Ryan Reynolds lét á dögunum á það reyna að leika í sínum eigin áhættuatriðum við tökur á spennumyndinni Safe House.
Sum atriðanna fóru ekki vel með leikarann, en Reynolds leikur í myndinni leyniþjónustumann sem lendir ítrekað í slagsmálum. Aðstandendur myndarinnar höfðu ráðið áhættuleikara en virtust ekki setja sig upp á móti því að Reynolds tæki þátt í fimm klukkutíma löngum tökum á slagsmálasenum.
„Ég var alltaf að sjá áhættuleikara sem var eins klæddur og ég á vappinu, en þeir vildu greinilega ekki nota hann í atriðunum. Ég er algjörlega ónýtur, en get þá allavega sagt að þetta sé í alvöru ég sem 150 kílóa rumur er að berja í klessu,“ var haft eftir Reynolds.
Lét lemja sig í fimm tíma
