Samkvæmt vefsíðunni TMZ.com er Mel Gibson í góðum bata. Það er að minnsta kosti álit dómara í Los Angeles, en Gibson og fyrrverandi eiginkona hans, Oksana Grigorieva, hafa átt í harðvítugum deilum um forræði dóttur þeirra.
Gibson játaði sig sekan um smávægileg brot gagnvart Oksönu og hefur verið á skilorði síðan. Dómarinn StephanieSautner hrósaði Gibson fyrir ákveðni sína en hann hefur nú þegar sótt tvöfalt fleiri námskeið í reiðistjórnun en honum bar og er á góðri leið með að klára tólf spora-kerfi AA-samtakanna.
Gibson hefur sinnt samfélagsþjónustu fyrir Mending Kids í Bandaríkjunum, en fyrrverandi eiginkona hans, Robyn Gibson, var eitt sinn í forsvari fyrir þau.
Gibson á batavegi
