Draumur að rætast að fá að hitta poppkónginn 25. nóvember 2011 10:30 Páll Óskar ætlar að hitta þá Daryl Brown og Craig Murray þegar þeir koma til Íslands. Þetta ástralska par er miklir Frostrósa-aðdáendur og eru hér á góðri stundu með Regínu Ósk og Friðriki Ómari. xxx „Ég held alveg sérstaklega upp á Pál Óskar. Ég hef haft áhuga á tónlistinni hans síðan 1987 og Eurovision síðan hann flutti Minn hinsti dans. Í raun og veru er það hann sem vakti hjá mér áhuga á íslenskri tónlist og þá sérstaklega Eurovision.“ Þetta segir Craig Murray, einlægur ástralskur Íslandsvinur og tónleikagestur Frostrósa, sem langar alveg sérstaklega til að hitta Pál Óskar Hjálmtýsson þegar hann og sambýlingur hans, Daryl Brown, koma hingað til Íslands skömmu fyrir jól. Eins og Fréttablaðið greindi frá í ágúst reyndu Murray og Brown að fá fund hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, hún væri nánast í guðatölu hjá þeim. Murray upplýsir að hann hafi sent aðstoðarmanni Jóhönnu fyrirspurn um hvort þeir gætu fengið mynd af sér með íslenska forsætisráðherranum. „En það reyndist ekki vera hægt,“ segir Murray, sem fær hins vegar þann draum sinn uppfylltan að hitta Pál Óskar. Því þegar Fréttablaðið hafði samband við íslensku poppstjörnuna stóð ekki á honum. „Auðvitað, ég tek þeim opnum örmum og geri vel við þá. Eru þeir ekki miklir Eurovision-aðdáendur?“ segir Páll. Murray átti ekki orð þegar Fréttablaðið flutti honum þessi tíðindi og ástralski Eurovision-aðdáandinn sagðist vera hamingjusamasti maður Ástralíu um þessar mundir. Fundur þeirra þriggja á eflaust eftir að vera rúsínan í pylsuendanum því þeir Murray og Brown eiga 20 ára sambýlisafmæli þegar þeir koma hingað og Murray sjálfur verður fimmtugur meðan á Íslandsdvölinni stendur. Þeir félagar verða á tónleikum Frostrósa á Akureyri hinn 17. desember og ætla síðan að drekka í sig hina rammíslensku jólastemningu fyrir norðan og á höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að við munum skemmta okkur konunglega þegar við komum,“ segir Murray. freyrgigja@frettabladid.is Íslandsvinir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
xxx „Ég held alveg sérstaklega upp á Pál Óskar. Ég hef haft áhuga á tónlistinni hans síðan 1987 og Eurovision síðan hann flutti Minn hinsti dans. Í raun og veru er það hann sem vakti hjá mér áhuga á íslenskri tónlist og þá sérstaklega Eurovision.“ Þetta segir Craig Murray, einlægur ástralskur Íslandsvinur og tónleikagestur Frostrósa, sem langar alveg sérstaklega til að hitta Pál Óskar Hjálmtýsson þegar hann og sambýlingur hans, Daryl Brown, koma hingað til Íslands skömmu fyrir jól. Eins og Fréttablaðið greindi frá í ágúst reyndu Murray og Brown að fá fund hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, hún væri nánast í guðatölu hjá þeim. Murray upplýsir að hann hafi sent aðstoðarmanni Jóhönnu fyrirspurn um hvort þeir gætu fengið mynd af sér með íslenska forsætisráðherranum. „En það reyndist ekki vera hægt,“ segir Murray, sem fær hins vegar þann draum sinn uppfylltan að hitta Pál Óskar. Því þegar Fréttablaðið hafði samband við íslensku poppstjörnuna stóð ekki á honum. „Auðvitað, ég tek þeim opnum örmum og geri vel við þá. Eru þeir ekki miklir Eurovision-aðdáendur?“ segir Páll. Murray átti ekki orð þegar Fréttablaðið flutti honum þessi tíðindi og ástralski Eurovision-aðdáandinn sagðist vera hamingjusamasti maður Ástralíu um þessar mundir. Fundur þeirra þriggja á eflaust eftir að vera rúsínan í pylsuendanum því þeir Murray og Brown eiga 20 ára sambýlisafmæli þegar þeir koma hingað og Murray sjálfur verður fimmtugur meðan á Íslandsdvölinni stendur. Þeir félagar verða á tónleikum Frostrósa á Akureyri hinn 17. desember og ætla síðan að drekka í sig hina rammíslensku jólastemningu fyrir norðan og á höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að við munum skemmta okkur konunglega þegar við komum,“ segir Murray. freyrgigja@frettabladid.is
Íslandsvinir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira