WOW Air flýgur til tólf staða í Evrópu Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 24. nóvember 2011 11:00 Kex Hostel í gær Jóna Lovísa Jónsdóttir, prestur á Akureyri og fitnessmeistari, opnaði vef WOW Air og blessaði fyrirtækið á blaðamannafundi í gær. Fréttablaðið/Anton ViðskiptiLággjaldaflugfélagið WOW Air mun hefja flug til og frá Íslandi 1. júní. Skúli Mogensen, stjórnarformaður félagsins, kynnti starfsemi þess á blaðamannafundi á Kex hosteli í gær. Sala farmiða hófst í gær en flogið verður til tólf áfangastaða í Evrópu. Á fundinum sagði Skúli að félagið myndi leggja áherslu á að bjóða upp á ódýra og skemmtilega þjónustu. Það yrði samkeppnishæft og stundvíst á sínum leiðum og myndi bjóða frábæra þjónustu. Skúli sagði Íslendinga oft gleyma því hve Ísland væri magnað. Útlendingar sem hingað kæmu upplifðu Ísland sem "WOW“ og það væri upplifunin sem flugfélagið vildi kynna farþega sína fyrir. „Við erum ekki að horfa á þetta sem samkeppnismarkað. Við erum að horfa á tækifæri til að stækka kökuna,“ sagði Skúli og bætti við: "Það er algjörlega raunhæft að ætla að tvöfalda fjölda farþega til og frá Íslandi á næstu fimm árum. Þar liggur tækifærið.“ Með tilkomu flugfélagsins verða til 50 störf auk allt að 20 starfa fyrir flugmenn. Íslenskir flugmenn verða ráðnir eftir því sem kostur er. Flugvélar fyrirtækisins verða af gerðinni Airbus A320 og mun það leggja upp með að hafa flugvélar sem er vel haldið við og líta vel út. Það er fyrirtækið Avion Express sem útvegar flugvélarnar en það er að hluta í eigu Davíðs Mássonar sem tekur einnig sæti í stjórn WOW Air. Félagið hefur verið að fullu fjármagnað en það er í meirihlutaeigu fjárfestingarfélagsins Títan sem er í eigu Skúla Mogensen. Aðrir hluthafar eru Baldur Oddur Baldursson, sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Matthías Imsland. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
ViðskiptiLággjaldaflugfélagið WOW Air mun hefja flug til og frá Íslandi 1. júní. Skúli Mogensen, stjórnarformaður félagsins, kynnti starfsemi þess á blaðamannafundi á Kex hosteli í gær. Sala farmiða hófst í gær en flogið verður til tólf áfangastaða í Evrópu. Á fundinum sagði Skúli að félagið myndi leggja áherslu á að bjóða upp á ódýra og skemmtilega þjónustu. Það yrði samkeppnishæft og stundvíst á sínum leiðum og myndi bjóða frábæra þjónustu. Skúli sagði Íslendinga oft gleyma því hve Ísland væri magnað. Útlendingar sem hingað kæmu upplifðu Ísland sem "WOW“ og það væri upplifunin sem flugfélagið vildi kynna farþega sína fyrir. „Við erum ekki að horfa á þetta sem samkeppnismarkað. Við erum að horfa á tækifæri til að stækka kökuna,“ sagði Skúli og bætti við: "Það er algjörlega raunhæft að ætla að tvöfalda fjölda farþega til og frá Íslandi á næstu fimm árum. Þar liggur tækifærið.“ Með tilkomu flugfélagsins verða til 50 störf auk allt að 20 starfa fyrir flugmenn. Íslenskir flugmenn verða ráðnir eftir því sem kostur er. Flugvélar fyrirtækisins verða af gerðinni Airbus A320 og mun það leggja upp með að hafa flugvélar sem er vel haldið við og líta vel út. Það er fyrirtækið Avion Express sem útvegar flugvélarnar en það er að hluta í eigu Davíðs Mássonar sem tekur einnig sæti í stjórn WOW Air. Félagið hefur verið að fullu fjármagnað en það er í meirihlutaeigu fjárfestingarfélagsins Títan sem er í eigu Skúla Mogensen. Aðrir hluthafar eru Baldur Oddur Baldursson, sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Matthías Imsland.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira