Lífið

Langbesta byrjunin hjá Yrsu

fer vel af stað Nýjasta bók Yrsu Sigurðardóttur, Brakið, hefur farið gríðarlega vel af stað.
fer vel af stað Nýjasta bók Yrsu Sigurðardóttur, Brakið, hefur farið gríðarlega vel af stað.
„Þetta er langbesta byrjun hennar frá upphafi og þótti þó mörgum nóg um í fyrra,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti og Veröld, um söluna á nýjustu glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur, Brakið.

Um sex þúsund eintök hafa verið send í búðir og að sögn Péturs Más hefur salan aukist um fimmtíu prósent frá síðustu bók, Ég man þig, ef miðað er við sama tímaramma og í fyrra. „Þá fórum við úr tíu þúsundum í sextán þúsund eintök. Núna prentuðum við í sextán þúsundum í fyrsta upplagi og reiknum með því að prenta meira,“ segir hann.

Til marks um stigvaxandi vinsældir Yrsu var salan á Ég man þig á sama tíma í fyrra einnig fimmtíu prósentum meiri en á bókinni þar á undan, Horfðu á mig. „Við áttum von á því eins og fyrsta prentun gefur til kynna að salan yrði alla vega jafngóð og í fyrra. En við áttum ekki von á 50 prósenta aukningu,“ segir Pétur Már, sáttur við gang mála.

Ég man þig hefur selst í yfir tuttugu þúsund eintökum hérlendis. Í Þýskalandi hefur bókin setið í átta vikur á metsölulistanum og áætla þarlendir útgefendur að bókin nái eitt hundrað þúsund eintaka sölu fyrir jólin. Eldri bækur Yrsu hafa tekið mikinn kipp í Þýskalandi síðan Ég man þig kom út og þá sérstaklega Horfðu á mig.

„Við bíðum mjög spennt eftir ársuppgjörinu frá þeim.“ - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.