Lífið

Myndband Diktu tilnefnt

„Þetta er mikill nördaheiður, enda eru menn glaðir við lyklaborðin hjá mér," segir Stefán U. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Miðstrætis.

Myndband Miðstrætis við lagið Goodbye, með hljómsveitinni Diktu, hefur verið tilnefnt til Suzanne-verðlauna. Verðlaunin eru afhent árlega og eru runnin undan rifjum aðstandenda Blender-þrívíddarforritsins. Þúsundir notenda forritsins senda inn myndbönd, hluti af þeim fær tilnefningu til verðlaunanna sem eru afhent á ráðstefnu í Amsterdam í nóvember.

Myndband Diktu var tilnefnt fyrir listræna hönnun og hreyfimyndagerðina sjálfa. Þrjú önnur myndbönd frá Miðstræti fengu tilnefningu, þeirra á meðal eru auglýsingar fyrir Iceland Express með appelsínugula fuglinum í aðalhlutverki. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.