Lífið

Bjarni töframaður svarar fyrir sig

Bjarni töframaður.
Bjarni töframaður.
Uppistandssýningin Steini, Pési og gaur á trommu var frumsýnd í Gamla bíói á fimmtudagskvöld. Þorsteinn Guðmundsson og Pétur Jóhann Sigfússon skiptast á um að fara með gamanmál og trommarinn Helgi Svavar Helgason skreytir uppistandið með tónlist sinni.

Landslið grínista var mætt til að horfa á félagana og Pétur Jóhann sagði uppi á sviði að ef allir gestirnir myndu brenna inni yrði þjóðin skilin eftir með grín Bjarna töframanns. Honum brá aðeins í brún þegar heyrist kallað úr sal: "Ég er hér!" — en þá kom á daginn að Bjarni var meðal áhorfenda…

Meðal fleiri gesta á frumsýningunni var gríntvíeykið Steindi og Bent, verðandi útvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal og sambýlismaður hans, Sverrir Bergmann. Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi mætti einnig á svæðið, rétt eins og samstarfskona hans úr Týndu kynslóðinni, Þórunn Antonía. Bræðurnir Sigurjón og Sindri Kjartanssynir gnæfðu yfir mannfjöldann og stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson lét einnig sjá sig…

Dr. Gunni fékk að kenna á því á uppistandinu, enda með sæti á fremsta bekk og Þorsteinn skaut einnig á líkamsræktarfrömuðina í salnum, þá Ívar Guðmundsson, Arnar Grant og Egil Gillzenegger. Sigríður Elva og Sigrún Ósk úr Íslandi í dag létu sig að sjálfsögðu ekki vanta og Ásgeir Kolbeinsson þóttist ætla að stela sælgæti úr eftirpartíinu við mikinn fögnuð nærstaddra. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×