Draumur að rætast að fá að hitta poppkónginn 25. nóvember 2011 10:30 Páll Óskar ætlar að hitta þá Daryl Brown og Craig Murray þegar þeir koma til Íslands. Þetta ástralska par er miklir Frostrósa-aðdáendur og eru hér á góðri stundu með Regínu Ósk og Friðriki Ómari. xxx „Ég held alveg sérstaklega upp á Pál Óskar. Ég hef haft áhuga á tónlistinni hans síðan 1987 og Eurovision síðan hann flutti Minn hinsti dans. Í raun og veru er það hann sem vakti hjá mér áhuga á íslenskri tónlist og þá sérstaklega Eurovision.“ Þetta segir Craig Murray, einlægur ástralskur Íslandsvinur og tónleikagestur Frostrósa, sem langar alveg sérstaklega til að hitta Pál Óskar Hjálmtýsson þegar hann og sambýlingur hans, Daryl Brown, koma hingað til Íslands skömmu fyrir jól. Eins og Fréttablaðið greindi frá í ágúst reyndu Murray og Brown að fá fund hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, hún væri nánast í guðatölu hjá þeim. Murray upplýsir að hann hafi sent aðstoðarmanni Jóhönnu fyrirspurn um hvort þeir gætu fengið mynd af sér með íslenska forsætisráðherranum. „En það reyndist ekki vera hægt,“ segir Murray, sem fær hins vegar þann draum sinn uppfylltan að hitta Pál Óskar. Því þegar Fréttablaðið hafði samband við íslensku poppstjörnuna stóð ekki á honum. „Auðvitað, ég tek þeim opnum örmum og geri vel við þá. Eru þeir ekki miklir Eurovision-aðdáendur?“ segir Páll. Murray átti ekki orð þegar Fréttablaðið flutti honum þessi tíðindi og ástralski Eurovision-aðdáandinn sagðist vera hamingjusamasti maður Ástralíu um þessar mundir. Fundur þeirra þriggja á eflaust eftir að vera rúsínan í pylsuendanum því þeir Murray og Brown eiga 20 ára sambýlisafmæli þegar þeir koma hingað og Murray sjálfur verður fimmtugur meðan á Íslandsdvölinni stendur. Þeir félagar verða á tónleikum Frostrósa á Akureyri hinn 17. desember og ætla síðan að drekka í sig hina rammíslensku jólastemningu fyrir norðan og á höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að við munum skemmta okkur konunglega þegar við komum,“ segir Murray. freyrgigja@frettabladid.is Íslandsvinir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira
xxx „Ég held alveg sérstaklega upp á Pál Óskar. Ég hef haft áhuga á tónlistinni hans síðan 1987 og Eurovision síðan hann flutti Minn hinsti dans. Í raun og veru er það hann sem vakti hjá mér áhuga á íslenskri tónlist og þá sérstaklega Eurovision.“ Þetta segir Craig Murray, einlægur ástralskur Íslandsvinur og tónleikagestur Frostrósa, sem langar alveg sérstaklega til að hitta Pál Óskar Hjálmtýsson þegar hann og sambýlingur hans, Daryl Brown, koma hingað til Íslands skömmu fyrir jól. Eins og Fréttablaðið greindi frá í ágúst reyndu Murray og Brown að fá fund hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, hún væri nánast í guðatölu hjá þeim. Murray upplýsir að hann hafi sent aðstoðarmanni Jóhönnu fyrirspurn um hvort þeir gætu fengið mynd af sér með íslenska forsætisráðherranum. „En það reyndist ekki vera hægt,“ segir Murray, sem fær hins vegar þann draum sinn uppfylltan að hitta Pál Óskar. Því þegar Fréttablaðið hafði samband við íslensku poppstjörnuna stóð ekki á honum. „Auðvitað, ég tek þeim opnum örmum og geri vel við þá. Eru þeir ekki miklir Eurovision-aðdáendur?“ segir Páll. Murray átti ekki orð þegar Fréttablaðið flutti honum þessi tíðindi og ástralski Eurovision-aðdáandinn sagðist vera hamingjusamasti maður Ástralíu um þessar mundir. Fundur þeirra þriggja á eflaust eftir að vera rúsínan í pylsuendanum því þeir Murray og Brown eiga 20 ára sambýlisafmæli þegar þeir koma hingað og Murray sjálfur verður fimmtugur meðan á Íslandsdvölinni stendur. Þeir félagar verða á tónleikum Frostrósa á Akureyri hinn 17. desember og ætla síðan að drekka í sig hina rammíslensku jólastemningu fyrir norðan og á höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að við munum skemmta okkur konunglega þegar við komum,“ segir Murray. freyrgigja@frettabladid.is
Íslandsvinir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira