Leikur í nýrri Bille August-mynd 29. október 2011 16:00 Vandvirkur og rólegur Sverrir Guðnason leikur eitt aðalhlutverkanna í nýjustu kvikmynd Bille August, The Passion of Marie. Hann segir August bæði vandvirkan og rólegan á tökustað. „Hann kom til Svíþjóðar og var að leita að sænskum leikara til að leika Hugo Alfén. Ég fór bara í prufur og endaði svo í myndinni,“ segir hinn rammíslenski Sverrir Guðnason. Sverrir leikur sænska tónskáldið Alfén í nýjustu kvikmynd danska verðlaunaleikstjórans Bille August, The Passion of Marie. Sverrir hefur búið um árabil í Svíþjóð og gert garðinn frægan, meðal annars sem Pontus í sjónvarpskvikmyndunum um Wallander lögreglumann. August hefur átt góðu gengi að fagna í Ameríku síðan hann gerði hinar mögnuðu kvikmyndir Palla Sigurvegara árið 1987 og Trú, von og kærleik árið 1984. Meðal kvikmynda á ferilskránni eru Hús andanna, Vesalingarnir og Goodbye Bafana. The Passion of Marie er hins vegar fyrsta danska kvikmyndin hans í aldarfjórðung. Hún er byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá listamannshjónunum Marie Krøyer og Peder Severin Krøyer og samskiptum þeirra við sænska tónskáldið Alfén. Leikarinn kann því vel að vinna undir stjórn August, það sé ekkert stress á tökustaðnum. „Hann er mjög vandvirkur og rólegur og veit alveg hvað hann vill,“ segir Sverrir og viðurkennir um leið að myndin sé stórt tækifæri fyrir sig. Leikarinn heldur góðu sambandi við Ísland, kemur hingað tvisvar á ári, en hann hefur haft í nægu að snúast í vinnunni. „Ég var aðeins í leikhúsinu, lék aðalhlutverkið í söngleik hjá Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi. Og svo eru þrjár kvikmyndir fram undan þannig að þetta hefur gengið mjög vel.“- fgg Lífið Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
„Hann kom til Svíþjóðar og var að leita að sænskum leikara til að leika Hugo Alfén. Ég fór bara í prufur og endaði svo í myndinni,“ segir hinn rammíslenski Sverrir Guðnason. Sverrir leikur sænska tónskáldið Alfén í nýjustu kvikmynd danska verðlaunaleikstjórans Bille August, The Passion of Marie. Sverrir hefur búið um árabil í Svíþjóð og gert garðinn frægan, meðal annars sem Pontus í sjónvarpskvikmyndunum um Wallander lögreglumann. August hefur átt góðu gengi að fagna í Ameríku síðan hann gerði hinar mögnuðu kvikmyndir Palla Sigurvegara árið 1987 og Trú, von og kærleik árið 1984. Meðal kvikmynda á ferilskránni eru Hús andanna, Vesalingarnir og Goodbye Bafana. The Passion of Marie er hins vegar fyrsta danska kvikmyndin hans í aldarfjórðung. Hún er byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá listamannshjónunum Marie Krøyer og Peder Severin Krøyer og samskiptum þeirra við sænska tónskáldið Alfén. Leikarinn kann því vel að vinna undir stjórn August, það sé ekkert stress á tökustaðnum. „Hann er mjög vandvirkur og rólegur og veit alveg hvað hann vill,“ segir Sverrir og viðurkennir um leið að myndin sé stórt tækifæri fyrir sig. Leikarinn heldur góðu sambandi við Ísland, kemur hingað tvisvar á ári, en hann hefur haft í nægu að snúast í vinnunni. „Ég var aðeins í leikhúsinu, lék aðalhlutverkið í söngleik hjá Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi. Og svo eru þrjár kvikmyndir fram undan þannig að þetta hefur gengið mjög vel.“- fgg
Lífið Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira