Ritstjórar verða fyrirsætur 3. desember 2011 14:00 Í sviðsljósinu Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue (efst) prýðir forsíðu nýja breska tímaritsins, Industrie. Kate Lanphear ritstýrir tískuumfjöllun í breska Vogue en hún sat fyrir í auglýsingaherferð fyrir skartgripaframleiðanda. Ritstjóri japanska Vogue, Anna Dello Russo (t.h.) hefur gengið eftir tískupöllunum fyrir bæði Ungaro og H&M. Hlutverkum hefur verið víxlað í tískuheiminum þar sem ritstjórar tískutímarita eru farnir að prýða forsíður og ganga niður tískupallana. Hlutverk ritstjóra hinna ýmsu blaða og tímarita er meðal annars að velja forsíðufyrirsætur og fjalla um hvaða fyrirsætur tískuhúsin velja í auglýsingaherferðir. Nú hefur hlutverkunum verið víxlað, því allt í einu eru ritstjórarnir sjálfir komnir í hlutverk fyrirsæta. Á ljósmyndum, forsíðum og jafnvel á tískupöllunum. Anna Dello Russo er fastagestur á síðum annarra blaða en hennar eigin, en hún er ritstjóri japanska Vogue. Dello Russo er fræg fyrir íburðarmikinn fatastíl og fékk H&M hana til að ganga tískupallinn fyrir Lanvin-sýningu sína í fyrra. Einnig hefur fataskápur hennar, sem í eru um fjögur þúsund pör af skóm, verið myndaður bak og fyrir af ljósmyndaranum fræga Juergen Teller fyrir W Magazine. Nú síðast sýndi Dello Russo sumarlínu fatamerkisins Ungaro á nýafstaðinni tískuviku í París. Ritstjóri bandaríska Vogue, Anna Wintour, hefur einnig gerst sek um að prýða forsíður annarra blaða en hún er nú á forsíðu nýja breska tímaritsins Industrie þar sem einnig má sjá ritstjóra Love, Katie Grand, inni í blaðinu. Kate Lanphear, tískuritstjóri breska Elle, er fyrirsætan í auglýsingaherferð skartgripaframleiðandans Eddie Borgo. Þessa þróun í tískuheiminum má líklega rekja til tískublogganna en daglega má þar sjá myndir af ritstjórum stærstu blaðanna með greinargóðri lýsingu á því hvaða merkjum þeir klæðast. Ritstjórarnir Carine Roitfeldt, Emmanuelle Alt hjá franska Vogue, Anna Wintour og Anna Dello Russo hafa tekið við sem tískufyrirmyndir og fyrirsætur dagsins í dag. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira
Hlutverkum hefur verið víxlað í tískuheiminum þar sem ritstjórar tískutímarita eru farnir að prýða forsíður og ganga niður tískupallana. Hlutverk ritstjóra hinna ýmsu blaða og tímarita er meðal annars að velja forsíðufyrirsætur og fjalla um hvaða fyrirsætur tískuhúsin velja í auglýsingaherferðir. Nú hefur hlutverkunum verið víxlað, því allt í einu eru ritstjórarnir sjálfir komnir í hlutverk fyrirsæta. Á ljósmyndum, forsíðum og jafnvel á tískupöllunum. Anna Dello Russo er fastagestur á síðum annarra blaða en hennar eigin, en hún er ritstjóri japanska Vogue. Dello Russo er fræg fyrir íburðarmikinn fatastíl og fékk H&M hana til að ganga tískupallinn fyrir Lanvin-sýningu sína í fyrra. Einnig hefur fataskápur hennar, sem í eru um fjögur þúsund pör af skóm, verið myndaður bak og fyrir af ljósmyndaranum fræga Juergen Teller fyrir W Magazine. Nú síðast sýndi Dello Russo sumarlínu fatamerkisins Ungaro á nýafstaðinni tískuviku í París. Ritstjóri bandaríska Vogue, Anna Wintour, hefur einnig gerst sek um að prýða forsíður annarra blaða en hún er nú á forsíðu nýja breska tímaritsins Industrie þar sem einnig má sjá ritstjóra Love, Katie Grand, inni í blaðinu. Kate Lanphear, tískuritstjóri breska Elle, er fyrirsætan í auglýsingaherferð skartgripaframleiðandans Eddie Borgo. Þessa þróun í tískuheiminum má líklega rekja til tískublogganna en daglega má þar sjá myndir af ritstjórum stærstu blaðanna með greinargóðri lýsingu á því hvaða merkjum þeir klæðast. Ritstjórarnir Carine Roitfeldt, Emmanuelle Alt hjá franska Vogue, Anna Wintour og Anna Dello Russo hafa tekið við sem tískufyrirmyndir og fyrirsætur dagsins í dag. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira