Sigríður gerist hrekkjusvín 27. október 2011 12:30 Hleypur í skarðið fyrir Tinnu Leikkonan Sigríður Eyrún Friðriksdóttir kemur í staðinn fyrir Tinnu Hrafnsdóttur í leikritinu Hrekkjusvínum, en Tinna verður að draga sig í hlé vegna óléttu.Fréttablaðið/vilhelm „Ég er svo mikill adrenalínfíkill að þetta leggst bara vel í mig,“ segir leikkonan Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, sem þessa dagana situr með nefið ofan í handriti leikritsins Hrekkjusvínanna. Sigríður hleypur í skarðið fyrir Tinnu Hrafnsdóttur í leikritinu og tekur við strax eftir tvær vikur. Tinna er ólétt af tvíburum og er kúlan því farin að setja sitt mark á sýninguna. „Þetta er að gerast aðeins hraðar en ég hélt enda tvö börn og það er ekki hægt að leika sex ára barn með stækkandi kúlu lengi,“ segir Tinna, sem ætlar að leika í næstu tveimur sýningum en síðan tekur Sigríður við. Sigríður fór á sínum tíma í prufur fyrir hlutverk í leikritinu og var því mjög glöð þegar María Reyndal leikstjóri hafði samband við hana í síðustu viku. „Ég fór á frumsýninguna og skemmti mér mjög vel. Stóð meira segja upp í lokin og klappaði,“ segir Sigríður sem fékk síðan að sitja rennsli um helgina og hlakkar mikið til að vera hluti af leikhópnum. Sigríður sýnir þessa dagana Uppnám í Þjóðleikhúskjallaranum og ætlar að púsla þessu tvennu saman í vetur. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir helgi voru ákveðnir hnökrar í frumsýningunni í kjölfarið á rafmagnsleysi af völdum eldingar. „Við sluppum sem betur fer við frekari hrekki af himnum ofan um helgina og erum búin að stytta og þétta sýninguna síðan þá. Hljóðið er núna í fullkomnu lagi,“ segir Tinna, sem á von á sér í lok febrúar. - áp Lífið Tengdar fréttir Saturdays-stúlka fékk lungnabólgu á Íslandi Söngferill Frankie Sandford, sem er einn meðlima stúlknasveitarinnar The Saturdays, gæti verið í hættu vegna lungnabólgu sem hefur haldið henni frá störfum að undanförnu. 27. október 2011 09:30 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Ég er svo mikill adrenalínfíkill að þetta leggst bara vel í mig,“ segir leikkonan Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, sem þessa dagana situr með nefið ofan í handriti leikritsins Hrekkjusvínanna. Sigríður hleypur í skarðið fyrir Tinnu Hrafnsdóttur í leikritinu og tekur við strax eftir tvær vikur. Tinna er ólétt af tvíburum og er kúlan því farin að setja sitt mark á sýninguna. „Þetta er að gerast aðeins hraðar en ég hélt enda tvö börn og það er ekki hægt að leika sex ára barn með stækkandi kúlu lengi,“ segir Tinna, sem ætlar að leika í næstu tveimur sýningum en síðan tekur Sigríður við. Sigríður fór á sínum tíma í prufur fyrir hlutverk í leikritinu og var því mjög glöð þegar María Reyndal leikstjóri hafði samband við hana í síðustu viku. „Ég fór á frumsýninguna og skemmti mér mjög vel. Stóð meira segja upp í lokin og klappaði,“ segir Sigríður sem fékk síðan að sitja rennsli um helgina og hlakkar mikið til að vera hluti af leikhópnum. Sigríður sýnir þessa dagana Uppnám í Þjóðleikhúskjallaranum og ætlar að púsla þessu tvennu saman í vetur. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir helgi voru ákveðnir hnökrar í frumsýningunni í kjölfarið á rafmagnsleysi af völdum eldingar. „Við sluppum sem betur fer við frekari hrekki af himnum ofan um helgina og erum búin að stytta og þétta sýninguna síðan þá. Hljóðið er núna í fullkomnu lagi,“ segir Tinna, sem á von á sér í lok febrúar. - áp
Lífið Tengdar fréttir Saturdays-stúlka fékk lungnabólgu á Íslandi Söngferill Frankie Sandford, sem er einn meðlima stúlknasveitarinnar The Saturdays, gæti verið í hættu vegna lungnabólgu sem hefur haldið henni frá störfum að undanförnu. 27. október 2011 09:30 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Saturdays-stúlka fékk lungnabólgu á Íslandi Söngferill Frankie Sandford, sem er einn meðlima stúlknasveitarinnar The Saturdays, gæti verið í hættu vegna lungnabólgu sem hefur haldið henni frá störfum að undanförnu. 27. október 2011 09:30