Lífið

Óskarsilmur af Húshjálpinni

Frábærir Dómar Kvikmyndin The Help hefur fengið frábæra dóma í Bandaríkjunum og prýðilega aðsókn.
Frábærir Dómar Kvikmyndin The Help hefur fengið frábæra dóma í Bandaríkjunum og prýðilega aðsókn.
Kvikmyndin The Help, eða Húshjálpin, verður frumsýnd í Sambíóunum um helgina, en myndin hefur fengið lofsamlega dóma og mikla aðsókn í Bandaríkjunum. Myndin er byggð á samnefndri bók Kathryn Stockett sem kom út fyrir skemmstu á vegum Forlagsins í íslenskri þýðingu Ólafar Eldjárn. Bókin er fyrsta skáldsaga Stockett, en hún vakti strax athygli þegar hún kom út 2009 og sat í margar vikur á metsölulista New York Times.

Myndin segir frá Eugenia „Skeeter“ Phelan, sem ákveður að skrifa bók um það hvaða augum svartar húshjálp líti hvíta húsbændur sína og það harðræði sem þær þurfi að þola á hverjum degi. Myndin gerist á sjöunda áratug síðustu aldar þegar réttindabarátta svartra var um það bil að ná hámarki og henni þykir hafa tekist vel upp að fanga það rafmagnaða andrúmsloft sem ríkti í Bandaríkjunum um það leyti.

Leikstjóri myndarinnar er Tate Taylor, en hann reyndi fyrst fyrir sér sem leikari með misgóðum árangri. The Help er önnur mynd hans í fullri lengd en hann hafði áður gert Pretty Ugly People. Með hlutverk Skeeter fer hins vegar vonarstjarnan Emma Stone, sem hefur slegið rækilega í gegn í kvikmyndunum Superbad og Zombieland og leikur Gwen Stacy í nýjustu myndinni um Köngulóarmanninn.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.