Samband Blake Lively og Ryans Reynolds blómstrar og nú hefur sá orðrómur farið á kreik að parið sé að leita sér að íbúð saman.
Parið á að hafa skoðað þakíbúð nærri Madison Square Park í New York nýlega og litist vel á. Lively býr sjálf í Chelsea-hverfinu í New York á meðan Reynolds er nú staddur í Boston þar sem hann er við tökur á nýrri kvikmynd.
Parið hefur verið að hittast undanfarinn mánuð, en áður var Lively í sambandi með Leonardo DiCaprio. „Þegar þau yfirgáfu bygginguna fór Blake fyrst út og beint inn í leigubíl, stuttu síðar kom Ryan út og stökk inn í sama bíl,“ sagði sjónarvottur.
Leita að íbúð saman
