Dýrt og erfitt en samt frábært 30. nóvember 2011 12:15 ný stuttskífa Hljómsveitin For a Minor Reflection gaf fyrir skömmu út stuttskífuna EP.fréttablaðið/vilhelm Síðrokkbandið For a Minor Reflection gaf fyrir skömmu út stuttskífuna EP sem inniheldur fjögur lög. Af því tilefni verða útgáfutónleikar á Faktorý í kvöld þar sem We Made God og Lockerbie koma einnig fram. EP er þriðja útgáfan frá hljómsveitinni. Áður hafa komið út plöturnar Reistu þig við, sólin er komin á loft og Höldum í átt að óreiðu, sem kom út í fyrra. „Mjög mikið af þessu efni er samið þegar við erum að túra, þegar við erum að dunda okkur í tölvunni. Við ákváðum að gefa út plötu til að eiga auðveldara með að fá gigg úti. Það tók tíu daga þetta ferli og síðan fórum við beint til Kína eftir það,“ segir gítarleikarinn Kjartan Holm. Þar spilaði sveitin á tvennum tónleikum á vegum Sonicbids. For a Minor Reflection hefur verið dugleg að kynna sig erlendis á þessu ári og hefur komið fram á mörgum tónlistarhátíðum, þar á meðal South By Southwest. Einnig hefur hún ferðast til Bandaríkjanna, meginlands Evrópu og Kína, eins og áður sagði. Alls eru tónleikarnir 29 talsins á árinu. „Við tókum skemmtilega hátíð í Sziget í Búdapest sem er með flottari festivölum í Evrópu að mínu mati,“ segir hann. Aðspurður vonast hann til að geta lifað eingöngu af tónlistinni í náinni framtíð. „Þetta er bara svo dýr bissness og erfiður en frábær engu að síður.“ Næsta tónleikaferð verður farin um Evrópu í lok febrúar á næsta ári og því enn fleiri ferðalög fram undan. „Ætli við verðum bara ekki áfram í þessari rútínu sem við erum búnir að vera í,“ segir Kjartan og kvartar ekki. „Þetta venst, maður er svo ungur og hraustur.“ - fb Lífið Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
Síðrokkbandið For a Minor Reflection gaf fyrir skömmu út stuttskífuna EP sem inniheldur fjögur lög. Af því tilefni verða útgáfutónleikar á Faktorý í kvöld þar sem We Made God og Lockerbie koma einnig fram. EP er þriðja útgáfan frá hljómsveitinni. Áður hafa komið út plöturnar Reistu þig við, sólin er komin á loft og Höldum í átt að óreiðu, sem kom út í fyrra. „Mjög mikið af þessu efni er samið þegar við erum að túra, þegar við erum að dunda okkur í tölvunni. Við ákváðum að gefa út plötu til að eiga auðveldara með að fá gigg úti. Það tók tíu daga þetta ferli og síðan fórum við beint til Kína eftir það,“ segir gítarleikarinn Kjartan Holm. Þar spilaði sveitin á tvennum tónleikum á vegum Sonicbids. For a Minor Reflection hefur verið dugleg að kynna sig erlendis á þessu ári og hefur komið fram á mörgum tónlistarhátíðum, þar á meðal South By Southwest. Einnig hefur hún ferðast til Bandaríkjanna, meginlands Evrópu og Kína, eins og áður sagði. Alls eru tónleikarnir 29 talsins á árinu. „Við tókum skemmtilega hátíð í Sziget í Búdapest sem er með flottari festivölum í Evrópu að mínu mati,“ segir hann. Aðspurður vonast hann til að geta lifað eingöngu af tónlistinni í náinni framtíð. „Þetta er bara svo dýr bissness og erfiður en frábær engu að síður.“ Næsta tónleikaferð verður farin um Evrópu í lok febrúar á næsta ári og því enn fleiri ferðalög fram undan. „Ætli við verðum bara ekki áfram í þessari rútínu sem við erum búnir að vera í,“ segir Kjartan og kvartar ekki. „Þetta venst, maður er svo ungur og hraustur.“ - fb
Lífið Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira