Frances Bean Cobain, dóttir Courtney Love og Kurts Cobain, trúlofaðist nýverið kærasta sínum, tónlistarmanninum Isaiah Silva. Þau hafa verið saman í rúmt ár og virðast nú ætla að taka næsta skref og ganga í hið heilaga.
Parið breytti sambandsstöðu sinni á Facebook nýlega og skrifaði Cobain meðal annars: „Fæ að eyða ævinni í að elska besta vin minn. Ég er heppnasta kona heims.“
Ungfrú Cobain hefur ekki átt í samskiptum við móður sína um nokkra hríð og bjó lengi hjá föðurömmu sinni. Hún var aðeins 20 mánaða gömul er faðir hennar lést.
Dóttir Cobains lofuð
