Er þörf á stjórnarskrárákvæði um stöðu þjóðaréttar? 2. desember 2011 06:00 Líklega trúa margir Íslendingar því að þeir geti byggt rétt beint á þeim reglum þjóðaréttar sem binda íslenska ríkið, t.d. alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Svo er hins vegar strangt til tekið ekki. Til þess að maður geti byggt rétt á reglu þjóðaréttar verður reglan að hafa verið innleidd, t.d. með lögfestingu. Reglur sem binda íslenska ríkið í samfélagi þjóðanna binda það þannig ekki endilega fyrir íslenskum dómstólum! Í þessu efni, einkum á sviði mannréttinda, hefur þó orðið mikil gerjun síðustu áratugi, bæði fyrir tilverknað dómaframkvæmdar sem og laga- og stjórnarskrárbreytinga. Í dag er því e.t.v. villandi að fullyrða að ekki verði byggt á alþjóðlegum mannréttindum fyrir íslenskum dómstólum án tillits til lögfestingar. Hver nákvæm staða þessara reglna er að íslenskum rétti er hins vegar ekki fyllilega ljóst. Á vettvangi stjórnlaganefndar, sem ætlað var að leggja fram hugmyndir að nýrri stjórnarskrá, kom fram það sjónarmið að fullt tilefni væri til að taka af tvímæli um stöðu þjóðaréttar að íslenskum rétti, þ.á m. alþjóðlegra mannréttinda. Var þá litið til þess að styrking stöðu þjóðaréttar félli vel að almennri afstöðu Íslendinga til mikilvægis alþjóðasamstarfs og aðstæðum Íslands sem smáríkis sem reiðir sig á þjóðarétt. Í samræmi við þetta var sett fram hugmynd um stjórnarskrárákvæði þess efnis að þær reglur sem binda íslenska ríkið að þjóðarétti teljist sjálfkrafa hluti landsréttar og gangi framar almennum lögum. Í hugmyndinni var þó einnig gert ráð fyrir því að löggjafinn gæti ákveðið að undanskilja þjóðaréttarsamninga þessum áhrifum til að bregðast við ýmsum aðstæðum í alþjóðlegum samskiptum. Í tillögum stjórnlagaráðs er ekki að finna almennt ákvæði um stöðu þjóðaréttar. Í 2. mgr. 122. gr. tillagnanna segir hins vegar að Alþingi sé heimilt að lögfesta „alþjóðlega mannréttindasáttmála og umhverfissamninga og gangi þeir þá framar almennum lögum.“ Í skýringum stjórnlagaráðs kemur fram að ráðið hafi „eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga“ ekki viljað fara að þeirri hugmynd stjórnlaganefndar, sem áður er lýst, þar sem með slíku ákvæði væri verið að „framselja ekki eingöngu löggjafarvald heldur stjórnarskrárvald“. Þessi rökstuðningur ráðsins er torskilinn. Spurningin um hvort íslenska ríkið eigi að gerast aðili að þjóðaréttarsamningum sem hafa í sér fólgið framsal löggjafar-, framkvæmdar- eða dómsvalds er eitt. Það er svo önnur spurning hvaða stöðu að landsrétti þessar reglur (sem ríkið hefur skuldbundið sig til að virða) eiga að hafa. Það er ekkert framsal lagasetningar- eða stjórnarskrárvalds til erlendra aðila fólgið í því að íslenskur stjórnarskrárgjafi ákveði að þessar reglur eigi að hafa sjálfkrafa gildi og forgang gagnvart almennum lögum. Það er alfarið íslensk ákvörðun sem er á forræði íslenskra aðila. Sjálfkrafa gildi og forgangur þjóðaréttar þýðir auðvitað fráleitt að Íslendingar muni fá reglur, sem gilda að landsrétti, sendar í pósti frá útlöndum án þess að hafa nokkuð um það að segja. Sú spurning vaknar óneitanlega hvað stjórnlagaráð telur unnið með því að forgangur þjóðaréttarreglna sé tryggður með ákvæðum í almennum lögum í stað reglu í stjórnarskrá, en sú leið hefur í för með sér ýmsar lagatæknilegar flækjur sem ekki verða ræddar hér. Þá hefur tillaga stjórnlagaráðs í för með sér réttaróvissu með því að umdeilanlegt er hvaða þjóðaréttarsamningar ber að skilgreina sem „alþjóðlega mannréttindasáttmála og umhverfissamninga“. Eftir stendur hin réttarpólitíska spurning hvers vegna gildi og forgangur er einskorðaður við þessi réttarsvið og önnur undanskilin, t.d. efnahagsleg réttindi. Þrátt fyrir framangreinda vankanta markar tillaga stjórnlagaráðs að mínu mati tímamót. Í fyrsta sinn í íslenskri stjórnskipunarsögu er hreyft við sjálfvirku gildi og forgangi þjóðaréttarreglna að landsrétti. Útfærsla tillögunnar og grundvöllur þarfnast hins vegar frekari umræðu og endurskoðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Líklega trúa margir Íslendingar því að þeir geti byggt rétt beint á þeim reglum þjóðaréttar sem binda íslenska ríkið, t.d. alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Svo er hins vegar strangt til tekið ekki. Til þess að maður geti byggt rétt á reglu þjóðaréttar verður reglan að hafa verið innleidd, t.d. með lögfestingu. Reglur sem binda íslenska ríkið í samfélagi þjóðanna binda það þannig ekki endilega fyrir íslenskum dómstólum! Í þessu efni, einkum á sviði mannréttinda, hefur þó orðið mikil gerjun síðustu áratugi, bæði fyrir tilverknað dómaframkvæmdar sem og laga- og stjórnarskrárbreytinga. Í dag er því e.t.v. villandi að fullyrða að ekki verði byggt á alþjóðlegum mannréttindum fyrir íslenskum dómstólum án tillits til lögfestingar. Hver nákvæm staða þessara reglna er að íslenskum rétti er hins vegar ekki fyllilega ljóst. Á vettvangi stjórnlaganefndar, sem ætlað var að leggja fram hugmyndir að nýrri stjórnarskrá, kom fram það sjónarmið að fullt tilefni væri til að taka af tvímæli um stöðu þjóðaréttar að íslenskum rétti, þ.á m. alþjóðlegra mannréttinda. Var þá litið til þess að styrking stöðu þjóðaréttar félli vel að almennri afstöðu Íslendinga til mikilvægis alþjóðasamstarfs og aðstæðum Íslands sem smáríkis sem reiðir sig á þjóðarétt. Í samræmi við þetta var sett fram hugmynd um stjórnarskrárákvæði þess efnis að þær reglur sem binda íslenska ríkið að þjóðarétti teljist sjálfkrafa hluti landsréttar og gangi framar almennum lögum. Í hugmyndinni var þó einnig gert ráð fyrir því að löggjafinn gæti ákveðið að undanskilja þjóðaréttarsamninga þessum áhrifum til að bregðast við ýmsum aðstæðum í alþjóðlegum samskiptum. Í tillögum stjórnlagaráðs er ekki að finna almennt ákvæði um stöðu þjóðaréttar. Í 2. mgr. 122. gr. tillagnanna segir hins vegar að Alþingi sé heimilt að lögfesta „alþjóðlega mannréttindasáttmála og umhverfissamninga og gangi þeir þá framar almennum lögum.“ Í skýringum stjórnlagaráðs kemur fram að ráðið hafi „eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga“ ekki viljað fara að þeirri hugmynd stjórnlaganefndar, sem áður er lýst, þar sem með slíku ákvæði væri verið að „framselja ekki eingöngu löggjafarvald heldur stjórnarskrárvald“. Þessi rökstuðningur ráðsins er torskilinn. Spurningin um hvort íslenska ríkið eigi að gerast aðili að þjóðaréttarsamningum sem hafa í sér fólgið framsal löggjafar-, framkvæmdar- eða dómsvalds er eitt. Það er svo önnur spurning hvaða stöðu að landsrétti þessar reglur (sem ríkið hefur skuldbundið sig til að virða) eiga að hafa. Það er ekkert framsal lagasetningar- eða stjórnarskrárvalds til erlendra aðila fólgið í því að íslenskur stjórnarskrárgjafi ákveði að þessar reglur eigi að hafa sjálfkrafa gildi og forgang gagnvart almennum lögum. Það er alfarið íslensk ákvörðun sem er á forræði íslenskra aðila. Sjálfkrafa gildi og forgangur þjóðaréttar þýðir auðvitað fráleitt að Íslendingar muni fá reglur, sem gilda að landsrétti, sendar í pósti frá útlöndum án þess að hafa nokkuð um það að segja. Sú spurning vaknar óneitanlega hvað stjórnlagaráð telur unnið með því að forgangur þjóðaréttarreglna sé tryggður með ákvæðum í almennum lögum í stað reglu í stjórnarskrá, en sú leið hefur í för með sér ýmsar lagatæknilegar flækjur sem ekki verða ræddar hér. Þá hefur tillaga stjórnlagaráðs í för með sér réttaróvissu með því að umdeilanlegt er hvaða þjóðaréttarsamningar ber að skilgreina sem „alþjóðlega mannréttindasáttmála og umhverfissamninga“. Eftir stendur hin réttarpólitíska spurning hvers vegna gildi og forgangur er einskorðaður við þessi réttarsvið og önnur undanskilin, t.d. efnahagsleg réttindi. Þrátt fyrir framangreinda vankanta markar tillaga stjórnlagaráðs að mínu mati tímamót. Í fyrsta sinn í íslenskri stjórnskipunarsögu er hreyft við sjálfvirku gildi og forgangi þjóðaréttarreglna að landsrétti. Útfærsla tillögunnar og grundvöllur þarfnast hins vegar frekari umræðu og endurskoðunar.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun