Mynd Baldurs af Daniel Craig stolið í Stokkhólmi 26. október 2011 10:00 Árið hefur verið eitt stórt ævintýri hjá ljósmyndaranum Baldri Bragasyni en hann ferðaðist á fyrsta farrými milli Stokkhólms, London, New York og Los Angeles til að taka myndir af leikurum kvikmyndarinnar Karlar sem hatar konur. Fresta þurfti sýningu á verkum 48 fremstu ljósmyndara Svíþjóðar í galleríi ljósmyndafyrirtækisins Pro Center í Stokkhólmi. Sýningin var opnuð um síðustu helgi en þegar forsvarsmenn gallerísins mættu til vinnu á mánudagsmorgun var hins vegar búið að stela 44 myndum, þar á meðal ljósmynd Baldurs Bragasonar af James Bond-leikaranum Daniel Craig. Myndirnar voru engin smásmíði, 70 x 100 cm. „Þetta er sennilega besta gagnrýnin á mínum ferli, ég hefði ekki viljað eiga eina af þessum fjórum sem skildar voru eftir,“ segir Baldur. Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan desember á síðasta ári vann Baldur sem hálfgerður hirðljósmyndari kvikmyndarinnar Karlar sem hata konur eftir David Fincher, en myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Stiegs Larsson. Mikil vinátta tókst með Baldri og aðalleikara myndarinnar, Daniel Craig. Að sögn ljósmyndarans er Craig efnilegur áhugaljósmyndari. Baldur fékk að mynda Hollywood-stjörnuna til eigin nota og átti ein af þeim myndum að vera til sýningar í Stokkhólmi. „Mér skilst reyndar að þeir séu byrjaðir að prenta aftur myndir og stefni á að opna sýninguna aftur og þá verður bara annað fyllerí,“ segir Baldur en þegar hann er spurður hvort það liggi ekki beinast við að hann taki myndir af Craig í næsta hlutverki sínu sem James Bond verður Baldur dularfullur og fámáll: „No comment, við sjáum bara til.“ Samkvæmt imdb.com gerði Baldur meira en að taka bara myndir í kvikmyndinni því honum bregður stuttlega fyrir í hlutverki ljósmyndara í slysinu á brúnni sem skiptir miklu máli í fléttu myndarinnar. „Ég fékk líka að ganga upp 69 tröppur þrjátíu sinnum í einu litlu atriði eftir að einn aukaleikaranna fékk svimakast,“ segir Baldur og viðurkennir að þetta hafi verið ákaflega skemmtileg reynsla. „Svo veit maður ekkert, maður gæti þess vegna endað á gólfinu í klippiherberginu.“ Baldur tók auk þess ljósmyndir af öllum helstu leikurum myndarinnar í hlutverki sínu og hafa þær verið notaðar til kynningar á myndinni. Kostnaðurinn við þær tökur var rúmlega ein milljón króna, bara fyrir flugmiða Baldurs. „Ég tók svona mynd af Daniel Craig fyrir blaðamannapassa Mikaels Blomkvist í myndinni og svo eina af Stellan Skarsgård í hlutverki sínu sem Martin Vanger. Leikstjórinn [David Fincher] sá myndirnar, varð ákaflega hrifinn og vildi fá fleiri. Þetta endaði á því að ég flaug frá Stokkhólmi til London, svo til New York og loks Los Angeles á fyrsta farrými til þess eins að taka fjórar myndir. Það var sofið á fimm stjörnu hótelum og einkabílstjóri beið eftir manni, þetta var algjört ævintýri og bara draumi líkast.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
Fresta þurfti sýningu á verkum 48 fremstu ljósmyndara Svíþjóðar í galleríi ljósmyndafyrirtækisins Pro Center í Stokkhólmi. Sýningin var opnuð um síðustu helgi en þegar forsvarsmenn gallerísins mættu til vinnu á mánudagsmorgun var hins vegar búið að stela 44 myndum, þar á meðal ljósmynd Baldurs Bragasonar af James Bond-leikaranum Daniel Craig. Myndirnar voru engin smásmíði, 70 x 100 cm. „Þetta er sennilega besta gagnrýnin á mínum ferli, ég hefði ekki viljað eiga eina af þessum fjórum sem skildar voru eftir,“ segir Baldur. Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan desember á síðasta ári vann Baldur sem hálfgerður hirðljósmyndari kvikmyndarinnar Karlar sem hata konur eftir David Fincher, en myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Stiegs Larsson. Mikil vinátta tókst með Baldri og aðalleikara myndarinnar, Daniel Craig. Að sögn ljósmyndarans er Craig efnilegur áhugaljósmyndari. Baldur fékk að mynda Hollywood-stjörnuna til eigin nota og átti ein af þeim myndum að vera til sýningar í Stokkhólmi. „Mér skilst reyndar að þeir séu byrjaðir að prenta aftur myndir og stefni á að opna sýninguna aftur og þá verður bara annað fyllerí,“ segir Baldur en þegar hann er spurður hvort það liggi ekki beinast við að hann taki myndir af Craig í næsta hlutverki sínu sem James Bond verður Baldur dularfullur og fámáll: „No comment, við sjáum bara til.“ Samkvæmt imdb.com gerði Baldur meira en að taka bara myndir í kvikmyndinni því honum bregður stuttlega fyrir í hlutverki ljósmyndara í slysinu á brúnni sem skiptir miklu máli í fléttu myndarinnar. „Ég fékk líka að ganga upp 69 tröppur þrjátíu sinnum í einu litlu atriði eftir að einn aukaleikaranna fékk svimakast,“ segir Baldur og viðurkennir að þetta hafi verið ákaflega skemmtileg reynsla. „Svo veit maður ekkert, maður gæti þess vegna endað á gólfinu í klippiherberginu.“ Baldur tók auk þess ljósmyndir af öllum helstu leikurum myndarinnar í hlutverki sínu og hafa þær verið notaðar til kynningar á myndinni. Kostnaðurinn við þær tökur var rúmlega ein milljón króna, bara fyrir flugmiða Baldurs. „Ég tók svona mynd af Daniel Craig fyrir blaðamannapassa Mikaels Blomkvist í myndinni og svo eina af Stellan Skarsgård í hlutverki sínu sem Martin Vanger. Leikstjórinn [David Fincher] sá myndirnar, varð ákaflega hrifinn og vildi fá fleiri. Þetta endaði á því að ég flaug frá Stokkhólmi til London, svo til New York og loks Los Angeles á fyrsta farrými til þess eins að taka fjórar myndir. Það var sofið á fimm stjörnu hótelum og einkabílstjóri beið eftir manni, þetta var algjört ævintýri og bara draumi líkast.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið