Æskuvinir opna skemmtistað á Egilsstöðum 8. nóvember 2011 08:00 Framtakssamir Nýi skemmtistaðurinn verður til húsa í gömlu símstöðinni á Egilsstöðum og dregur nafn sitt af byggingunni „Nú erum við bara að bíða eftir tilskyldum leyfum og stefnan er að opna staðinn um næstu mánaðamót,“ segir Baldur Gauti Gunnarsson, einn þriggja ungra frumkvöðla sem ákváðu að hætta að sitja heima um helgar og opna í stað þess nýjan skemmtistað á Egilsstöðum. Þeir Baldur, Andri Valsson og Sigbjörn Þór Birgisson eru allir fæddir og uppaldir á Egilsstöðum og hafa á síðustu misserum flutt aftur í heimabæinn eftir námsdvöl í Reykjavík og erlendis. Þrátt fyrir stærð Egilsstaða og þjónustuhlutverk bæjarins fyrir Austurland hefur verið heldur dauft yfir skemmtanalífi íbúa síðustu mánuði. Fréttablaðið sagði frá lokun Kaffi Egilsstaða í sumar, og enginn skemmtistaður hefur verið starfræktur í bænum síðan. „Það hefur náttúrulega bara verið hundleiðinlegt. Ef ég væri tvítugur fyndist mér ekkert rosalega gaman hérna. Skemmtistaðir eru auðvitað hálfgerðar undirstöðustofnanir í samfélögum.“ Baldur segir þá félagana hafa rætt hugmyndina meira í gríni en af alvöru fyrst um sinn og ekki ákveðið að slá til fyrr en fyrir rúmum mánuði síðan. „Það þýðir ekki að væla endalaust yfir því að aðrir geri ekki hlutina, maður verður bara að gera þá sjálfur. Svo er óneitanlega mjög skemmtilegt að geta gert eitthvað fyrir samfélagið hérna.“ Lífið Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira
„Nú erum við bara að bíða eftir tilskyldum leyfum og stefnan er að opna staðinn um næstu mánaðamót,“ segir Baldur Gauti Gunnarsson, einn þriggja ungra frumkvöðla sem ákváðu að hætta að sitja heima um helgar og opna í stað þess nýjan skemmtistað á Egilsstöðum. Þeir Baldur, Andri Valsson og Sigbjörn Þór Birgisson eru allir fæddir og uppaldir á Egilsstöðum og hafa á síðustu misserum flutt aftur í heimabæinn eftir námsdvöl í Reykjavík og erlendis. Þrátt fyrir stærð Egilsstaða og þjónustuhlutverk bæjarins fyrir Austurland hefur verið heldur dauft yfir skemmtanalífi íbúa síðustu mánuði. Fréttablaðið sagði frá lokun Kaffi Egilsstaða í sumar, og enginn skemmtistaður hefur verið starfræktur í bænum síðan. „Það hefur náttúrulega bara verið hundleiðinlegt. Ef ég væri tvítugur fyndist mér ekkert rosalega gaman hérna. Skemmtistaðir eru auðvitað hálfgerðar undirstöðustofnanir í samfélögum.“ Baldur segir þá félagana hafa rætt hugmyndina meira í gríni en af alvöru fyrst um sinn og ekki ákveðið að slá til fyrr en fyrir rúmum mánuði síðan. „Það þýðir ekki að væla endalaust yfir því að aðrir geri ekki hlutina, maður verður bara að gera þá sjálfur. Svo er óneitanlega mjög skemmtilegt að geta gert eitthvað fyrir samfélagið hérna.“
Lífið Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira