Serranos-tvíeykið snýr sér að sterkum asískum mat 27. október 2011 10:30 Færa út kvíarnar Emil Helgi Lárusson og Einar Örn Einarsson, eigendur Serrano, ætla að opna nýjan stað, Nam, um mánaðamótin nóvember/desember. Staðurinn verður byggður upp á svipaðan hátt og Serrano nema að asísk matargerð verður í fyrirrúmi. Fréttablaðið/Stefán „Við horfum til mánaðamótanna nóvember/desember. Okkar hugmyndafræði gengur út á að gera hlutina vel og ef staðurinn er ekki tilbúinn færum við bara dagsetninguna,“ segir Emil Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri íslensku skyndibitakeðjunnar Serrano. Fyrirtækið hyggst opna nýjan veitingastað á Bíldshöfða sem hefur verið gefið nafnið Nam. Emil segir þá ætla að sjá hvernig viðtökurnar verði við fyrsta staðnum, fari allt á besta veg verði fleiri Nam-staðir opnaðir á næstu sex til tólf mánuðum. Að sögn Emils Helga verður staðurinn byggður upp á svipaðan hátt og Serrano nema að asísk matargerð verður í fyrirrúmi. „Það verða ákveðnir kjarnaréttir og svo velurðu fyrir sjálfan þig úr borðinu,“ útskýrir Emil, en matseðill staðarins er ekki fullmótaður. Matargerð frá Asíu hefur notið talsverða vinsælda hér á landi og Emil segist vita vel af því framboði sem í boði er. „Margir af þeim horfa hins vegar til Taílands en við ætlum okkur enn austar, til Kína, Laos og Víetnam. Sá matur er aðeins sterkari og bragðmeiri.“ Emil segir að hann og Einar Örn Einarsson, sem er hinn eigandi Serrano, hafi gengið með þennan veitingastað lengi í maganum. „Við ferðumst báðir mjög mikið og erum mikið að spá í matarmenningu og veitingastaði og þessi matarmenning hefur einfaldlega heillað okkur upp úr skónum,“ útskýrir Emil, en Einar Örn stýrir útrás Serrano í Svíþjóð þar sem staðirnir fjórir hafa notið mikilla vinsælda. Velgengni Serrano hefur verið með miklum ólíkindum frá því að Emil og Einar Örn opnuðu fyrsta staðinn fyrir níu árum. Serrano-staðirnir eru nú orðnir sex hér á landi og fjórir í Svíþjóð. Stefnt er að því að opna fjóra staði til viðbótar hér á landi á næstu tólf mánuðum. „Við erum hins vegar ekkert orðnir ógeðslega ríkir á þessu. Þegar hrunið varð vorum við bara það heppnir að við skulduðum nánast ekki neitt og okkar mottó hefur alltaf verið að eiga fyrir því sem við gerum,“ segir Emil. „Þetta er bæði vinnan okkar og áhugamál og við höfum ótrúlega gaman af þessu, sem er bara frábært.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
„Við horfum til mánaðamótanna nóvember/desember. Okkar hugmyndafræði gengur út á að gera hlutina vel og ef staðurinn er ekki tilbúinn færum við bara dagsetninguna,“ segir Emil Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri íslensku skyndibitakeðjunnar Serrano. Fyrirtækið hyggst opna nýjan veitingastað á Bíldshöfða sem hefur verið gefið nafnið Nam. Emil segir þá ætla að sjá hvernig viðtökurnar verði við fyrsta staðnum, fari allt á besta veg verði fleiri Nam-staðir opnaðir á næstu sex til tólf mánuðum. Að sögn Emils Helga verður staðurinn byggður upp á svipaðan hátt og Serrano nema að asísk matargerð verður í fyrirrúmi. „Það verða ákveðnir kjarnaréttir og svo velurðu fyrir sjálfan þig úr borðinu,“ útskýrir Emil, en matseðill staðarins er ekki fullmótaður. Matargerð frá Asíu hefur notið talsverða vinsælda hér á landi og Emil segist vita vel af því framboði sem í boði er. „Margir af þeim horfa hins vegar til Taílands en við ætlum okkur enn austar, til Kína, Laos og Víetnam. Sá matur er aðeins sterkari og bragðmeiri.“ Emil segir að hann og Einar Örn Einarsson, sem er hinn eigandi Serrano, hafi gengið með þennan veitingastað lengi í maganum. „Við ferðumst báðir mjög mikið og erum mikið að spá í matarmenningu og veitingastaði og þessi matarmenning hefur einfaldlega heillað okkur upp úr skónum,“ útskýrir Emil, en Einar Örn stýrir útrás Serrano í Svíþjóð þar sem staðirnir fjórir hafa notið mikilla vinsælda. Velgengni Serrano hefur verið með miklum ólíkindum frá því að Emil og Einar Örn opnuðu fyrsta staðinn fyrir níu árum. Serrano-staðirnir eru nú orðnir sex hér á landi og fjórir í Svíþjóð. Stefnt er að því að opna fjóra staði til viðbótar hér á landi á næstu tólf mánuðum. „Við erum hins vegar ekkert orðnir ógeðslega ríkir á þessu. Þegar hrunið varð vorum við bara það heppnir að við skulduðum nánast ekki neitt og okkar mottó hefur alltaf verið að eiga fyrir því sem við gerum,“ segir Emil. „Þetta er bæði vinnan okkar og áhugamál og við höfum ótrúlega gaman af þessu, sem er bara frábært.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp