Vill flytja hús afa síns og nafna á Bergstaðastrætið 29. október 2011 08:00 Hús með sál og hjarta Ólafur Egill Egilsson vill flytja hús afa síns og nafna, Ólafs Egilssonar, á lóðina við Bergstaðastræti 18. Það var byggt 1902 og stóð upphaflega við Laugaveg 74 en er nú í geymslu úti á Granda. Ólafur segir að honum hafi verið vel tekið hjá borginni en hann viti jafnframt vel að svona hlutir taki sinn tíma. „Ég hef verið að ganga milli nágranna og kanna þeirra hug og það virðist öllum lítast vel á þetta. Torfusamtökin, Húsafriðunarnefnd og flestir sem ég hef rætt við finnst þetta bara hið besta mál,“ segir Ólafur Egill Egilsson listamaður. Hann er að sækja um leyfi hjá Reykjavíkurborg til að fá að flytja húsið sem stóð við Laugaveg 74 – en var flutt út á Granda fyrir fjórum árum – aftur í miðbæinn. Nú á lóðina við Bergstaðastræti 18. Húsið stendur hjarta Ólafs nærri því afi hans og nafni, Ólafur Egilsson, ólst upp í því. Það var byggt 1902 og er því orðið 109 ára gamalt, en langafi Ólafs bjó þarna og var með kindur í bakgarðinum. „Mér finnst húsið fallegt og lóðin númer 18 er svokölluð flutningshúsalóð og hefur staðið auð lengi. Þarna er því gott tækifæri til að finna heimilislausu húsi samastað án þess að það þurfi að rífa annað upp með rótum,“ segir Ólafur, sem sjálfur býr á Bergstaðastræti 14. Ólafur fengi eflaust góð ráð hjá nágrönnum sínum því á Bergstaðastræti númer 20 hafa leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir og þýðandinn Örn Úlfar Höskuldsson verið að gera gamalt hús upp og á númer 16 hafa Ragnhildur Gísladóttir og Birkir Kristinsson gefið húsinu algjörlega nýtt líf eftir það hafði staðið autt í nokkur ár. Listamaðurinn hefur rætt við fólkið hjá borginni, sem hefur tekið vel í hugmyndir hans, þverpólitísk samstaða sé um málið. Hann gerir sér þó fyllilega grein fyrir því að svona hlutir taki sinn tíma. „Það þótti orka tvímælis þegar húsið var flutt á sínum tíma en það er annar andi sem svífur yfir vötnum núna en gerði 2007, meiri nýtni og virðing fyrir gömlum hlutum. Og þetta er náttúrulega topp-endurvinnsla; gamalt verður nýtt,“ segir Ólafur, en hann nýtur liðsinnis Kristjáns S. Kristjánssonar sem gerði upp fallegan steinbæ á Bergstaðastræti 22. Ólafur er ekki ókunnugur því að búa í gömlu timburhúsi, hann ólst upp í einu slíku við Grettisgötuna og eyddi mörgum stundum í að mála og spartla með bróður sínum. Eiginkonan, Esther Talía, sleit sömuleiðis barnsskónum í gömlu timburhúsi. Og þau hjónakorn vita því vel að gömlum timburhúsum fylgja ansi mörg hamarshögg. „Það er hins vegar ákveðin gleði sem felst í því að búa til hreiðrið sitt,“ segir Ólafur, hvergi banginn. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
„Ég hef verið að ganga milli nágranna og kanna þeirra hug og það virðist öllum lítast vel á þetta. Torfusamtökin, Húsafriðunarnefnd og flestir sem ég hef rætt við finnst þetta bara hið besta mál,“ segir Ólafur Egill Egilsson listamaður. Hann er að sækja um leyfi hjá Reykjavíkurborg til að fá að flytja húsið sem stóð við Laugaveg 74 – en var flutt út á Granda fyrir fjórum árum – aftur í miðbæinn. Nú á lóðina við Bergstaðastræti 18. Húsið stendur hjarta Ólafs nærri því afi hans og nafni, Ólafur Egilsson, ólst upp í því. Það var byggt 1902 og er því orðið 109 ára gamalt, en langafi Ólafs bjó þarna og var með kindur í bakgarðinum. „Mér finnst húsið fallegt og lóðin númer 18 er svokölluð flutningshúsalóð og hefur staðið auð lengi. Þarna er því gott tækifæri til að finna heimilislausu húsi samastað án þess að það þurfi að rífa annað upp með rótum,“ segir Ólafur, sem sjálfur býr á Bergstaðastræti 14. Ólafur fengi eflaust góð ráð hjá nágrönnum sínum því á Bergstaðastræti númer 20 hafa leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir og þýðandinn Örn Úlfar Höskuldsson verið að gera gamalt hús upp og á númer 16 hafa Ragnhildur Gísladóttir og Birkir Kristinsson gefið húsinu algjörlega nýtt líf eftir það hafði staðið autt í nokkur ár. Listamaðurinn hefur rætt við fólkið hjá borginni, sem hefur tekið vel í hugmyndir hans, þverpólitísk samstaða sé um málið. Hann gerir sér þó fyllilega grein fyrir því að svona hlutir taki sinn tíma. „Það þótti orka tvímælis þegar húsið var flutt á sínum tíma en það er annar andi sem svífur yfir vötnum núna en gerði 2007, meiri nýtni og virðing fyrir gömlum hlutum. Og þetta er náttúrulega topp-endurvinnsla; gamalt verður nýtt,“ segir Ólafur, en hann nýtur liðsinnis Kristjáns S. Kristjánssonar sem gerði upp fallegan steinbæ á Bergstaðastræti 22. Ólafur er ekki ókunnugur því að búa í gömlu timburhúsi, hann ólst upp í einu slíku við Grettisgötuna og eyddi mörgum stundum í að mála og spartla með bróður sínum. Eiginkonan, Esther Talía, sleit sömuleiðis barnsskónum í gömlu timburhúsi. Og þau hjónakorn vita því vel að gömlum timburhúsum fylgja ansi mörg hamarshögg. „Það er hins vegar ákveðin gleði sem felst í því að búa til hreiðrið sitt,“ segir Ólafur, hvergi banginn. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira