Lífið

Bjartsklíkan fagnaði

Bókaútgefandinn Snæbjörn Arngrímsson fagnaði fimmtugsafmæli sínu um liðna helgi. Snæbjörn var aðalmaðurinn á bak við uppgang bókaútgáfunnar Bjarts á síðasta áratug en seldi hlut sinn í fyrirtækinu fyrir hrun og fluttist til Danmerkur.

Þar stofnaði hann útgáfufélagið Hr. Ferdinand sem hann rekur ásamt konu sinni. Snæbjörn lagði undir sig heilt sveitahótel á Norður-Sjálandi fyrir veisluhöldin og bauð 50 gestum að gleðjast með sér. Þar af kom fríður hópur karla frá Íslandi sem eiga það sameiginlegt að hafa gert sig gildandi í menningarlífinu. Þar á meðal voru rithöfundarnir Jón Kalman Stefánsson, Eiríkur Guðmundsson, Einar Falur Ingólfsson og Jón Karl Helgason. Þá var Jón Kaldal, ritstjóri Fréttatímans, líka meðal gesta og Páll Valsson var veislustjóri.

Hápunktur veislunnar var svo þegar Jón Hallur Stefánsson rithöfundur söng frumsamið lag til afmælisbarnsins.- þeb, hdm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×