Af leikskólamálum Jón Gnarr skrifar 29. nóvember 2011 06:00 Stundum er eins og fólk haldi að undir Ráðhúsi Reykjavíkur séu gullnámur sem hægt sé að ganga í þegar vantar peninga til að fjármagna eitthvað. Ég hef skoðað hvern krók og kima í Ráðhúsinu en þar er engar slíkar námur að finna. Reykjavíkurborg notar allar tekjur sínar til þess að greiða laun og halda úti þjónustu sem henni er ætlað að sinna. Ef bæta á tiltekna þjónustu eða greiða hærri laun verða borgarbúar að borga hærri skatta eða þeir sem nota þjónustuna að greiða meira fyrir hana. Það er bara þannig. Borgin verður að sýna traustan rekstur ef ekki á illa að fara. Er það enn mikilvægara á óvissutímum eins og þeim sem hafa ríkt undanfarin ár og ekki sér alveg fyrir endann á. Allt gengur þetta sæmilega fyrir sig á meðan allir eru tiltölulega raunsæir og gera eðlilegar kröfur. Eitt leikskólapláss kostar um 2 milljónir á ári. Kostnaðarhlutur foreldra í Reykjavík er innan við 15%. Síðsumars samþykktu leikskólakennarar í Reykjavík og annars staðar kjarasamning sem þeir töldu góðan og viðsemjendur þeirra ásættanlegan. Sá samningur hljóðaði upp á 7,6% launahækkun við undirritun samnings sem var um 3 prósentum meira en það sem taxtar annarra háskólafélaga hækkuðu. Þar gekk fólk sátt frá samningaborði. Fyrir samningana var nokkur hiti í leikskólakennurum eins og oft er þegar sest er niður við samningaborð. Horfði Félag leikskólakennara mjög til kjara félagsmanna sinna í Reykjavík en þau höfðu verið nokkuð betri en hjá öðrum félagsmönnum innan félagsins frá árinu 2008. Ástæðan var sú að Reykjavík greiddi launauppbót sem starfsfólk leikskólanna í Reykjavík og hjá fleiri sveitarfélögum á landinu höfðu fengið árið 2007. Öll önnur sveitarfélög höfðu hins vegar afnumið launauppbótina, í kjölfar efnahagshrunsins. Launauppbótin, greiðsla fyrir 10 tíma yfirvinnu á mánuði, var einföld yfirborgun. Henni var komið á vegna þess að erfitt var að ráða fólk til leikskólanna 2007 þegar allt var á bullandi yfirsnúningi í þjóðfélaginu. Leikskólarnir voru undirmannaðir á þessum tíma og hið góða starfsfólk þeirra vann undir miklu álagi. Eftir hrun breyttist þetta nokkuð. Til dæmis gekk betur að fá fólk til starfa í leikskólum. Hins vegar rýrnuðu kjör allra í þjóðfélaginu gríðarlega. Spara þurfti á öllum sviðum, m.a. á öllum stigum skólakerfisins. Þrátt fyrir að leitað hafi verið að öllum mögulegum sparnaðarráðum var ákveðið að starfsfólk leikskólanna í Reykjavík fengi áfram að halda launauppbótinni. Brugðið var á það ráð að sameina leikskóla og spara við yfirstjórn skólanna frekar en að skerða laun. Sá sparnaður mun skila umtalsverðum ávinningi til lengri tíma litið. Talsmenn Félags leikskólakennara töluðu því um „Reykjavíkurleiðina" svokölluðu þegar þeir settust niður við samningaborðið í sumar. Þeir vildu ná sambærilegum kjörum fyrir alla sína félagsmenn og boðið hafði verið upp á í Reykjavík frá 2007. Af hálfu Reykjavíkurborgar var því alltaf haldið til haga í viðræðum um kjarasamninginn að ef niðurstaðan yrði sú sem Félag leikskólakennara sóttist eftir þá myndi launauppbótin, sem Reykjavík hafði ein greitt eftir hrun, falla niður. Laun leikskólakennara í Reykjavík yrðu þá sambærileg við það sem tíðkast hjá öðrum sveitarfélögum enda væri þá launauppbótin komin inn í kjarasamninga. Formaður FL var því vel búinn undir það að launauppbótin yrði afnumin eftir því sem launahækkanir skiluðu sér til félagsmanna. Enda sagði hann í Fréttablaðinu (22. nóvember sl.) að leikskólakennarar hefðu búist við þessu. Gert er ráð fyrir að launauppbótin verðin afnumin í fjórum áföngum fram til ársins 2014. Þó að engin málefnaleg ástæða sé til þess að reykvískir leikskólakennarar fái hærri laun en félagar þeirra í öðrum sveitarfélögum þýðir þetta aðlögunarferli samt að allan samningstímann verða leikskólakennarar í Reykjavík með ívið hærri laun en félagar þeirra í öðrum sveitarfélögum þar sem launauppbótin verður afnumin í þrepum eftir því sem hækkanir umfram aðra samninga koma inn. Það er líka mikil einföldun sem komið hefur fram í fjölmiðlum að verið sé að taka greiðslur fyrir svokallað neysluhlé af leikskólakennurum. Þeir hafa fengið greitt fyrir að borða með börnunum og hefur vinnutími þeirra styst á móti. Vinni þeir lengur fá þeir greidda yfirvinnu. Ef þetta væri ekki svona þá hefðu öll hin sveitarfélögin, sem líka greiddu launauppbótina fyrir hrun, verið að brjóta gegn samningi við leikskólakennara þegar þeir afnámu launauppbótina. Þegar ákveðið var að afnema launauppbótina varð að skoða kjör annarra stétta sem vinna hjá leikskólunum. Þar vinnur einnig fólk sem heyrir undir stéttarfélagið Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Þetta fólk fékk umtalsvert minni launahækkanir í sínum samningum en leikskólakennarar. Eru kjörin lægst hjá Eflingarhópnum. Því var ákveðið að þessi hópur héldi launauppbótinni enn um sinn. Mér finnst persónulega ekki sanngjarnt að kjarabót eins verði til þess að kjör annarra rýrni. Ég vil ekki standa fyrir því að rýra kjör þeirra sem lægstu launin hafa. Kjarasamningar hafa nú verið gerðir við alla starfshópa hjá Reykjavíkurborg. Er það fagnaðarefni að tekist hafi að ljúka þeim með farsælum hætti. Það er einlæg von mín að við getum gert betur og betur við starfsfólk borgarinnar, t.d. með því að bæta starfsumhverfi, eftir því sem hagur okkar batnar. Að því mun ég stefna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stundum er eins og fólk haldi að undir Ráðhúsi Reykjavíkur séu gullnámur sem hægt sé að ganga í þegar vantar peninga til að fjármagna eitthvað. Ég hef skoðað hvern krók og kima í Ráðhúsinu en þar er engar slíkar námur að finna. Reykjavíkurborg notar allar tekjur sínar til þess að greiða laun og halda úti þjónustu sem henni er ætlað að sinna. Ef bæta á tiltekna þjónustu eða greiða hærri laun verða borgarbúar að borga hærri skatta eða þeir sem nota þjónustuna að greiða meira fyrir hana. Það er bara þannig. Borgin verður að sýna traustan rekstur ef ekki á illa að fara. Er það enn mikilvægara á óvissutímum eins og þeim sem hafa ríkt undanfarin ár og ekki sér alveg fyrir endann á. Allt gengur þetta sæmilega fyrir sig á meðan allir eru tiltölulega raunsæir og gera eðlilegar kröfur. Eitt leikskólapláss kostar um 2 milljónir á ári. Kostnaðarhlutur foreldra í Reykjavík er innan við 15%. Síðsumars samþykktu leikskólakennarar í Reykjavík og annars staðar kjarasamning sem þeir töldu góðan og viðsemjendur þeirra ásættanlegan. Sá samningur hljóðaði upp á 7,6% launahækkun við undirritun samnings sem var um 3 prósentum meira en það sem taxtar annarra háskólafélaga hækkuðu. Þar gekk fólk sátt frá samningaborði. Fyrir samningana var nokkur hiti í leikskólakennurum eins og oft er þegar sest er niður við samningaborð. Horfði Félag leikskólakennara mjög til kjara félagsmanna sinna í Reykjavík en þau höfðu verið nokkuð betri en hjá öðrum félagsmönnum innan félagsins frá árinu 2008. Ástæðan var sú að Reykjavík greiddi launauppbót sem starfsfólk leikskólanna í Reykjavík og hjá fleiri sveitarfélögum á landinu höfðu fengið árið 2007. Öll önnur sveitarfélög höfðu hins vegar afnumið launauppbótina, í kjölfar efnahagshrunsins. Launauppbótin, greiðsla fyrir 10 tíma yfirvinnu á mánuði, var einföld yfirborgun. Henni var komið á vegna þess að erfitt var að ráða fólk til leikskólanna 2007 þegar allt var á bullandi yfirsnúningi í þjóðfélaginu. Leikskólarnir voru undirmannaðir á þessum tíma og hið góða starfsfólk þeirra vann undir miklu álagi. Eftir hrun breyttist þetta nokkuð. Til dæmis gekk betur að fá fólk til starfa í leikskólum. Hins vegar rýrnuðu kjör allra í þjóðfélaginu gríðarlega. Spara þurfti á öllum sviðum, m.a. á öllum stigum skólakerfisins. Þrátt fyrir að leitað hafi verið að öllum mögulegum sparnaðarráðum var ákveðið að starfsfólk leikskólanna í Reykjavík fengi áfram að halda launauppbótinni. Brugðið var á það ráð að sameina leikskóla og spara við yfirstjórn skólanna frekar en að skerða laun. Sá sparnaður mun skila umtalsverðum ávinningi til lengri tíma litið. Talsmenn Félags leikskólakennara töluðu því um „Reykjavíkurleiðina" svokölluðu þegar þeir settust niður við samningaborðið í sumar. Þeir vildu ná sambærilegum kjörum fyrir alla sína félagsmenn og boðið hafði verið upp á í Reykjavík frá 2007. Af hálfu Reykjavíkurborgar var því alltaf haldið til haga í viðræðum um kjarasamninginn að ef niðurstaðan yrði sú sem Félag leikskólakennara sóttist eftir þá myndi launauppbótin, sem Reykjavík hafði ein greitt eftir hrun, falla niður. Laun leikskólakennara í Reykjavík yrðu þá sambærileg við það sem tíðkast hjá öðrum sveitarfélögum enda væri þá launauppbótin komin inn í kjarasamninga. Formaður FL var því vel búinn undir það að launauppbótin yrði afnumin eftir því sem launahækkanir skiluðu sér til félagsmanna. Enda sagði hann í Fréttablaðinu (22. nóvember sl.) að leikskólakennarar hefðu búist við þessu. Gert er ráð fyrir að launauppbótin verðin afnumin í fjórum áföngum fram til ársins 2014. Þó að engin málefnaleg ástæða sé til þess að reykvískir leikskólakennarar fái hærri laun en félagar þeirra í öðrum sveitarfélögum þýðir þetta aðlögunarferli samt að allan samningstímann verða leikskólakennarar í Reykjavík með ívið hærri laun en félagar þeirra í öðrum sveitarfélögum þar sem launauppbótin verður afnumin í þrepum eftir því sem hækkanir umfram aðra samninga koma inn. Það er líka mikil einföldun sem komið hefur fram í fjölmiðlum að verið sé að taka greiðslur fyrir svokallað neysluhlé af leikskólakennurum. Þeir hafa fengið greitt fyrir að borða með börnunum og hefur vinnutími þeirra styst á móti. Vinni þeir lengur fá þeir greidda yfirvinnu. Ef þetta væri ekki svona þá hefðu öll hin sveitarfélögin, sem líka greiddu launauppbótina fyrir hrun, verið að brjóta gegn samningi við leikskólakennara þegar þeir afnámu launauppbótina. Þegar ákveðið var að afnema launauppbótina varð að skoða kjör annarra stétta sem vinna hjá leikskólunum. Þar vinnur einnig fólk sem heyrir undir stéttarfélagið Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Þetta fólk fékk umtalsvert minni launahækkanir í sínum samningum en leikskólakennarar. Eru kjörin lægst hjá Eflingarhópnum. Því var ákveðið að þessi hópur héldi launauppbótinni enn um sinn. Mér finnst persónulega ekki sanngjarnt að kjarabót eins verði til þess að kjör annarra rýrni. Ég vil ekki standa fyrir því að rýra kjör þeirra sem lægstu launin hafa. Kjarasamningar hafa nú verið gerðir við alla starfshópa hjá Reykjavíkurborg. Er það fagnaðarefni að tekist hafi að ljúka þeim með farsælum hætti. Það er einlæg von mín að við getum gert betur og betur við starfsfólk borgarinnar, t.d. með því að bæta starfsumhverfi, eftir því sem hagur okkar batnar. Að því mun ég stefna.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar