Söngvaborg í hundrað þúsund eintökum 29. nóvember 2011 09:00 Miklar vinsældir Hundrað þúsund eintök hafa selst af Söngvaborgar-diskunum fimm og sá sjötti er nú væntanlegur. Helga Braga, María Björk og Sigga Beinteins bíða að vonum spenntar.Fréttablaðið/Anton „María Björk [Sverrisdóttir] nefndi þessa tölu við mig fyrir skemmstu og ég trúði henni ekki. Ég hringdi því í hana aftur um daginn og þá voru hún og framleiðandinn okkar nýbúin að fara yfir tölurnar og þetta er víst rétt. Diskarnir fimm hafa selst í um hundrað þúsund eintökum,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona og söngkennari. Barnadiskarnir Söngvaborg hafa verið eitt vinsælasta barnaefnið á Íslandi frá því að fyrsti diskurinn kom út fyrir ellefu árum. Söng, dans og leik er blandað saman á árangursríkan hátt og þær Sigríður og María Björk hafa orðið miklir heimilisvinir hjá barnafólki. Diskarnir hafa flestir gengið í arf, frá einu systkini til annars, og alltaf notið jafn mikilla vinsælda. Og nú er sjötti diskurinn að koma út. „Kreppan setti smá strik í reikninginn hjá okkur og við tókum okkur smá pásu. Það hefur alltaf verið regla hjá okkur að gefa út nýjan disk annað hvert ár en nú eru liðin þrjú ár frá þeim síðasta,“ segir Sigríður en af því tilefni verður blásið til sérstaks Söngvaborgar-dags í Háskólabíó á laugardaginn klukkan eitt. Þar munu margir af góðkunningjum Söngvaborgar troða upp og skemmta krökkunum og foreldrum þeirra. „Salurinn tekur virkan þátt í þessu með okkur, syngur bæði með og dansar.“ Sigríður segist ekki hafa neina eina skýringu á því af hverju Söngvaborg sé svona vinsæl hjá krökkum. En hún þekkir það af eigin raun hvernig börn límast við skjáinn þegar upphafslagið tekur að hljóma. „Tvíburarnir mínir hafa alveg rosalega gaman af þessu. Þeir eru hins vegar bara sjö mánaða og fá því bara að horfa stutt hverju sinni.“ - fgg Lífið Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira
„María Björk [Sverrisdóttir] nefndi þessa tölu við mig fyrir skemmstu og ég trúði henni ekki. Ég hringdi því í hana aftur um daginn og þá voru hún og framleiðandinn okkar nýbúin að fara yfir tölurnar og þetta er víst rétt. Diskarnir fimm hafa selst í um hundrað þúsund eintökum,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona og söngkennari. Barnadiskarnir Söngvaborg hafa verið eitt vinsælasta barnaefnið á Íslandi frá því að fyrsti diskurinn kom út fyrir ellefu árum. Söng, dans og leik er blandað saman á árangursríkan hátt og þær Sigríður og María Björk hafa orðið miklir heimilisvinir hjá barnafólki. Diskarnir hafa flestir gengið í arf, frá einu systkini til annars, og alltaf notið jafn mikilla vinsælda. Og nú er sjötti diskurinn að koma út. „Kreppan setti smá strik í reikninginn hjá okkur og við tókum okkur smá pásu. Það hefur alltaf verið regla hjá okkur að gefa út nýjan disk annað hvert ár en nú eru liðin þrjú ár frá þeim síðasta,“ segir Sigríður en af því tilefni verður blásið til sérstaks Söngvaborgar-dags í Háskólabíó á laugardaginn klukkan eitt. Þar munu margir af góðkunningjum Söngvaborgar troða upp og skemmta krökkunum og foreldrum þeirra. „Salurinn tekur virkan þátt í þessu með okkur, syngur bæði með og dansar.“ Sigríður segist ekki hafa neina eina skýringu á því af hverju Söngvaborg sé svona vinsæl hjá krökkum. En hún þekkir það af eigin raun hvernig börn límast við skjáinn þegar upphafslagið tekur að hljóma. „Tvíburarnir mínir hafa alveg rosalega gaman af þessu. Þeir eru hins vegar bara sjö mánaða og fá því bara að horfa stutt hverju sinni.“ - fgg
Lífið Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira