Foreldrar gegn einelti Bryndís Jónsdóttir og Guðrún Valdimarsdóttir skrifar 8. nóvember 2011 06:00 Einelti gegn börnum er grafalvarlegt samfélagsmein. Í könnunum Menntasviðs Reykjavíkur um viðhorf foreldra til grunnskólastarfs kemur fram að einelti hefur ekki farið minnkandi síðustu ár, að mati foreldra. Tæp 16% foreldra í könnun frá 2010 telja að börn þeirra hafi orðið fyrir einelti á síðustu tólf mánuðum. Í fjögur hundruð barna skóla eru þetta um sextíu og fjórir nemendur. Tæpur þriðjungur foreldra segir í sömu könnun að fljótt og vel hafi verið tekið á eineltinu en rúmlega þriðjungur segir að skólinn hafi ekki tekið á málinu. Kannanir frá árunum 2004, 2006 og 2008 sýna einnig að rúmlega þriðjungur foreldra var frekar ósáttur eða mjög ósáttur við það hvernig var tekið á eineltinu í skólanum. Það er ekki á færi einstaklinga að vinna bug á einelti heldur verðum við fullorðna fólkið í samfélaginu að taka höndum saman, axla ábyrgð og grípa til aðgerða. Skólasamfélagið allt þarf að líta í eigin barm og skoða hvernig gera má betur. Ábyrgðin er líka okkar foreldra. Sum börn eru ótrúlega fær í að fela líðan sína þegar þau vilja ekki íþyngja foreldrum sínum. Afskipti af barni sem á erfitt getur hreinlega bjargað lífi þess og breytt tilveru heillar fjölskyldu. Með því að hvetja börnin okkar til að láta einhvern fullorðinn vita ef þau verða vör við að önnur börn ástundi óæskilega hegðun, eða verða fyrir áreiti af hálfu annarra barna eða fullorðinna, getum við lagt okkar af mörkum. Samvinna okkar fullorðna fólksins, sem myndum öryggisnet barns, er besta leiðin til að fyrirbyggja að upp komi vandamál. Mikilvægt er að eiga reglulega samræður um málefni líðandi stundar, verkefni dagsins, væntingar, gleði og vonbrigði. Þessar samræður þurfa líka að eiga sér stað í skólastofunni. Þær efla traust og trúnað og auðvelda börnum að tjá sig um viðkvæmari málefni ef þess gerist þörf. Fylgjumst með því að enginn sé einn og skilinn útundan í bekknum, myndum vinahópa, gerum eitthvað skemmtilegt með hópnum öllum og setjum reglur um samskipti, afmælisboð og þess háttar. Ef foreldrarnir í bekknum þekkjast vel og börnin líka verða öll samskipti betri og auðveldara er að grípa inn í ef eitthvað bjátar á. Munum að börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Hvernig talar þú um fólk við eldhúsborðið heima hjá þér? Leyfir þú barninu þínu að tala á neikvæðan hátt um skólann, bekkjarfélaga, vini eða fjölskyldumeðlimi? Getum við ætlast til þess að börnin okkar beri virðingu fyrir öðrum ef við stöndum fyrir eða samþykkjum slíkt tal? Lítum í eigin barm. Leyfum okkur ekki að líta í hina áttina ef grunur um einelti vaknar. Börnin okkar, í víðasta skilningi þess orðs, eiga betra skilið en að við stingum vandamálum þeirra undir stól. Sýnum þeim þá virðingu að hlusta, meðtaka og bregðast við. Enginn er undanskilinn ábyrgð ef einelti þrífst í nærumhverfi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Einelti gegn börnum er grafalvarlegt samfélagsmein. Í könnunum Menntasviðs Reykjavíkur um viðhorf foreldra til grunnskólastarfs kemur fram að einelti hefur ekki farið minnkandi síðustu ár, að mati foreldra. Tæp 16% foreldra í könnun frá 2010 telja að börn þeirra hafi orðið fyrir einelti á síðustu tólf mánuðum. Í fjögur hundruð barna skóla eru þetta um sextíu og fjórir nemendur. Tæpur þriðjungur foreldra segir í sömu könnun að fljótt og vel hafi verið tekið á eineltinu en rúmlega þriðjungur segir að skólinn hafi ekki tekið á málinu. Kannanir frá árunum 2004, 2006 og 2008 sýna einnig að rúmlega þriðjungur foreldra var frekar ósáttur eða mjög ósáttur við það hvernig var tekið á eineltinu í skólanum. Það er ekki á færi einstaklinga að vinna bug á einelti heldur verðum við fullorðna fólkið í samfélaginu að taka höndum saman, axla ábyrgð og grípa til aðgerða. Skólasamfélagið allt þarf að líta í eigin barm og skoða hvernig gera má betur. Ábyrgðin er líka okkar foreldra. Sum börn eru ótrúlega fær í að fela líðan sína þegar þau vilja ekki íþyngja foreldrum sínum. Afskipti af barni sem á erfitt getur hreinlega bjargað lífi þess og breytt tilveru heillar fjölskyldu. Með því að hvetja börnin okkar til að láta einhvern fullorðinn vita ef þau verða vör við að önnur börn ástundi óæskilega hegðun, eða verða fyrir áreiti af hálfu annarra barna eða fullorðinna, getum við lagt okkar af mörkum. Samvinna okkar fullorðna fólksins, sem myndum öryggisnet barns, er besta leiðin til að fyrirbyggja að upp komi vandamál. Mikilvægt er að eiga reglulega samræður um málefni líðandi stundar, verkefni dagsins, væntingar, gleði og vonbrigði. Þessar samræður þurfa líka að eiga sér stað í skólastofunni. Þær efla traust og trúnað og auðvelda börnum að tjá sig um viðkvæmari málefni ef þess gerist þörf. Fylgjumst með því að enginn sé einn og skilinn útundan í bekknum, myndum vinahópa, gerum eitthvað skemmtilegt með hópnum öllum og setjum reglur um samskipti, afmælisboð og þess háttar. Ef foreldrarnir í bekknum þekkjast vel og börnin líka verða öll samskipti betri og auðveldara er að grípa inn í ef eitthvað bjátar á. Munum að börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Hvernig talar þú um fólk við eldhúsborðið heima hjá þér? Leyfir þú barninu þínu að tala á neikvæðan hátt um skólann, bekkjarfélaga, vini eða fjölskyldumeðlimi? Getum við ætlast til þess að börnin okkar beri virðingu fyrir öðrum ef við stöndum fyrir eða samþykkjum slíkt tal? Lítum í eigin barm. Leyfum okkur ekki að líta í hina áttina ef grunur um einelti vaknar. Börnin okkar, í víðasta skilningi þess orðs, eiga betra skilið en að við stingum vandamálum þeirra undir stól. Sýnum þeim þá virðingu að hlusta, meðtaka og bregðast við. Enginn er undanskilinn ábyrgð ef einelti þrífst í nærumhverfi okkar.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun