Í stóru viðtali við Hello! 26. október 2011 13:00 Hinn hálfíslenski Fredrik Ferrier, sem nýtur frægðarinnar í kjölfarið á velgengni raunveruleikaþáttanna Made in Chelsea, er hér ásamt kærustu sinni, Alessöndru Würfel. Nordicphotos/Getty Heil opna Ferrier og Würfel stilla sér upp fyrir ljósmyndara Hello! í þakíbúð Ferriers á Manhattan. Frægðarsól Fredriks Kristjáns Jónssonar Ferrier heldur áfram að rísa í Bretlandi. Breska tímaritið Hello! fjallar um ferðalag hans og kærustunnar til New York og lúxuslífsstíl raunveruleikaþátta- stjörnunnar. Hin hálfíslenska raunveruleikaþáttastjarna Fredrik Ferrier er í tveggja opna viðtali í nýjasta tölublaði breska tímaritsins Hello! ásamt kærustu sinni Alessöndru Würfel. Í viðtalinu talar Ferrier um ástina, velgengni raunveruleikaþáttarins Made in Chelsea og lúxuslífsstílinn sem hann hefur tileinkað sér. Fredrik Kristján Jónsson Ferrier, sem á íslenskan föður, er fyrirsæta og tónlistarmaður, en kærasta hans hefur gert garðinn frægan sem nærfatamódel fyrir Agent Provocateur. Ástæðan fyrir viðtalinu er sú að Ferrier bauð kærustunni óvænt til New York, en fjölskyldan hans á þakíbúð á Manhattan þar sem fyrirsætuparið sat fyrir við myndatöku. Raunveruleikaþættirnir Made in Chelsea hafa slegið í gegn í Bretlandi og er nú verið að sýna aðra þáttaröðina. Sýningar eru hafnar á þáttunum í Ástralíu og hafa Bandaríkjamenn einnig áhuga. Krakkarnir frá Chelsea gætu því verið á barmi heimsfrægðar, samkvæmt Hello!, en í þáttunum er fylgst með vinahópi frá fínu hverfunum í London.Kærustuparið hefur getið sér gott orð í fyrirsætubransanum eins og sjá má.Í viðtalinu greinir Ferrier frá því að honum líki vel við athyglina, enda eru hann og hinir krakkarnir í þáttunum daglegir gestir á síðum slúðurblaðanna og á rauða dreglinum í London. „Ég verð að vera alveg hreinskilinn og viðurkenna að foreldrar mínir halda mér uppi. Þegar ég var í námi gáfu þau mér pening ef ég stóð mig vel, en ég fékk ekkert ef ég stóð mig illa. Þannig lærði ég að kunna að meta peninga en ég veit að ég nýt forréttinda í lífinu." Ferrier syngur og spilar á víólu og píanó, en hann heillaði Würfel upp úr skónum með því að syngja fyrir hana í Harrods-verslunarmiðstöðinni á fyrsta stefnumótinu. alfrun@frettabladid.isFerrier bauð kærustunni til New York, en þau hafa verið saman í 3 mánuði. Fréttir Lífið Tengdar fréttir Fredrik elskar íslenska hönnun Fredrik Kristján Jónsson klæðist íslenskri hönnun í bresku raunveruleikaþáttunum Made in Chelsea. Hann er væntanlegur til Íslands síðar í mánuðinum. 1. júlí 2011 11:00 Einn dagur frumsýndur Rauða dreglinum var rennt út í London þegar nýjasta kvikmynd leikkonunnar Anne Hathaway, One Day, var frumsýnd. Myndin er byggð á skáldsögu Davids Nicholls og fjallar um tvo vini og lífshlaup þeirra á tuttugu ára tímaskeiði. Vinirnir eru leiknir af Hathaway og Jim Sturgess sem skörtuðu sínu fegursta og stilltu sér glöð upp framan við myndavélarnar í London. 26. ágúst 2011 16:15 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Heil opna Ferrier og Würfel stilla sér upp fyrir ljósmyndara Hello! í þakíbúð Ferriers á Manhattan. Frægðarsól Fredriks Kristjáns Jónssonar Ferrier heldur áfram að rísa í Bretlandi. Breska tímaritið Hello! fjallar um ferðalag hans og kærustunnar til New York og lúxuslífsstíl raunveruleikaþátta- stjörnunnar. Hin hálfíslenska raunveruleikaþáttastjarna Fredrik Ferrier er í tveggja opna viðtali í nýjasta tölublaði breska tímaritsins Hello! ásamt kærustu sinni Alessöndru Würfel. Í viðtalinu talar Ferrier um ástina, velgengni raunveruleikaþáttarins Made in Chelsea og lúxuslífsstílinn sem hann hefur tileinkað sér. Fredrik Kristján Jónsson Ferrier, sem á íslenskan föður, er fyrirsæta og tónlistarmaður, en kærasta hans hefur gert garðinn frægan sem nærfatamódel fyrir Agent Provocateur. Ástæðan fyrir viðtalinu er sú að Ferrier bauð kærustunni óvænt til New York, en fjölskyldan hans á þakíbúð á Manhattan þar sem fyrirsætuparið sat fyrir við myndatöku. Raunveruleikaþættirnir Made in Chelsea hafa slegið í gegn í Bretlandi og er nú verið að sýna aðra þáttaröðina. Sýningar eru hafnar á þáttunum í Ástralíu og hafa Bandaríkjamenn einnig áhuga. Krakkarnir frá Chelsea gætu því verið á barmi heimsfrægðar, samkvæmt Hello!, en í þáttunum er fylgst með vinahópi frá fínu hverfunum í London.Kærustuparið hefur getið sér gott orð í fyrirsætubransanum eins og sjá má.Í viðtalinu greinir Ferrier frá því að honum líki vel við athyglina, enda eru hann og hinir krakkarnir í þáttunum daglegir gestir á síðum slúðurblaðanna og á rauða dreglinum í London. „Ég verð að vera alveg hreinskilinn og viðurkenna að foreldrar mínir halda mér uppi. Þegar ég var í námi gáfu þau mér pening ef ég stóð mig vel, en ég fékk ekkert ef ég stóð mig illa. Þannig lærði ég að kunna að meta peninga en ég veit að ég nýt forréttinda í lífinu." Ferrier syngur og spilar á víólu og píanó, en hann heillaði Würfel upp úr skónum með því að syngja fyrir hana í Harrods-verslunarmiðstöðinni á fyrsta stefnumótinu. alfrun@frettabladid.isFerrier bauð kærustunni til New York, en þau hafa verið saman í 3 mánuði.
Fréttir Lífið Tengdar fréttir Fredrik elskar íslenska hönnun Fredrik Kristján Jónsson klæðist íslenskri hönnun í bresku raunveruleikaþáttunum Made in Chelsea. Hann er væntanlegur til Íslands síðar í mánuðinum. 1. júlí 2011 11:00 Einn dagur frumsýndur Rauða dreglinum var rennt út í London þegar nýjasta kvikmynd leikkonunnar Anne Hathaway, One Day, var frumsýnd. Myndin er byggð á skáldsögu Davids Nicholls og fjallar um tvo vini og lífshlaup þeirra á tuttugu ára tímaskeiði. Vinirnir eru leiknir af Hathaway og Jim Sturgess sem skörtuðu sínu fegursta og stilltu sér glöð upp framan við myndavélarnar í London. 26. ágúst 2011 16:15 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Fredrik elskar íslenska hönnun Fredrik Kristján Jónsson klæðist íslenskri hönnun í bresku raunveruleikaþáttunum Made in Chelsea. Hann er væntanlegur til Íslands síðar í mánuðinum. 1. júlí 2011 11:00
Einn dagur frumsýndur Rauða dreglinum var rennt út í London þegar nýjasta kvikmynd leikkonunnar Anne Hathaway, One Day, var frumsýnd. Myndin er byggð á skáldsögu Davids Nicholls og fjallar um tvo vini og lífshlaup þeirra á tuttugu ára tímaskeiði. Vinirnir eru leiknir af Hathaway og Jim Sturgess sem skörtuðu sínu fegursta og stilltu sér glöð upp framan við myndavélarnar í London. 26. ágúst 2011 16:15