Aftarlega á merinni Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 29. nóvember 2011 06:00 Það var undarlegt að uppgötva ljóta tilfinningu, sem kallast öfund, þegar mongólskir reiðmenn þutu um sléttur lands síns á villtum hestum í sjónvarpinu. „Þið eruð að minnsta kosti ekki með bugles,“ hugsaði ég með mér og prófaði að athuga hvort buglesið passaði til að klóra mér í eyranu. „Og ekki internetið í fartölvu fyrir framan sjónvarpið, hah!“ bætti ég við meðan ég sendi sjálfri mér tölvupóst sem innihélt þrjú hjörtu og „sætust“. Síðar í þættinum, fræðsluþættinum, en ekki drápsþættinum eins og flestir aðrir þættir sem ég horfi á eru, kom í ljós að þessa fallegu hesta mjólka sléttubúar og útbúa svo þessa fínu jógúrt úr mjólkinni. Ég sá marga aðra menn og konur, sem eru mér samtíða á jörðinni í þessum þætti. Þau komu mér furðulega fyrir sjónir. Ekki bara vegna þess að fólkið lifir lífi í faðmi náttúrunnar frá morgni til kvölds, veiðir slöngur og mætir ljónum með einbeitingu og ákveðnu fasi, heldur voru allir á hreyfingu; hlupu, hoppuðu og gengu af því að líf þeirra krafðist þess. Ekki einn einasti komst í gegnum daginn eins og ég get hæglega gert; með því að færa mig úr einu sætinu yfir í annað. Og reisnin yfir reiðmönnunum. Ef fartölvan hefði breyst í spegil þetta augnablik í sófanum hefði greiningardeild þróunarlíffræðinnar átt í mestu vandræðum með að staðsetja mig á réttu stigi. Axlirnar húktu fram svo brjóstin voru farin að nuddast við lyklaborðið og ég var komin með náladofa af því að sitja of lengi í sömu stellingu. Ég er nokkuð viss um að hnyttnu og vitsmunalegu samtalsleikþættirnir á Facebook eigi sér allir stað þar sem þátttakendurnir eru að stanga kvöldmatinn úr tönnunum eða að borða táneglurnar á sér. Oft er erfitt að trúa því að maður eigi að tilheyra þeim hluta heimsins sem fellur undir siðmenningu en sérstaklega þegar ég hafði horft á útiskemmtun bræðra minna í Afríku við leik og söng. Mitt eigið síðasta skemmtiverk fyrir svefn var að horfa á karlmann á lestarstöð farga samferðafólki sínu með klaufhamri í sjónvarpinu. Ef það er svo satt að siðmenning sé afsprengi aukinnar verkkunnáttu verð ég að trítla aftast í röðina því þegar ég kvaddi vini mína í sjónvarpinu voru þeir að smyrja örvar sínar með eitri úr lirfu fyrir veiðar morgundagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Júlía Margrét Alexandersdóttir Skoðanir Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun
Það var undarlegt að uppgötva ljóta tilfinningu, sem kallast öfund, þegar mongólskir reiðmenn þutu um sléttur lands síns á villtum hestum í sjónvarpinu. „Þið eruð að minnsta kosti ekki með bugles,“ hugsaði ég með mér og prófaði að athuga hvort buglesið passaði til að klóra mér í eyranu. „Og ekki internetið í fartölvu fyrir framan sjónvarpið, hah!“ bætti ég við meðan ég sendi sjálfri mér tölvupóst sem innihélt þrjú hjörtu og „sætust“. Síðar í þættinum, fræðsluþættinum, en ekki drápsþættinum eins og flestir aðrir þættir sem ég horfi á eru, kom í ljós að þessa fallegu hesta mjólka sléttubúar og útbúa svo þessa fínu jógúrt úr mjólkinni. Ég sá marga aðra menn og konur, sem eru mér samtíða á jörðinni í þessum þætti. Þau komu mér furðulega fyrir sjónir. Ekki bara vegna þess að fólkið lifir lífi í faðmi náttúrunnar frá morgni til kvölds, veiðir slöngur og mætir ljónum með einbeitingu og ákveðnu fasi, heldur voru allir á hreyfingu; hlupu, hoppuðu og gengu af því að líf þeirra krafðist þess. Ekki einn einasti komst í gegnum daginn eins og ég get hæglega gert; með því að færa mig úr einu sætinu yfir í annað. Og reisnin yfir reiðmönnunum. Ef fartölvan hefði breyst í spegil þetta augnablik í sófanum hefði greiningardeild þróunarlíffræðinnar átt í mestu vandræðum með að staðsetja mig á réttu stigi. Axlirnar húktu fram svo brjóstin voru farin að nuddast við lyklaborðið og ég var komin með náladofa af því að sitja of lengi í sömu stellingu. Ég er nokkuð viss um að hnyttnu og vitsmunalegu samtalsleikþættirnir á Facebook eigi sér allir stað þar sem þátttakendurnir eru að stanga kvöldmatinn úr tönnunum eða að borða táneglurnar á sér. Oft er erfitt að trúa því að maður eigi að tilheyra þeim hluta heimsins sem fellur undir siðmenningu en sérstaklega þegar ég hafði horft á útiskemmtun bræðra minna í Afríku við leik og söng. Mitt eigið síðasta skemmtiverk fyrir svefn var að horfa á karlmann á lestarstöð farga samferðafólki sínu með klaufhamri í sjónvarpinu. Ef það er svo satt að siðmenning sé afsprengi aukinnar verkkunnáttu verð ég að trítla aftast í röðina því þegar ég kvaddi vini mína í sjónvarpinu voru þeir að smyrja örvar sínar með eitri úr lirfu fyrir veiðar morgundagsins.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun