Lífið

Sveppi í jólabókaflóðið

Uppflettirit Sveppa Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, gefur út Skemmtibók stútfulla af leikjum og hugmyndum að tómstundum fyrir krakka á öllum aldri. Fréttablaðið/valli
Uppflettirit Sveppa Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, gefur út Skemmtibók stútfulla af leikjum og hugmyndum að tómstundum fyrir krakka á öllum aldri. Fréttablaðið/valli
„Nei, nei, ég er ekkert að fara að sækja um inngöngu í Rithöfundasambandið með þessari bók en það hefur lengi blundað í mér að gera skemmtibók fyrir krakka,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, en hann dembir sér í jólabókaflóðið í ár með bókinni Skemmtibók Sveppa.

Bókin er fyrir börn á öllum aldri en í henni hefur Sveppi tínt til alla uppáhaldsleikina sína, hugmyndir að alls kyns tómstundum, brandara og brellur. Einnig er að finna fyndnar örsögur og einfaldar en gómsætar uppskriftir.

„Ég er af þeirri kynslóð sem var send út að leika og mér finnst vera vöntun á því í dag. Þessi bók á að hjálpa krökkum í að nota ímyndunaraflið til að finna eitthvað annað að gera en að hanga í tölvuleikjum,“ segir Sveppi, sem er einna hrifnastur af partíleikjunum sem má nota í afmælisveislur.

„Við Villi höfum verið duglegir að sýsla ýmislegt í þáttunum okkar og það er allt að finna í bókinni,“ segir Sveppi og fullyrðir að bókin sé þarfaþing á hvert heimili, eins konar uppflettirit. „Bókin er ekki bara fyrir krakka því að foreldrarnir þurfa stundum á hjálp að halda við að finna sniðuga leiki fyrir börnin sín.“

Sveppi ætlar að vera með kakóstemmingu í Eymundsson á Skólavörðustíg á laugardaginn klukkan 16 til að kynna bókina fyrir gesti og gangandi. - áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×