Lífið

Sjóræningjar leggja á ráðin í leikhúsinu

Fyrsti samlestur Leikarahópurinn í Gulleyjunni hittist í samlestri í Borgarleikhúsinu í gær. Frá vinstri eru Einar Aðalsteinsson, Björn Jörundur, Sigurður leikstjóri, Þóra Karítas og Þórunn Clausen.Fréttablaðið/Stefán
Fyrsti samlestur Leikarahópurinn í Gulleyjunni hittist í samlestri í Borgarleikhúsinu í gær. Frá vinstri eru Einar Aðalsteinsson, Björn Jörundur, Sigurður leikstjóri, Þóra Karítas og Þórunn Clausen.Fréttablaðið/Stefán
Það var gott andrúmsloftið í Borgarleikhúsinu í gær þegar fyrsti samlestur á Gulleyjunni fór fram. Verkið er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Leikfélags Akureyrar en leikritið verður sýnt á Akureyri í janúar og kemur svo fyrir sjónir höfuðborgabúa haustið 2012.

Aðalleikarinn Björn Jörundur Friðbjörnsson var að sjálfsögðu mættur en hann leikur sjóræningjann fræga Langa Jón Silfur sem og meðleikarar hans Þóra Karítas Árnadóttir, Þórunn Erna Clausen, Einar Aðalsteinsson og Kjartan Guðjónsson.

Gulleyjan er ein frægasta sjóræningjasaga allra tíma og fjallar um Langa Jón Silfur og ævintýri hans. Sigurður Sigurjónsson leikstýrir verkinu en hann gerði einnig leikgerðina ásamt Karli Ágúst Úlfssyni. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sér um tónlistina en verið er að leggja lokahönd á upptökur á tónlistinni í verkinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.