Lífið

Stallone sakaður um stuld

Stefnt í New York Sylvester Stallone hefur verið stefnt fyrir dómstóla í New York fyrir handritsþjófnað vegna kvikmyndarinnar The Expendables.
Stefnt í New York Sylvester Stallone hefur verið stefnt fyrir dómstóla í New York fyrir handritsþjófnað vegna kvikmyndarinnar The Expendables.
Handritshöfundurinn Marcus Webb hefur stefnt hasarhetjunni Sylvester Stallone fyrir hugverkaþjófnað fyrir héraðsdómi New York-borgar á Manhattan. Webb sakar Stallone um að hafa stolið frá sér hugmyndinni að The Expendables og hefur lagt fram handrit að kvikmyndinni The Cordoba Caper máli sínu til stuðnings.

Stallone var meðhöfundur handritsins að The Expendables, sem var frumsýnd 2010 og skartaði mörgum af helstu hasarhetjum nútímans. Að sjálfsögðu var farið af stað með framhald myndarinnar og þar munu stjörnur þeirra Arnolds Schwarzenegger og Bruce Willis skína enn skærar. Stallone verður að sjálfsögðu á sínum stað ásamt Jason Statham og fleiri harðjöxlum.

Hins vegar hefur Webb farið fram á að lögbann verði sett á framleiðslu framhaldsmyndarinnar. Í kröfunni kemur fram að fyrsta myndin sé ótrúlega lík The Cordoba Caper og sums staðar nánast alveg eins. Samkvæmt frétt Reuters krefur Webb Stallone um svimandi háar skaðabætur og hluta af gróða fyrstu myndarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×