Hefur aldrei hitt Íslending 11. nóvember 2011 18:00 Dj Neil Armstrong Þekkir ekkert til Íslands né íslenskrar tónlistar en ætlar að skemmta Íslendingum á Vegamótum í kvöld. Plötusnúðurinn Neil Armstrong kemur fram á Vegamótum í kvöld. Hann spilaði á tónleikaferðalagi Jay-Z um allan heim og hefur unnið með listamönnum á borð við Puff Daddy, Timbaland og Coldplay. Dj Neil Armstrong lendir á Íslandi í dag og treður upp á Vegamótum í kvöld ásamt Jay-O og Benna B-Ruff. Veislan byrjar klukkan 23 og það er ókeypis inn. Fréttablaðið heyrði stuttlega í Armstrong, sem er spenntur fyrir kvöldinu í kvöld. Jæja, Neil. Ertu eitthvað skyldur geimfaranum? „Nei, en ég var skírður eftir honum.“ Þú hefur ferðast um allan heim og troðið upp á mörgum flottum stöðum. Er þessi ferð til Íslands bara eins og hver annar dagur í vinnunni? „Ég hef fengið tækifæri til að koma fram sem plötusnúður í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu þannig að ferðalög eru næstum því daglegt brauð. En þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands svo ég er mjög spenntur að sjá hvernig það er.“ Hverju mega gestir á Vegamótum búast við frá þér í kvöld? „Ég er klárlega hipphopp/urban-plötusnúður út í gegn enda hef ég unnið með Jay-Z og túrað fyrir Adidas en það eru ýmsir stílar í gangi innan þeirrar stefnu. Þar má nefna „Old School“-sándið, sálarhlutann og nýlega dótið sem jaðrar við dans og teknó. Sem plötusnúður er maður að tala við áhorfendaskarann –fólkiðákveður í raun hvað er spilað en plötusnúðurinn þarf að reiða það fram með eigin persónulegu bragði. Fólkið getur klárlega búist við flottri tónlist og góðri skemmtun frá mér í kvöld.“ Þekkirðu eitthvað til íslenskrar tónlistar? „Þó að ég hafi ferðast víða hef ég aldrei hitt nokkurn mann frá Íslandi! Tónlist er þó alþjóðlegt tungumál og ég er spenntur að heyra hvað íslenska menningin býður upp á,“ segir Armstrong, sem kveðst ætla að skoða sig um sem ferðamaður í Reykjavík. Hann vonast jafnfram til þess að geta slappað af í heitri laug. Eitthvað að lokum? „Mér skilst að Íslendingar elski að skemmta sér þannig að ég vil hvetja þá til að koma í kvöld og fá að kynnast alvöru New York-menningu.“ hdm@frettabladid.is Lífið Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira
Plötusnúðurinn Neil Armstrong kemur fram á Vegamótum í kvöld. Hann spilaði á tónleikaferðalagi Jay-Z um allan heim og hefur unnið með listamönnum á borð við Puff Daddy, Timbaland og Coldplay. Dj Neil Armstrong lendir á Íslandi í dag og treður upp á Vegamótum í kvöld ásamt Jay-O og Benna B-Ruff. Veislan byrjar klukkan 23 og það er ókeypis inn. Fréttablaðið heyrði stuttlega í Armstrong, sem er spenntur fyrir kvöldinu í kvöld. Jæja, Neil. Ertu eitthvað skyldur geimfaranum? „Nei, en ég var skírður eftir honum.“ Þú hefur ferðast um allan heim og troðið upp á mörgum flottum stöðum. Er þessi ferð til Íslands bara eins og hver annar dagur í vinnunni? „Ég hef fengið tækifæri til að koma fram sem plötusnúður í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu þannig að ferðalög eru næstum því daglegt brauð. En þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands svo ég er mjög spenntur að sjá hvernig það er.“ Hverju mega gestir á Vegamótum búast við frá þér í kvöld? „Ég er klárlega hipphopp/urban-plötusnúður út í gegn enda hef ég unnið með Jay-Z og túrað fyrir Adidas en það eru ýmsir stílar í gangi innan þeirrar stefnu. Þar má nefna „Old School“-sándið, sálarhlutann og nýlega dótið sem jaðrar við dans og teknó. Sem plötusnúður er maður að tala við áhorfendaskarann –fólkiðákveður í raun hvað er spilað en plötusnúðurinn þarf að reiða það fram með eigin persónulegu bragði. Fólkið getur klárlega búist við flottri tónlist og góðri skemmtun frá mér í kvöld.“ Þekkirðu eitthvað til íslenskrar tónlistar? „Þó að ég hafi ferðast víða hef ég aldrei hitt nokkurn mann frá Íslandi! Tónlist er þó alþjóðlegt tungumál og ég er spenntur að heyra hvað íslenska menningin býður upp á,“ segir Armstrong, sem kveðst ætla að skoða sig um sem ferðamaður í Reykjavík. Hann vonast jafnfram til þess að geta slappað af í heitri laug. Eitthvað að lokum? „Mér skilst að Íslendingar elski að skemmta sér þannig að ég vil hvetja þá til að koma í kvöld og fá að kynnast alvöru New York-menningu.“ hdm@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira