Lífið

Bassafeðgar saman á tónleikum

feðgar og bassaleikarar Jakob Smári Magnússon ásamt sonum sínum sem ætla að spila með honum í kvöld. fréttablaðið/valli
feðgar og bassaleikarar Jakob Smári Magnússon ásamt sonum sínum sem ætla að spila með honum í kvöld. fréttablaðið/valli
Þrír synir bassaleikarans Jakobs Smára Magnússonar spila með honum á útgáfutónleikum hans á Rósenberg í kvöld í tilefni plötunnar Annar í bassajólum.

„Ég hef ekkert ýtt þeim út í þetta. Þeir hafa gert þetta algjörlega sjálfviljugir,“ segir Jakob Smári um bassaáhuga sona sinna. Aðspurður segist hann reyna að kenna þeim eins mikið og hann getur og telur þá efnilega hljóðfæraleikara. „Þeir eru fljótir að ná þessu.“

Elsti strákurinn, Jökull Smári, er sextán ára, sá næstelsti er hinn fjórtán ára Lárus og sá yngsti heitir Ari og er sjö ára. Sá síðastnefndi ætlar að spila Bjart er yfir Betlehem fyrir tónleikagesti í kvöld.

Jakob Smári gaf fyrir átta árum út plötuna Bassajól þar sem hann spilaði þekkt jólalög á bassann sinn. Hún seldist upp á skammri stundu og núna er önnur plata tilbúin með einu frumsömdu lagi, Dimmrauð jól. „Þetta er gert til að koma fólki í hátíðlegt skap,“ segir Jakob Smári, sem hefur verið að spila á fullu að undanförnu með Reiðmönnum vindanna, Láru Rúnarsdóttur og Grafík.

Guðni Finnsson og Arnar Þór Gíslason verða einnig með Jakobi á sviðinu í kvöld og hefjast tónleikarnir klukkan 21. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.