Jafnvægi í náttúruvernd Elvar Árni Lund skrifar 27. október 2011 06:00 Ari Trausti Guðmundsson skrifar áhugaverða grein í Fréttablaðið 12. október sl. um meðferð dýra á Íslandi, Við og dýrin. Flest af því sem Ari segir þar tek ég heilshugar undir, sér í lagi hvað varðar meðferð og flutning sláturdýra á Íslandi en víst er að líf margra dýra áður en þeim er slátrað til kjötvinnslu er bágborið samanborið við líf villtra dýra og fugla. Lög á Íslandi um dýravernd eru samt að flestra mati góð, en eins og oft vill verða, þá er það eftirfylgnin sem ekki er í lagi og er fjárskorti kennt um. Í grein Ara Trausta segir að nú sé tími til kominn að láta af harðri samkeppni við rándýr í náttúrulegu umhverfi sínu en þarna vil ég staldra við. Lífríkið er í stöðugri þróun og mannanna verk hafa áhrif þar á. Það sem við teljum vera „náttúrulegt umhverfi“ dýra er kannski ekki svo náttúrlegt þegar betur er að gáð. Hvað er t.d. náttúrulegt við það að sílamávar og hrafnar hafi frjálst aðgengi að úrgangi fiskeldisstöðva og sorpurðunarsvæða nokkra daga í viku en þurfi þess á milli að leita sér ætis annars staðar, svo dæmi séu nefnd? Þegar svo varptími mófugla gengur í garð, sækir „vargurinn“ að sjálfsögðu í egg og unga annarra tegunda til að fóðra eigin afkvæmi. Hvað með að láta af refaveiðum þegar slíkt hefur verið stundað frá landnámi og ákveðið „jafnvægi“ hefur komist á? „Jafnvægið“ einkennist af fáum refum en fjölda fugla sem auðga umhverfið með söng sínum og látbragði. Hægt er að nýta suma fuglastofnana til veiða, enda eru þeir sterkir og heilbrigðir þegar afrán er takmarkað. Sé refaveiðum hætt mun eflaust komast á einhvers konar „jafnvægi“ aftur en hvers konar jafnvægi yrði það? Til að byrja með myndi ref fjölga hratt og þar sem mikið er af æti mun byggðin vera þétt enda takmarkast stærð refaóðala m.a. af æti innan þeirra, þ.e.a.s. þar sem mikið er af æti er þéttleikinn mikill. Þegar líður á mun hinsvegar framboð af æti minnka, fuglalífið mun taka breytingum. Refir gætu jafnvel soltið áður en „jafnvægi“ kæmist á aftur. Og hvaða jafnvægi væri það? Færri fuglar og fleiri refir sem myndu halda niðri fjölda fugla nema gripið væri inn í. Er það eðlileg þróun? Er það eftirsóknarvert, og þá fyrir hvern? Hvernig lífríkið á Íslandi var fyrir landnám er erfitt að fullyrða um. Sennilega hefur verið meira um ref á láglendi en eftir að landnám hófst og þar með veiðar. Menn vissu í þá daga að samkeppnin um matinn er hörð og dýr eins og refur er vissulega í samkeppni við manninn um æti. Því hafa refaveiðar verið stundaðar frá upphafi. Hugmyndir sumra um að hægt sé að hafa mikið af rjúpu öðru megin á fjallinu og marga refi hinum megin ganga einfaldlega ekki upp, sbr. refafriðlandið á Hornströndum. Þar sem mikið er af fuglum vill svo til að veiðar á ref og mink eru stundaðar af kappi en því miður fer þessum svæðum fækkandi. Allt sem mannskepnan gerir hefur áhrif á náttúruna enda er það svo að maðurinn er hluti af náttúrunni hvað sem hann gerir. Þannig getur aðgerðarleysi verið í raun jafnmikið inngrip í náttúruna og bein aðgerð. Nú á dögum má oft heyra frasann „að láta náttúruna njóta vafans“. Ekkert er samt rætt um hver þessi vafi er enda er þessi frasi oft notaður þegar grípa á til skipulegs aðgerðarleysis sem er eins og áður segir í rauninni heilmikið inngrip. Maðurinn hefur stundað einhverskonar veiðar frá upphafi sem tegund og jafnvel áður en tegundin varð til sem slík. Margar veiðiaðferðir sem notast var við eru óásættanlegar í dag og hafa nýjar og mannúðlegri aðferðir litið dagsins ljós. Nægjusemi við veiðar, hófleg umgengni við nytjastofna og margt annað sem lítur að veiðisiðferði hefur aukist til muna undanfarna áratugi á Íslandi. Síðan Skotveiðifélag Íslands tók til starfa hefur mikið áunnist og siðareglur félagsins sem samþykktar voru fyrir rúmum 30 árum sýna að SKOTVÍS eru samtök náttúruunnenda og veiðimanna. Veiðar á ref, mink og sílamáf er náttúruvernd í verki. Uppgjöf og aðgerðarleysi er það ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson skrifar áhugaverða grein í Fréttablaðið 12. október sl. um meðferð dýra á Íslandi, Við og dýrin. Flest af því sem Ari segir þar tek ég heilshugar undir, sér í lagi hvað varðar meðferð og flutning sláturdýra á Íslandi en víst er að líf margra dýra áður en þeim er slátrað til kjötvinnslu er bágborið samanborið við líf villtra dýra og fugla. Lög á Íslandi um dýravernd eru samt að flestra mati góð, en eins og oft vill verða, þá er það eftirfylgnin sem ekki er í lagi og er fjárskorti kennt um. Í grein Ara Trausta segir að nú sé tími til kominn að láta af harðri samkeppni við rándýr í náttúrulegu umhverfi sínu en þarna vil ég staldra við. Lífríkið er í stöðugri þróun og mannanna verk hafa áhrif þar á. Það sem við teljum vera „náttúrulegt umhverfi“ dýra er kannski ekki svo náttúrlegt þegar betur er að gáð. Hvað er t.d. náttúrulegt við það að sílamávar og hrafnar hafi frjálst aðgengi að úrgangi fiskeldisstöðva og sorpurðunarsvæða nokkra daga í viku en þurfi þess á milli að leita sér ætis annars staðar, svo dæmi séu nefnd? Þegar svo varptími mófugla gengur í garð, sækir „vargurinn“ að sjálfsögðu í egg og unga annarra tegunda til að fóðra eigin afkvæmi. Hvað með að láta af refaveiðum þegar slíkt hefur verið stundað frá landnámi og ákveðið „jafnvægi“ hefur komist á? „Jafnvægið“ einkennist af fáum refum en fjölda fugla sem auðga umhverfið með söng sínum og látbragði. Hægt er að nýta suma fuglastofnana til veiða, enda eru þeir sterkir og heilbrigðir þegar afrán er takmarkað. Sé refaveiðum hætt mun eflaust komast á einhvers konar „jafnvægi“ aftur en hvers konar jafnvægi yrði það? Til að byrja með myndi ref fjölga hratt og þar sem mikið er af æti mun byggðin vera þétt enda takmarkast stærð refaóðala m.a. af æti innan þeirra, þ.e.a.s. þar sem mikið er af æti er þéttleikinn mikill. Þegar líður á mun hinsvegar framboð af æti minnka, fuglalífið mun taka breytingum. Refir gætu jafnvel soltið áður en „jafnvægi“ kæmist á aftur. Og hvaða jafnvægi væri það? Færri fuglar og fleiri refir sem myndu halda niðri fjölda fugla nema gripið væri inn í. Er það eðlileg þróun? Er það eftirsóknarvert, og þá fyrir hvern? Hvernig lífríkið á Íslandi var fyrir landnám er erfitt að fullyrða um. Sennilega hefur verið meira um ref á láglendi en eftir að landnám hófst og þar með veiðar. Menn vissu í þá daga að samkeppnin um matinn er hörð og dýr eins og refur er vissulega í samkeppni við manninn um æti. Því hafa refaveiðar verið stundaðar frá upphafi. Hugmyndir sumra um að hægt sé að hafa mikið af rjúpu öðru megin á fjallinu og marga refi hinum megin ganga einfaldlega ekki upp, sbr. refafriðlandið á Hornströndum. Þar sem mikið er af fuglum vill svo til að veiðar á ref og mink eru stundaðar af kappi en því miður fer þessum svæðum fækkandi. Allt sem mannskepnan gerir hefur áhrif á náttúruna enda er það svo að maðurinn er hluti af náttúrunni hvað sem hann gerir. Þannig getur aðgerðarleysi verið í raun jafnmikið inngrip í náttúruna og bein aðgerð. Nú á dögum má oft heyra frasann „að láta náttúruna njóta vafans“. Ekkert er samt rætt um hver þessi vafi er enda er þessi frasi oft notaður þegar grípa á til skipulegs aðgerðarleysis sem er eins og áður segir í rauninni heilmikið inngrip. Maðurinn hefur stundað einhverskonar veiðar frá upphafi sem tegund og jafnvel áður en tegundin varð til sem slík. Margar veiðiaðferðir sem notast var við eru óásættanlegar í dag og hafa nýjar og mannúðlegri aðferðir litið dagsins ljós. Nægjusemi við veiðar, hófleg umgengni við nytjastofna og margt annað sem lítur að veiðisiðferði hefur aukist til muna undanfarna áratugi á Íslandi. Síðan Skotveiðifélag Íslands tók til starfa hefur mikið áunnist og siðareglur félagsins sem samþykktar voru fyrir rúmum 30 árum sýna að SKOTVÍS eru samtök náttúruunnenda og veiðimanna. Veiðar á ref, mink og sílamáf er náttúruvernd í verki. Uppgjöf og aðgerðarleysi er það ekki.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun