljun ein réð því að Davíð hóf nám við guðfræðideild Háskóla Íslands og hann ætlaði sér upphaflega aldrei að verða prestur. „Ég byrjaði í náminu af því ég vildi hætta sjómennsku og vera hjá fjölskyldunni. Ég ætlaði upphaflega að fara í íslensku en rakst á einhvern bækling og þar var námið í guðfræðinni á fremstu síðunum og mér fannst fögin líta út fyrir ákaflega skemmtileg. Ég fékk hins vegar enga köllun heldur kynntist prestunum í náminu og varð smátt og smátt heillaður af starfinu. Það leggur heldur enginn á sig meistaragráðu í fagi sem hann hefur engan áhuga á að starfa við.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
„Það var engin athöfn, ég hef haft góðan tíma til að venjast þessu,“ segir Davíð Þór Jónsson sem varð í gær formlega guðfræðingur eða cand.theol. Davíð, sem hóf nám við guðfræðideildina fyrir tveimur áratugum, bjóst einna helst við að baka skúffuköku og hella upp á kaffi fyrir nánustu fjölskylduna þegar tími til slíks gæfist. Að gefnu tilefni er hins vegar rétt að taka fram að Davíð hefur ekki verið við nám í guðfræðideildinni allan þennan tíma heldur sinnti hann öðrum störfum en guðfræðibókunum í rúm þrettán ár. Davíð var meðal annars ritstjóri hins erótíska tímarits Bleikt og blátt, stjórnaði útvarps- og sjónvarpsþáttum, var bæði spyrill og dómari í Gettu betur og annar hluti tvíeykisins Radíus-bræður. Davíð nýtti sumarið til að skrifa meistararitgerðina sem heitir því lítilláta nafni Satan og híbýli hans í boðskap Jesú frá Nasaret. Cand.theol-titillinn hefur því legið lengi í loftinu. „Þetta var svona „anti-climax því núna er maður bara kominn út á vinnumarkaðinn að leita sér að vinnu.“ Davíð hefur fullan hug á því að fara í prestskapinn en er ekkert ýkja bjartsýnn á að það losni brauð á næstu tveimur til þremur árum. „En ef það losnar eitthvað sem ég hef áhuga á að þjóna þá auðvitað sækir maður um.“ Tilviljun ein réð því að Davíð hóf nám við guðfræðideild Háskóla Íslands og hann ætlaði sér upphaflega aldrei að verða prestur. „Ég byrjaði í náminu af því ég vildi hætta sjómennsku og vera hjá fjölskyldunni. Ég ætlaði upphaflega að fara í íslensku en rakst á einhvern bækling og þar var námið í guðfræðinni á fremstu síðunum og mér fannst fögin líta út fyrir ákaflega skemmtileg. Ég fékk hins vegar enga köllun heldur kynntist prestunum í náminu og varð smátt og smátt heillaður af starfinu. Það leggur heldur enginn á sig meistaragráðu í fagi sem hann hefur engan áhuga á að starfa við.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp