WOW Air flýgur til tólf staða í Evrópu Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 24. nóvember 2011 11:00 Kex Hostel í gær Jóna Lovísa Jónsdóttir, prestur á Akureyri og fitnessmeistari, opnaði vef WOW Air og blessaði fyrirtækið á blaðamannafundi í gær. Fréttablaðið/Anton ViðskiptiLággjaldaflugfélagið WOW Air mun hefja flug til og frá Íslandi 1. júní. Skúli Mogensen, stjórnarformaður félagsins, kynnti starfsemi þess á blaðamannafundi á Kex hosteli í gær. Sala farmiða hófst í gær en flogið verður til tólf áfangastaða í Evrópu. Á fundinum sagði Skúli að félagið myndi leggja áherslu á að bjóða upp á ódýra og skemmtilega þjónustu. Það yrði samkeppnishæft og stundvíst á sínum leiðum og myndi bjóða frábæra þjónustu. Skúli sagði Íslendinga oft gleyma því hve Ísland væri magnað. Útlendingar sem hingað kæmu upplifðu Ísland sem "WOW“ og það væri upplifunin sem flugfélagið vildi kynna farþega sína fyrir. „Við erum ekki að horfa á þetta sem samkeppnismarkað. Við erum að horfa á tækifæri til að stækka kökuna,“ sagði Skúli og bætti við: "Það er algjörlega raunhæft að ætla að tvöfalda fjölda farþega til og frá Íslandi á næstu fimm árum. Þar liggur tækifærið.“ Með tilkomu flugfélagsins verða til 50 störf auk allt að 20 starfa fyrir flugmenn. Íslenskir flugmenn verða ráðnir eftir því sem kostur er. Flugvélar fyrirtækisins verða af gerðinni Airbus A320 og mun það leggja upp með að hafa flugvélar sem er vel haldið við og líta vel út. Það er fyrirtækið Avion Express sem útvegar flugvélarnar en það er að hluta í eigu Davíðs Mássonar sem tekur einnig sæti í stjórn WOW Air. Félagið hefur verið að fullu fjármagnað en það er í meirihlutaeigu fjárfestingarfélagsins Títan sem er í eigu Skúla Mogensen. Aðrir hluthafar eru Baldur Oddur Baldursson, sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Matthías Imsland. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Sjá meira
ViðskiptiLággjaldaflugfélagið WOW Air mun hefja flug til og frá Íslandi 1. júní. Skúli Mogensen, stjórnarformaður félagsins, kynnti starfsemi þess á blaðamannafundi á Kex hosteli í gær. Sala farmiða hófst í gær en flogið verður til tólf áfangastaða í Evrópu. Á fundinum sagði Skúli að félagið myndi leggja áherslu á að bjóða upp á ódýra og skemmtilega þjónustu. Það yrði samkeppnishæft og stundvíst á sínum leiðum og myndi bjóða frábæra þjónustu. Skúli sagði Íslendinga oft gleyma því hve Ísland væri magnað. Útlendingar sem hingað kæmu upplifðu Ísland sem "WOW“ og það væri upplifunin sem flugfélagið vildi kynna farþega sína fyrir. „Við erum ekki að horfa á þetta sem samkeppnismarkað. Við erum að horfa á tækifæri til að stækka kökuna,“ sagði Skúli og bætti við: "Það er algjörlega raunhæft að ætla að tvöfalda fjölda farþega til og frá Íslandi á næstu fimm árum. Þar liggur tækifærið.“ Með tilkomu flugfélagsins verða til 50 störf auk allt að 20 starfa fyrir flugmenn. Íslenskir flugmenn verða ráðnir eftir því sem kostur er. Flugvélar fyrirtækisins verða af gerðinni Airbus A320 og mun það leggja upp með að hafa flugvélar sem er vel haldið við og líta vel út. Það er fyrirtækið Avion Express sem útvegar flugvélarnar en það er að hluta í eigu Davíðs Mássonar sem tekur einnig sæti í stjórn WOW Air. Félagið hefur verið að fullu fjármagnað en það er í meirihlutaeigu fjárfestingarfélagsins Títan sem er í eigu Skúla Mogensen. Aðrir hluthafar eru Baldur Oddur Baldursson, sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Matthías Imsland.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Sjá meira