Vatnsmýrarbyggð verður djásn í höfuðborginni Örn Sigurðsson og Gunnar H. Gunnarsson skrifar 11. nóvember 2011 06:00 Ómari Ragnarssyni, þeim fjölhæfa og athafnasama snillingi, fatast illilega flugið í grein í Fréttablaðinu þann 9. nóvember sl., sem hann ritar til varnar flugvellinum í hjarta Reykjavíkur. Þar telur Ómar sig ugglaust eiga persónulegra hagsmuna að gæta sem flugrekandi og flugvélareigandi. Í skrifum sínum lítur hann fram hjá öllu, sem máli skiptir í umræðu um víðtæka framtíðarhagsmuni borgarbúa og annarra landsmanna. Stjórnlagaþingsmaðurinn Ómar sleppir því að nefna fyrstu almennu atkvæðagreiðslu á Íslandi, ef frá eru taldar kosningar um brennivín, hunda, fullveldi 1918 og stofnun lýðveldis 1944, þegar Reykvíkingar ákváðu 2001 að Reykjavíkurflugvöllur skyldi lagður niður eigi síðar en 2016 . Ómar getur þess ekki að Reykvíkingar fengu full yfirráð yfir kjörlendi sínu í Vatnsmýri þann 1. janúar 1932 til þess eins að þróa þar áfram ört stækkandi höfuðborg. Þetta var níu árum áður en Bretar byggðu herflugvöll í Vatnsmýri og 14 árum áður en ríkið gerði hann með valdi að borgaralegum flugvelli í stríðslok gegn brýnustu hagsmunum og vilja Reykvíkinga. Ómar nefnir ekki einu orði að árið 2005 var samþykkt með 14 atkvæðum í borgarstjórn Reykjavíkur að efna til alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrar. Árið 2007 bárust alls 136 glæsilegar tillögur frá mörgum færustu sérfræðingum heims á sviði borgarskipulags. Engin tillagnanna gerði ráð fyrir flugvelli þó samkeppnisgögn heimiluðu það. Margsinnis hefur verið sýnt fram á þjóðhagslega arðsemi þess að byggja í Vatnsmýri, m.a. í skýrslu, sem ráðgjafafyrirtækið ParX vann fyrir samgönguráðherra 2007. Þar kemur fram að á verðlagi 2005 verður þjóðarbúið af a.m.k. 3.500.000.000 kr. á hverju því ári, sem ekki er byggt í Vatnsmýri. Aðrir telja að tap þjóðarbúsins sé að minnsta kosti fjórfalt eða um 14 milljarðar kr. á ári. Þétting byggðar er mannvæn, umhverfisvæn og þjóðhagslega arðsöm. Nú kostar akstur á höfuðborgarsvæðinu á 3ja hundrað milljarða kr. á ári, en með fullbyggðri þéttri og blandaðri byggð í Vatnsmýri sparast verulegur hluti þess fjár eða allt að 40%. Talið er að frá og með árinu 2013 skapist þörf fyrir smáar og meðalstórar fjölbýlishúsaíbúðir miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu þar sem ungar fjölskyldur komast af með einn bíl eða engan. Ef ekki er unnt að koma til móts við eftirspurnina í Vatnsmýri mun verulegur hluti þessa hóps neyðast til að setjast að í nýjum úthverfum utan við núverandi jaðar höfuðborgarsvæðisins, einkum í nágrannasveitarfélögunum. Það mun leiða til áframhaldandi stjórnlausrar útþenslu byggðar og aukins kostnaðar samfélagsins með tilheyrandi skerðingu lífskjara. Reykvíkinginn Ómar Ragnarsson skortir tilfinningu fyrir brýnustu hagsmunum höfuðborgarbúa. Þeir hagsmunir eru að sjálfsögðu að losna sem allra fyrst við flugvöllinn úr Vatnsmýri. Flugvélareigandinn og flugrekandinn Ómar ætti að snúa sér að Ögmundi ráðherra samgöngumála, sem hangir á Vatnsmýrarflugvellinum eins og hundur á roði og benda honum á að það eru langtímahagsmunir flugrekenda að skapa stöðugleika og ró um miðstöð innanlandsflugsins. Í því skyni gæti ríkið t.d. gert nýjan flugvöll uppi á Hólmsheiði fyrir u.þ.b. 15 milljarða króna og átt um 20.000.000.000 kr. í afgang eftir sölu á ríkislóðunum í Vatnsmýri. Heldur þú ekki Ómar að ríkið gæti notað þetta fé í samgöngumannvirki á þessum síðustu og verstu tímum? Vantar ekki peninga t.d. í Dýrafjarðargöng, Norðfjarðargöng, Öskjuhlíðargöng og Kópavogsgöng? Vatnsmýrin er eins konar ormagryfja lýðveldisins. Í umræðum um hana mætist flest það versta í íslenskum stjórnmálum og samræðuhefð. Þar rekast á sýndarhagsmunir dreifðra byggða og gamla bændasamfélagsins annars vegar og hins vegar meginhagsmunir hins unga borgarsamfélags. Samgönguyfirvöld hafa áratugum saman staðið fyrir skipulegri áróðursherferð gegn helstu hagsmunum höfuðborgarbúa og kallað til mikinn liðsstyrk hollvina flugsins, þeirra sem með einum eða öðrum hætti gætu talist eiga persónulegra hagsmuna að gæta af áframhaldandi veru flugvallar í Vatnsmýri. Í málflutningi sínum byggir þessi hópur á þröngum einkahagsmunum, tilfinningatengdum rökleysum, órökstuddum fullyrðingum, tilbúningi og útúrsnúningum en sniðgengur um leið grundvallaratriði samræðunnar, þ.e. rökstuðning, sanngirni og fagleg vinnubrögð. Skrif Ómars Ragnarssonar flugrekanda bera öll þessi einkenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Höfuðborg og flugvöllur allra landsmanna Það er lögmál að borgir og bæir myndast oftast á krossgötum, sem draga að sér verslun og þjónustu. Innlend dæmi eru Reykjavík, Borgarnes, Akureyri, Egilsstaðir og Selfoss en erlend dæmi eru Ósló, Stokkhólmur og Kaupmannahöfn. Reykjavík myndaðist þar sem sjóleið og landleið mættust við gömlu Reykjavíkurhöfn á þeim tímum sem dönsku konungarnir, Þórbergur, Lindberg og Nóbelsskáldið tóku land í Reykjavíkurhöfn. Síðan bættist flugvöllurinn við rétt við Kvosina. Fljótlega myndaðist andstaða við flugvöllinn á þeim forsendum að hann tæki rými frá miðborginni. 9. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ómari Ragnarssyni, þeim fjölhæfa og athafnasama snillingi, fatast illilega flugið í grein í Fréttablaðinu þann 9. nóvember sl., sem hann ritar til varnar flugvellinum í hjarta Reykjavíkur. Þar telur Ómar sig ugglaust eiga persónulegra hagsmuna að gæta sem flugrekandi og flugvélareigandi. Í skrifum sínum lítur hann fram hjá öllu, sem máli skiptir í umræðu um víðtæka framtíðarhagsmuni borgarbúa og annarra landsmanna. Stjórnlagaþingsmaðurinn Ómar sleppir því að nefna fyrstu almennu atkvæðagreiðslu á Íslandi, ef frá eru taldar kosningar um brennivín, hunda, fullveldi 1918 og stofnun lýðveldis 1944, þegar Reykvíkingar ákváðu 2001 að Reykjavíkurflugvöllur skyldi lagður niður eigi síðar en 2016 . Ómar getur þess ekki að Reykvíkingar fengu full yfirráð yfir kjörlendi sínu í Vatnsmýri þann 1. janúar 1932 til þess eins að þróa þar áfram ört stækkandi höfuðborg. Þetta var níu árum áður en Bretar byggðu herflugvöll í Vatnsmýri og 14 árum áður en ríkið gerði hann með valdi að borgaralegum flugvelli í stríðslok gegn brýnustu hagsmunum og vilja Reykvíkinga. Ómar nefnir ekki einu orði að árið 2005 var samþykkt með 14 atkvæðum í borgarstjórn Reykjavíkur að efna til alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrar. Árið 2007 bárust alls 136 glæsilegar tillögur frá mörgum færustu sérfræðingum heims á sviði borgarskipulags. Engin tillagnanna gerði ráð fyrir flugvelli þó samkeppnisgögn heimiluðu það. Margsinnis hefur verið sýnt fram á þjóðhagslega arðsemi þess að byggja í Vatnsmýri, m.a. í skýrslu, sem ráðgjafafyrirtækið ParX vann fyrir samgönguráðherra 2007. Þar kemur fram að á verðlagi 2005 verður þjóðarbúið af a.m.k. 3.500.000.000 kr. á hverju því ári, sem ekki er byggt í Vatnsmýri. Aðrir telja að tap þjóðarbúsins sé að minnsta kosti fjórfalt eða um 14 milljarðar kr. á ári. Þétting byggðar er mannvæn, umhverfisvæn og þjóðhagslega arðsöm. Nú kostar akstur á höfuðborgarsvæðinu á 3ja hundrað milljarða kr. á ári, en með fullbyggðri þéttri og blandaðri byggð í Vatnsmýri sparast verulegur hluti þess fjár eða allt að 40%. Talið er að frá og með árinu 2013 skapist þörf fyrir smáar og meðalstórar fjölbýlishúsaíbúðir miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu þar sem ungar fjölskyldur komast af með einn bíl eða engan. Ef ekki er unnt að koma til móts við eftirspurnina í Vatnsmýri mun verulegur hluti þessa hóps neyðast til að setjast að í nýjum úthverfum utan við núverandi jaðar höfuðborgarsvæðisins, einkum í nágrannasveitarfélögunum. Það mun leiða til áframhaldandi stjórnlausrar útþenslu byggðar og aukins kostnaðar samfélagsins með tilheyrandi skerðingu lífskjara. Reykvíkinginn Ómar Ragnarsson skortir tilfinningu fyrir brýnustu hagsmunum höfuðborgarbúa. Þeir hagsmunir eru að sjálfsögðu að losna sem allra fyrst við flugvöllinn úr Vatnsmýri. Flugvélareigandinn og flugrekandinn Ómar ætti að snúa sér að Ögmundi ráðherra samgöngumála, sem hangir á Vatnsmýrarflugvellinum eins og hundur á roði og benda honum á að það eru langtímahagsmunir flugrekenda að skapa stöðugleika og ró um miðstöð innanlandsflugsins. Í því skyni gæti ríkið t.d. gert nýjan flugvöll uppi á Hólmsheiði fyrir u.þ.b. 15 milljarða króna og átt um 20.000.000.000 kr. í afgang eftir sölu á ríkislóðunum í Vatnsmýri. Heldur þú ekki Ómar að ríkið gæti notað þetta fé í samgöngumannvirki á þessum síðustu og verstu tímum? Vantar ekki peninga t.d. í Dýrafjarðargöng, Norðfjarðargöng, Öskjuhlíðargöng og Kópavogsgöng? Vatnsmýrin er eins konar ormagryfja lýðveldisins. Í umræðum um hana mætist flest það versta í íslenskum stjórnmálum og samræðuhefð. Þar rekast á sýndarhagsmunir dreifðra byggða og gamla bændasamfélagsins annars vegar og hins vegar meginhagsmunir hins unga borgarsamfélags. Samgönguyfirvöld hafa áratugum saman staðið fyrir skipulegri áróðursherferð gegn helstu hagsmunum höfuðborgarbúa og kallað til mikinn liðsstyrk hollvina flugsins, þeirra sem með einum eða öðrum hætti gætu talist eiga persónulegra hagsmuna að gæta af áframhaldandi veru flugvallar í Vatnsmýri. Í málflutningi sínum byggir þessi hópur á þröngum einkahagsmunum, tilfinningatengdum rökleysum, órökstuddum fullyrðingum, tilbúningi og útúrsnúningum en sniðgengur um leið grundvallaratriði samræðunnar, þ.e. rökstuðning, sanngirni og fagleg vinnubrögð. Skrif Ómars Ragnarssonar flugrekanda bera öll þessi einkenni.
Höfuðborg og flugvöllur allra landsmanna Það er lögmál að borgir og bæir myndast oftast á krossgötum, sem draga að sér verslun og þjónustu. Innlend dæmi eru Reykjavík, Borgarnes, Akureyri, Egilsstaðir og Selfoss en erlend dæmi eru Ósló, Stokkhólmur og Kaupmannahöfn. Reykjavík myndaðist þar sem sjóleið og landleið mættust við gömlu Reykjavíkurhöfn á þeim tímum sem dönsku konungarnir, Þórbergur, Lindberg og Nóbelsskáldið tóku land í Reykjavíkurhöfn. Síðan bættist flugvöllurinn við rétt við Kvosina. Fljótlega myndaðist andstaða við flugvöllinn á þeim forsendum að hann tæki rými frá miðborginni. 9. nóvember 2011 06:00
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun